Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 53
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL 59 Þó að Garpsdalskrossinn sé á margan hátt ólíkur Álftamýrar- krossinum er þeim það sameiginlegt að Kristsmyndin og kross- fjölin eru á báðum skorin í einu lagi úr sama kubbnum. Að öðru leyti skal vísað til lýsingar Kristjáns Eldjárns í tilvitnaðri grein og tveggja mynda sem henni fylgja. Kristján hefur þar eftir Matthíasi Þórðarsyni að Kristsmynd þessi sé „ólánlega" skorin og „helst í gotneskum stíl“. Verður ekki varist þeirri hugsun að Matthías hafi bæði hér og í ummælum sínum um Álftamýrarkrossinn verið nokkuð kröfuharður um raunsæi og slétta áferð, þegar ólærðir útskurðar- menn eiga í hlut. Um Fannardalskrossinn verður ekki sagt að hann sé klaufalega gerður. 1 mörgum greinum ber hann þess vott að vel skurðhagur maður hafi þar verið að verki þó að því verði ekki neitað að líkamsbygging Kristsmyndarinnar sé stílfærð. Dr. Kristján synjar að vísu ekki fyrir að hlutföll líkamans á mynd Garpsdalskrossins séu „eftirtakanlega röng“. Eigi að síður lætur hann verkið njóta viður- kenningar: „En myndin er samt gerð af nógu mikilli leikni til þess að verða talin allgott tréskurðarverk, og heildarsvipurinn er sterkur". Að mínum dómi er verk þetta að ýmsu leyti frumstæðara en Fannar- dalskrossinn, hvort sem litið er á heildarsvip eða einstök atriði, svo sem hár og skegg eða fellingar lendaklæðisins, sem á Fannardals- krossi ber allt vott um meiri hagleik. Höfuðsveigurinn (þyrnikórón- an) og staða handleggjanna er fornlegri á Fannardalskrossi en Garps- dalskrossi sem mér finnst einnig í heild unglegri nema helst ef litið er til höfuðburðar myndanna. Að sögn dr. Kristjáns er vant að kveða á um aldur Garpsdalskrossins en hann telur þó trúlegt að „myndin gæti verið frá um 1600 eða fyrri hluta 17. aldar“. Eftirtektarvert er að dr. Kristján færír að því gild rök með stuðningi af vísitasíum frá 17. öld að Kristsmyndin í Garpsdals- kirkju hafi upphaflega verið hluti af altaristöflu. Eftir því að dæma virðast fornar altarisbríkur í Álftamýrarkirkju og Garpsdalskirkju hafa sætt svipuðum örlögum. Einhver kynni að spyrja til hvers væri verið að bera krossa úr kirkjum vestan af landi saman við róðukross sem lengst af hefur verið geymdur í baðstofu á afskekktum bæ í Austfjörðum. Helst er því þá til að svara að á Álftamýri og í Garpsdal hafa vafalaust alltaf verið litlar kirkjur vegna fólksfæðar á þeim slóðum, enda þótt prests- setur væri lengi á báðum þessum stöðum. Hér að framan (bls. 11) íslenska fornleifafélag's 1966, bls. 123—126 (4. grein í Tíu smágreinum, bls. 113—138).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.