Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 63
HRINGARÍKISÚTSKURÐUR FRÁ GAULVERJABÆ 69 farið að fúna; annars er fjölin ófúin og heldur sér mjög vel. Er meira að segja svo að sjá sem fjölin hafi verið stærri til skamms tíma því að brotsárin eru ekki gamalleg, en ekki sést hvort þau eru fersk því að mold hefur litað þau. Nokkrir naglar og naglaför eru í fjölinni, en erfitt er að segja hvað af því er tengt upphaflegri notkun fjalarinnar, þ. e. frá sama tíma og skrautverkið. Nærri neðst gengur gríðarstór rónagli gegnum fjölina; hausinn stendur nokkuð út úr framhliðinni en sjálfur er naglinn um 6 sm langur og gengur nokkuð aftur úr fjölinni. Þar er á endanum stór ferhyrnd ró, um 2,5 X 2,7 sm að stærð, fornleg eins og naglinn og virðist þetta geta verið upphaflegt í fjölinni og að hún hafi verið negld við annan hlut. Nokkru fyrir ofan þennan nagla er einn minni og um 9 sm frá neðri brún eru þrír naglar í röð þversum yfir fjölina. Þessir síðastnefndu naglar standa nokkuð út úr fram- hliðinni og eru líklega ekki upphaflegir því að þeir eru í sömu hæð og skurðverkið og gengur miðnaglinn í gegnum skurðinn á einum stað. Upp með hægri brún eru þrír naglar í fjölinni og eitt opið naglagat, annaðhvort síðar til komnir eða þá að naglarnir hafa fest þessari fjöl við aðra á bakhlið, en þeir hafa allir komið í gegn og virðast hausarnir vera á framhlið fjalarinnar. 1 efri brún fjalar- innar, sem virðist vera upphaflegur endi, eru þrír naglar og er föst á milli þeirra smápjatla úr ullarflóka en varla virðist þetta hafa verið þar í upphafi. Loks stendur einn nagli aftur úr hægri brún fjalar- innar neðarlega, nær efst á höggfletinum, og þar eru för eftir að minnsta kosti þrjá nagla til. Eins og fyrr segir virðist ekki vanta ofan né neðan á fjölina en hún hefur verið nokkru breiðari í upphafi. Brotbrúnirnar eru greini- legar og munstrið gengur út fyrir brúnirnar en hversu langt það hefur náð er ógerningur að segja. Hægra megin virðist ekki vanta afarmikið á fjölina því að bæði er að brúnin að ofan sveigist það mikið niður, að með sömu beygju hefur boginn senn komið í lóðrétta brún, og einnig virðast allir stofnar, sem ganga út úr fjölinni þeim megin, koma fljótt inn í hana aftur. Vinstra megin vantar líklega nokkru meira á fjölina eða þá að önnur fjöl hefur verið þar og munstrið náð út á hana. Það virðist greinilegt við fyrstu sýn að þessi fjöl er ekki úr þiljum á húsi og líklega ekki eiginlegur húsaviður eins og allir aðrir slíkir fornir viðir sem þekktir eru hérlendis. Fjalirnar frá Möðrufelli, Bjarnastaðahlíð, Flatatungu og Hólum, svo að nefndar séu hinar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.