Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 88
FUNDURINN I MÖÐRUVALLAKIRKJUGARÐI Þjms. 1855—56. Þjóðsögnr um safngripi eru þess virði að þeim sé haldið til liaga. 1 sagnakveri sem Jóh. Örn Jónsson á Steðja á Þelamörk safnaði til og gaf út á Akureyri 1937 undir nafninu Dulsjá er eftirfarandi skemmtileg forngripasaga á bls. 61-—63, og nefnist hún Fundurinn í Möðruvallakirkjugarði, birt í kverinu eftir handriti Páls Jónssonar kennara sem þekktur er undir nafninu Páll J. Árdal: „Kristján Tómasson, sem bjó all-mörg ár í Þormóðsstaðaseli í Sölvadal og síðan í Seljahlíð í sömu sveit, var eitt sinn fenginn, ásamt fleiri mönnum, til að taka gröf í Möðruvallakirkjugarði. Þetta var áður en hann byrjaði að búa og var hann þá vinnumaður í Núpufelli í Eyjafirði. Meðan þeir voru að taka gröf- ina fann Kristján handhring (einbaug) úr skíru gulli og krossmark úr bronze. Þótti það einkennilegt að hann skyldi verða fyrir því happi að finna báða hlutina, því ekki fann hann þá báða í einu, heldur með all-löngu millibili, og grafarmenn- irnir, sem munu hafa verið fjórir, mokuðu til skiptis upp úr gröfinni. Kristján hafði muni þessa heim með sér um kveldið og þótti mikils um þá vert. Hann svaf einn um nóttina í framhýsi og er hann var sofnaður þykir honum maður koma inn til sín, mikill vexti og svipþungui'. Kvaðst hann vera kominn til að sækja gripi sína og heimtaði þá með ákafa. Kristján þykist neita því fastlega að láta þá af hendi. Þegar hinn heyrir það lætur hann sefast og segir. „Mér er þá nóg ef þú geymir þá vel“. Kristján hét honum því. Snýr hann þá til dyra en Kristján vaknar um leið og þykist sjá svip hans er hann hvarf út úr dyrunum. Kristján efndi það vel að gæta hlutanna. Hringinn bar hann löngum og kross- markið geymdi hann vandlega. Mikið var gert til þess að fá þessa gripi hjá hon- um, en hann neitaði því jafnan og sagðist vilja að þeir fylgdu sér í gröfina. Þó veit ég ekki hvort það hefur orðið. Þá bjó síra Einar Thorlacius í Saurbæ og reyndi hann bæði með illu og góðu að ná þessum hlutum á sitt vald. Sagt var að hann hefði skrifað stiftsyfirvöldunum og spurt að því hvort ekki mætti taka þá af Kristjáni með valdi ef hann ekki sleppti þeim viljugur, en svarið mun ekki hafa fallið honum í vil, því svo fór að þetta mál féll niður og Kristján sat eftir það óáreittur með gripi sína. — Atburður þessi gerðist fyrir 1870.“ Góðu heilli rötuðu þessir þjóðsagnahlutir í Þjóðminjasafnið árið 1880. Annar þeirra er 13,5 sm há Kristsmynd úr kopar, sýnilega af Limoges-krossi og trúlega frá 13. öld (Þjms. 1855), en hinn er grannur og óskreyttur einbaugur úr gulli og virðist vera kvenhringur (Þjms. 1856). 1 safnaukaskrá hefur Sigui'ður Vig- fússon skrifað að hlutirnir hafi fundist „niðrí kirkjugarðinum á Möðruvöllum í Eyjafirði og voru hvort hjá öðru nálægt leiði Hallvarðs nokkurs harða; kapella var yfir leiðinu svo menn muna“. 1 sögunni er tekið sérstaklega fram að hlutirnir hafi fundist með alllöngu millibili, enda eru þeir líklega ekki frá sama tíma. „Hallvarður“ þessi mun vera Hallur harði Bjarnason lögsagnari, sem lifði a. m. k. til 1657. Ógerningur er nú að segja til um hvort þessir hlutir eiga nokkuð skylt við hann. Um Hall harða má lesa lítið eitt í Árbók 1961, bls. 158—59.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.