Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 95

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 95
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703 101 Á. M.) vare midt i arbeidet, blef den store sygdom (som dette samme aar og det efterkommende borttog ongefer den 4de deel af folkene i landet) transporteret der hen, ...“ (Arne Magnusson: Embeds- skrivelser, bls. 324). Hér er sýnilega átt við sama tímabil og í Hvammsannál. En hvernig samrýmast þessar tölur sín á milli og niðurstöðutölu manntalsins? Til þess að fá úr því skorið er nauðsyn- legt að athuga nánar þær heimildir sem varðveittar eru um stórubólu. Þegar rakin er saga bólusóttarfaraldra á Islandi samkvæmt annál- um kemur í ljós að faraldurinn 1707—1709 hefur algera sérstöðu hvað snertir fjölda og gæði tölulegra upplýsinga. Það eru einkum tveir annálar, sem skera sig úr um þetta, Setbergs- og Sjávarborgar- annálar. f Setbergsannál er sagt frá fjölda bóludauðra í öllum sóknum Gullbringu- og Kjósarsýslna og í flestum þeirra á hvaða tímabili og hve margir létust úr öðrum kvillum en bólu á sama tíma. Þannig segir t. d. um Mosfellssóknir að frá 23. júlí til 26. nóvember hafi 116 látist úr bólu og 10 úr öðrum sjúkdómum. Og úr heimahög- um annálshöfundar, Gísla Þorkelssonar, Álftaneshreppi, eru hinir bóludauðu sérlega nákvæmlega tíundaðir í skrá sem tekur til 174 af þeim 195 er létust úr bólu í hreppnum. Þar er fullorðinna yfirleitt getið með nafni, stöðu og heimilisfangi, en um börn er oftast aðeins getið heimilis og hverra börn þau voru. Með því að bera skrána saman við manntalið í Álftaneshreppi 1703 má fá vitneskju um aldur allra hinna fullorðnu utan 14 sem ekki verða fundnir í manntalinu. Auk þess skýrir Setbergsannáll frá fjölda bóludauðra í 3 hreppum Árnessýslu og í V.-Skaftafellssýslu. I Sjávarborgarannál er aðeins greint frá fjölda bóludauðra en ekki hvenær á árinu þeir létust, né heldur þeirra er létust úr öðrum kvill- um, en aftur eru upplýsingar hans mjög umfangsmiklar, nefnilega: Dalasýsla, 6 hreppar Barðastrandarsýslu, 6 hreppar V.-lsafjarðar- sýslu, 6 hreppar N.-Isafjarðarsýslu, 9 hreppar Húnavatnssýslu, allar sóknir í Skagafjarðarsýslu og 5 hreppar Þingeyjarsýslu. Hestsannáll getur tölu þeirra sem létust úr bólu í Borgarf jarðar-, Mýra- og Snæ- fellsnessýslum, og Vallaannáll þeirra sem létust í Grímsey og Skál- holti. Allar þessar heimildir munu eiga við tímann frá júní 1707 til júní 1708 nema þær úr Grímsey; þar gekk bólan í ágúst og september 1708. Samtals eru til heimildir um tölu látinna úr bólu af landsvæði sem samkvæmt úrvinnslu Þorsteins Þorsteinssonar á manntalinu 1703 var með 29722 íbúa og af þeim dóu 7847 úr bólu eða 26,4%. Engar upplýsingar um fjölda bóludauðra eru til úr Stranda-, Múla-, A.-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.