Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1962, Blaðsíða 3
JARAÐ í ALSÍR PARÍS og ALGEIRS- BORG, 22. janúar (NTB- Reuter) „Nú er mælirinn fullur“, sagði stuðnings- maður fle Gaulle forseta á þingfundi skömmu eftir að sprengjum var kastað á franska utanríkisráðuneyt ið í dag, en hluti bygging arinnar eyðilagðist og 12 særðust. Þingmaðurinn krafðist þess, að OAS- samtökin yrðu upprætt. Fyrr í dag var þingmanni úr flokki gaullista rænt og Nýr ambassador V ' • fyrirskipaðar hafa verið nýjar aðgerolr í Aðalfulltrúi frönsku stjórn- arinnar í Alsír, Jean Morin, boðaði í dag nokkrar nýjar að- gerðir til þess að koma aftur á lögum og reglu í Alsír. Bæj ar- og sveitastjórnir eiga að hefja þessar aðgerðir án tafar og með eins mikilli einbeittni og unnt er. í tilkynningu upplýsir Morin, að settar verði tálmanir á helztu vegum, sem liggja til Aigeirsborgar, Óran og Bone. Ennfremur verða 50 km. á klst skoðaður hámarkshraði bif- reiða í þessum þrem borgum, bílaumferð verður bönnuð éft ir kl. 21, og einnig verður um ferð bönnuð á stærstu umferð- argötum. Lögreglan á að hafa eft:rlit með skilríkjum fólks, sem leið á um göturnar, með stuttu millibili, og gera ná- kvæmar húsrannsóknir. Þingmaður gaullista, Paul Mainguy, fannst síðdegis í dag heill á húfi á stað einum í út- hverfi Parísar. Nokkrir leyni lögreglumenn fundu hann, — Tveir vopnaðir menn gættu Mainguy, en leynilögreglu- mönnimum tókst að ráða nið urlögum þeirra og handtaka þá. Þrir menn, vopnaðir byssum, námu Mainguy á brott fyrr um daginn. Mainguy þessum hefur borizt nokkur hótanabréf að undanförnu, og góðar heimildir í -nnanríkisráðuneytinu herma, að OAS hafi rænt Mainguy til þess að geta haft skipti á hon um og nokkrum OAS-mönnum sem franska stjórnin hefur í haldi. Samkvæmt AFP meiddust sex eða sjö menn og neðsla hæð utanríkisráðuneytisins í París Nyerre Gaullista rænt laskaðist mikið þegar sprengja sprakk þar í grenndinni. A.m. k. einn beið bana. Utanríkis- ráðuneytið var símasambands laust í nokkurn tíma af þessum sökum, og rafmagnslaust varð. Sprengjunni mun hafa verið komið fyrir í bíl, en þar fannst mannslík í brakinu, og bílar þar hjá eyðilögðust. Stærðar málmstykki lágu eins og hrá- viði á götunni. í Marseilles voru 4 þús. mú hameðstrúarme’nn handteknir í dag í úthverfinu Bathelemey. Nokkrir særðust í óeirðum þar. Málaliðarnir ekki reknir ELISABETHVELLE, 22. janúar (NTB-Reuter) — Rík isstjórnin í Katanga hefur enn ekki gert neinar jákvæð ar ráðstafanir til bess að fram kvæma bá ákvörðun öryggis ráðsins, að erlendir málalið- ar verði reknir frá Katanga. Sendimaður SI» skýrði frá því, að Tshombe hefði sagt, að hann væri allur af vilia gerð ur að leysa vandamálið frið- samlega, en ennþá hefði eng inn raunverulegur árangur orðið. Katangastjórn veittist harð- lega að kongósku hermönnunurn í Fongolo fyrir hermdarverk þeirra. Segir stjórnin, að hún geti ekki fallizt á þær fullyrð ingar stjórnarinnar í Leopold ville, að fjöldamorðin væru verk G:zengas, fyrrv. varafor- sætisráðherra. Lætur stjórnin í ljós undrun sína á því, að for sætisráðherra Kongó, Adoula, hafi kipað Sendwe Jason for mann rannsóknarnefndarinnar, sem rannsaka á morðin. Er Jason þessi borin þeim sökum í yfirlýsingunni, að bera höfuð ábyrgðina á fjöldamorðunum. Stjórnin telur sig hafa sönnun fyrir þessu, og muni láta hana í té hlutlausri nefnd. Katangahermenn eiga að hefja nokkrar aðgerðir til þess að ráða niðurlögum hópa glæpa manna, sem herja í Norður- Katanga. SÞ mun veita þefes um hernaðargerðum stuðning sinn. , Kjördæmisráð Vesturlands i Alþyðuflokks- félagar KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐU- FLOKKSINS fyrir Vesturlands kjördæmi var stofnað í Borgar nesi síðastliðinn sunnudag á fjölmennum og ágætnm fundi. í stjórn ráðsins voru kjörnir þessir menn: Guðmundur Sveinbjörnsson, Akranesi, for- maður; Sigurþór Halldórsson, Borgarnesi, ritari og Ottó Árna son, Ólafsvík, gjaldkeri. í vara stjórn voru kjörnir: Ríkharður Jónsson. Akranesi, Grétar Ingi | mundarson, Borgarnesi og Ás- geir Ágústsson, Stykkisliólmi. Á fundinum flutti Benedikt Gröndal alþingismaður erindi um stjórnmálaviðhorfið, og urðu fjörugar umræður á eftir. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem fagnað var þeim á- rangri sem þegar hefur náðst af • útfærslu landhelginnar, en var að alvarlega við að hleypa tog urum frekar inn fyrir 12 míl- urnar. | + HVERFISSTJÓRAR Alþýðu- ! flokksfélags Reykjavíkur eru mjnntir á fundinn í BURST, Stórholti 1, kl. 8,30 í kvöld. — Stjórnin. MIKILL spenningur var á bílabingóinu í Háskóla- bíói s.l. sunnudag. Hiutu ýmsir góða vinmnga, svo sem ísskáp og ýmis heim- ilistæki. Bíllinn fór bins vegar ekki út. — Dregin voru út 45 númer í keppn- inni um bilinn og komust margir mjög nærri því að fá BINGO. — Á sunnu- dag heldur bílabingóið áfram. — Mynáin var tek- in í bingóinu. E. B. Boothby heitir nýi brezki ambassadorinn, sem hingað er væntanlegur se'* *nt í marz. Hann er 52ia ára gamall, kvæntur og á tvö börn. Booth- by er menntaður í Cambridge, gekk í utanríkisþjónustuna 1933 og hefur verið víða um heim í starfi sínu. M. a, hefur liann verið í Kína, Belgíu Bandaríkjunum, Kanada, Grikklandi, Þýzkalandi og Afr íku. Undanfarið hefur hann verið í London sem yfirmaður þeirrar deildar utanríkisráðu- neytisins, er liefur með mál- efni Afríkuríkja að gera. Framliald af 1. síðu. Nyerre sætti talsverðri gagn rýni úr ýmsum áttum, segir AFP, þ. e. m. foringja eigin flokks. Margir verkalýðsleiðtog ar hafa gagnrýnt Nyerre og krafizt launahækkunar, og auk þess hefur friðsamleg stefna Nyerre sætt gagnrýni, ekki sízt stefnan gagnvart 22.500 Evrópu búum og 100 þús. Indverjum, sem í landinu búa, en gagnrýn endurnir vilja að fleiri svert ingjar gegni opinberum eni bættum en nú er, og krefjast einbeittari alafrískri stefnu í ut- anríkismálum og strangara hlut leysi. Alþýðublaðið — 23. jan. 1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.