Alþýðublaðið - 23.01.1962, Page 4

Alþýðublaðið - 23.01.1962, Page 4
í SNJÓNUM verður ýmsum kalt og árejðanlega eru skjólklæði úr snjó, eins og hún hefur sveipað sig- að nokkru ekki vcl til bess faltin að verjast kuldanum. Alþýðublaðs- myndin var tekin í garðinum fvrir sunnan Bókhlöðustíg um helgina. VWWMMMWMWMWIwmMWWWMMMMMWMWWMMMW Hvar höfðu Hermann og íysteinn augun 1958? í TÍMANUM lesum vér sl. íöstudag „staðreyndirnar“ um ^fnahagsástandið 1958: „1. Gjaldeyrisstaðan út á vlð var mun betri í árslok 1958 en hún var í árslok 1961. •sGjaldeyrisafkoman á einu ári Ihefur ekki um langt skeið verið betri en á árinu 1958. 2. Afkoma ríkissjóðs var með allra bezta móti á árinu 1958. 3. Bændum og útvegsmönn- -um mun áreiðanlega koma saman um, að afkoma land- búnaðar og sjávarútvegs var Ætórum betri á árinu 1958 en 1961. 4. Kaupmáttur launa var Ætórum mun meiri á árinu 1958 en 1961. Þetta geta laun þegar bezt dæmt um með því að bera saman kjör sín nú og þá. ■ 5. í árslok 1958 hafði þjóðin gott lánstraust, eins og sést á ■ því, að á árinu 1959 voru tek' in erlend ián, sem námu 500 —600 millj. kr. miðað við nú- verandi gengi.“ Oss er spurn: Hvar höfðu Hermann og Eysteinn eigin- lega augun í árslok 1958? Þá sögðu þeir, að fótmálið eitt. væri fram af hengifluginu,: óðaverðbólga blasti við, engin úrræði á hendi og einskis ann ars völ en segja af sér ríkis-' stjórn. Nú á hins vegar allt að hafa verið í stakasta lagi. En flnnst ekki mörgum. að þetta sé heldur seint séð hjá blessuðum mönnunum? (Alþýðumaðurinn, Ak.). ,4 23. jan. 1962 — Alþýðublaðið Þórshöfn, 15. jan. SKIPASMIÐJA Þórshafnar var stofnuð 17. ágúst 1936, og varð því 25 ára á síðasta ári. Eg gekk á fund forstjórans hr. Kjartans Mohr, þing- manns og fyrrverandi borgar stjóra hér í Þórshöfn. Varð hann fúslega við beiðni minni um að segja eitlhvað um skipasmíðar hér í Færeyj um. Upphaf skipasmíða eins og þekkist í dag var, að árið 1804 strandaði danskt skip hér. — Nólsoyjar Páll notaði viðinn úr skipinu, sem nothæfur var, og smíðaði sér skip, sem hann nefndi „Royndin Fría“ (Til- raunin frjálsa). — Ætlaði hann að nota þetta skip til vöruflutninga í samkeppni við konunglegu verzlunina. 'Var þetta skip eingöngu smíð að af Nólseyingum. En eftir árið 1890 fór skip um (kútterum) að fjölga, og þá jókst þörfin fyrir slað, sem hægt væri að taka skipin upp. til lagfæringar og botnhreins unar. Þótti mönnum þá til- finnanlega vanta einhverskon ar dráttarbraut hér í Færeyj um. Á þessum árum var við gerð framkvæmd þannig, að skipin voru tekin upp í fjör- una á háflóði og síðan unnið við sk:pin meðan útfalj var. En ef framkvæmá þyrfti meiriháttar viðgerðir, þá urðu skipin að fara til Orkneyja. Þar lærðu Færeyingar ýmis- legt um skipasmíðar. Fyrsta viðgerðar-dráttar brautin var gerð á Tvöoyri, árð 1894. Hér í Þórshöfn jókst svo áhugi fyrir að gera dráttarbraut, en málið lá um kyrrt allt til ársins 1930. En bá vaknaði áhugi á að hrinda þessu máli í framkvæmd. En svo komu kreppuárin og náði málið þessvegna ekki fram að panga að s:nni. Ekki voru þó tagðar árar í bát, sem mest var að þakka Kjartan Mohr, sem var lífið og sálin í þess um undirbúningi. Kjartan Mohr sigldi til Dan merkur árið 1915 til að læra skipasmíðar. Hann kom hing að aftur árið 1921, og vann hann vtð smábátasmíðar. — Hann hafði sama brennandi áhuga á því að koma á stofn skipasmíða- og viðgerðarstöð. Margir voru það, sem voru mótfallnir þessari hugmynd, en sem betur fór voru það fleiri, sem voru jafn framsýn ir og hr. Mohr, og því var það 17. ágúst 1936, að stofnuð var „Tórshavnar Skipasmiðja p.f.“. Var Kjartan Mohr val- inn forstjóri og hefur gegnt því embætti síðan. Það skiptust á skin og skúr ir á fyrstu árum fyrirtækis- ins, en með fjárhagslegri að- stoð frá ýmsum mönnum hér í Færeyjum og velvild bæjar- sljórnar Þórshafnar, sem út hlutaði skipasmiðjunni stað fyrir dráttarbraut. Arið 1937 hófst svo undirbúningurinn fyrir alvöru. Og árið 1939 var fyrsti togarinn tekinn upp í dráttarbrautina. Það var tog arinn „Stella Argus“, héðan, annað skipið var svo þýzki togarinn „Ernst von Bries- sen“ sem var allmiklu stærri en færeyski togarinn. Voru menn því háifhræddir við áð taka hann upp, því engin reynsla var fyrir hendi um, hve sterkur dráttarvagninn væri. Þessi logari hafði strand að hér, fengið gat á stefnið fyrir neðan sjávarmál, og var ekki .hægt að tosa fiskinn úr honum. En allt gekk vel, og fengu menn betri trú á þessu fyrirtæki, sem átti eftir að spara þjóðinni mikinn gjald eyrir. Þegar skipasmiðjan hóf starfsemi sína, unnu þar 10 manns, en nú eru 80 starfandi þar. Á þessum 25 árum hefur skipasmiðjan tekið um 125 skip (togara og línuveiðara) á ári, að meðaltali, og greitt í vinnulaun á seinustu árum um 3á tif 1 milljón danskar krónur áriega. Síðan árið 1940 hafa um 200 manns lært skipasmíðar hjá fyrirtækinu. Jafnframt því að annast viðgerðir á skipum, þá var í athugun að hefja smíði tré- skipa, sem myndu henta veiðiaðferðum Færeyinga Árið 1938 var kjölur lagður að fyrsta skipinu í þeirri von að kaupandi fengizt, — og hann fékkst. Árið 1940 var skipinu svo hieypt af stokkun um og hlaut nafnið „Vón“, og hefur það á allan hátt reynzt prýðilega. Árin 1944 til 1959 hafa 6 skip verið smíð uð í skipasmiðjunni. Nú fóru þeir í Skipasmiðj- unni að setja markið hærra með því að hefja smíðar stál- skipa. Eftir að hafa kynnt sér málið ýtarlega, var kjölur lagður að fyrsta stálskipinu, sem smíðað yrði í Færeyjum. Þetta var í júní 1960, og skip ið hljóp af stokkunum 3. júlí 1961. Er þetta sögulegur dagur fyrir Færeyinga og færeyskan sjávarútveg. Síðan var lagður kjölur að öðru stálskipi, sem er langt komið. Öll árin, sem Skipasmiðjan hefur starfað, hefur sami dráttarvagninn verið notað- ur, en nú er í ráði að stækka og endurnýja dráttarbraut- ina þann:g að möguleiki verð ur á að taka upp skip, sem eru allt að 2000 tonn, en hingað til hafa þeir mest getað tekið upp skip, sem eru 1000 tonn. Kjartan Mohr sagðist vera bjartsýnn á framtíð skipa smíða í Færeyjum. Hann kvaðst oft hafa komið til Is- lands og sagðist hafa undrast yfir þeim miklu framförum, sem orðið hafa á þessum sein ustu árum, hvað snertir skipa smíðar. Óskaði hann íslend- ingum alls góðs í framtíðinni. H. Jóh. Hluti af höfninni. Nólsey í baksýn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.