Alþýðublaðið - 06.05.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Side 2
flitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: IBjörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Préntsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 6—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Tíminn og Titov TVÖ BLÖÐ, Tímimn og Þjóðviljinn, hafa gert mikið veður út af því, að sovézkri flugvél skuli ekki hafa verið leyft að lenda á Keflavíkurflug- velli. Er sérstaklega ráðizt á utanríkisráðherra fyr ir þetta og ekki spöruð istóryrðin um hann frekar en fyrri daginn. Kjarni þessa máls er augljós. Keflavíkurflugvöll ur var upphaflega gerður sem hernaðarvöllur og hann er í dag fyrst og fremst rekinn sem varnar- stöð. Þess vegna hefur ekki þótt rétt að veita rúss- neskum stjómvöldum rétt til að koma þar upp sérstakri bækistöð fyrir flugvélaviðkomur (eins og óskað hefur verið eftir) eða leyfa tíðar lend- ingar rússneskra flugvéla. Annað hvort eru íslend igar í Atlantshafsbandalaginu eða ekki — og mætti tvískinnungsblaðið Tíminn hugleiða það. Sovétríkin hafa aldrei leyft nokkurri þjóð flug- vélalendingar á hernaðarflugvöllum sínum. Og hví skyldu aðrar þjóðir þá leyfa Rússum það hjá sér? Hins vegar hafa Rússar leyft lendingar á far þegaflugvöllum og það stendur þeim einnig til boða hér á landi. Þeir geta fengið að nota Reykja- víkurflugvöll eins og þeir vilja, en hann er okkar millilandaflugvöllur. Flugvél Titovs geimfara, sem átti að koma við í Keflavík, þurftr alls ekki á þeim lendingarstað að halda. Hún gat komizt vestur um haf með lendingu á öðrum farþegaflugvöllum, eins og hún gerði. Nú hefur Sovétstjórninni áður verið kurteislega sagt, hvernig þessum hlutum er varið hér á landi. Hafa verið gerðar undantekningar og rússneskum vél- um leyft að koma við í Keflavík, en sagt að það geti ekki orðið að fastri reglu. Þrátt fyrir þetta og án þess að nauðsyn krefði var sótt um lendingar- leyfi fyrir þessa síðustu flugvél. Rússar vissu fyrir fram, hver afstaða okkar var, og þeir skilja hana mætavel. Umsókn þeirra var því vísvitandi ögrun, sem sýnilega hefur verið til þess gerð að veita Tím anum og Þjóðviljanum árásarefni á utanríkisráð- herra nokkrum vikum fyrir kosningar. Slík af- skiptasemi verður sjaldan til að bæta sambúð ;þjóða. í þessu máli hefur verið farið algerlega eftir eðli legum reglum í milliríkjaviðskiptum. Utanríkisráð herra hefur gert hverja undantekninguna á fætur annarri til að sýna fyllstu sanngimi. En sumum að ilum má ekki rétta litla f ingurinn, án þess að þeir reyni að taka alla hendina. Tíminn ætti að íhuga yþað, áður en hann missir hendina. Skógrækt ríkisins TILKYNNING um verð á frjáplöntum vorið 1962 Garðplöntur: Birki, 50 — 70 cm...........pr. stk. kr. 15,00 Birki, undir 50 cm ........ — — — 10.00 Birki í limgerði ........ — — — 5,00 Reynir yfir 75 cm .......... — — — 25,00 Reynir, 50 — 75 cm ......... — — — 15,00 Revnir, undir 50 cm ....... — — — 10,00 Álmur, 50—75 cm ........... — — — 15,00 Alaskaösp, yfir 75 cm.......— — — 15,00 Alaskaösþ, 50 — 75 cm .... — — — 10,00 Sitkagreni 2/3 ........... — — — 15,00 Sitkagreni 2/2.............. — — — 10,00 Sitkabastarður 2/2 ...... — — — 10,00 Hvítgreni 2/2 ............. — — — 10,00 Blágreni 2/2 ............. — — — 15,00 Viðja .................... — — — 5,00 Þingvíðir.................. — — — 5,00 Gúlvíðir ■................ — — — 4,00 Eldri plöntur og hnausaplöntur eru seldar á hærra verði. Skógarplöntur: Birki 3/0 ........ pr. Birki 2/2 ........ — Rauðgreni 2/2 — Blágreni 2/2 .... — Hvítgreni 2/2 .... — Sitkagreni 2/2 . . — Siktabast. 2/2 .. — Lerki 2/2......... — 1 Bergfura 2/2 .... — Stafafura 2/2 .... — 1000 stk. kr. 500,00 — _ _ 2.000.00 _ _ _ 1.500,00 _ _ _ 1.500,00 _ _ _ 2.000,00 _ _ _ 2.000.00 _ _ _ 2.000,00 _ _ _ 1.500,00 _ _ _ 1.250,00 _ _ _ 1.500,00 Pantanir scndist skrifstofu Skógræktar ríkisins, skógarvörðunum eða skógræktarfélögum # fyrir 20. maí. KOMIN ÚT HJA AB ÚT er komin hjá Almenna bóka félaginu bók mánaðarins fyrir apríl sem er sjálfsævisaga dr. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar, en útgáfuna hefur annazt bróðir höfundarins, dr. Þorsteinn Þor- steinsson fyrrv. hagstofustjóri. Bókin hefur verið send umboðs mönnum Almenna bókafélagsins út um land, en félagsmenn AB í Reykjavík fá bókina afgreidda í afgreiðslu Almenna bókafélagsins Austurstræti 18 50 marka seðlar felldir úr gildi DEUTSCHE Bundesbank, Franfc furt am Main hefur tilkynnt, að frá og með 15. maí 1962 verði banka* seðlar að fjárhæð DM 50.00 — fyrsta útgáfa — gefnir út af Bank deutscher Lánder, teknir úr, um* fcrð. (Á miöri framhlið seðilsina er mynd af sitjandi konu). Seðlunum má skipta fyrir nýrrf seðla í Deutsche Bundesbank, Frankfurt am Main eða útibúunj bankans, fram til 15. ágúst 1962, en eftir þann tíma hætta þeir a8 vera löglegur gjaldmiðill. Dr. Hannes Þorsteinsson ritaði ævisögu sína á árunum 1926-28. Innsiglaði hann síðan handritið með þeim fyrirmælum, að innsiglið mætti ekki brjóta fyrr en á aldar- afmæli höf. 30. ágúst 1960. Hefur hann gert þetta vegna þess, hversu hreinskilnislega og afdráttar laust hann lýsir málefnum og mönn um, sjálfum sér og öðrum. Dr. Hannes Þorsteinsson var maðu hispurslaus, fastur fyrir og ósmeykur að láta skoðun sína í ljós, hver sem í hlut átti. Enda kem ur sitthvað nýtt og óvænt fram í ævisögunni, einkum stjórnmála- sögunni, og varpar áður óþekktu ljósi á ýmsa forystumenn þjóðar innar. Verða sumir ef til vill ekki sammála öllu, sem í bókinni stend ur, en skylt er að hafa það hugfast, að dr. Hannes var frábær sagn- fræðingur og lét áreiðanlega ekki fara frá sér annað en það, sem hann vissi sannast og réttast. Ævisaga dr. Hannesar er mjög merkilegt innlegg í íslenzka stjórn málasögu um og eftir síðustu alda mót og færir lesandann miklu n er málum og atburðum en nokkurt rit annað, sem prentað hefur verið um þessi efni. Bókin er 425 bls. að stærð auk 17 myndasíðna. Hún er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en bókband liefur annazt Félagsoók bandið h.f. Titilsíðu og kápu hef ..r Átli Már teiknað. FLUGSÝN í FARÞEGA- FLUGI INNANLANDS FLUGFÉLAGIÐ Flugsýn var stofnað fyrir tveim árum. Félagið hefur nú eignast fjórar fiugvélar, og hyggst í sumar stunda farþega- flug til óákveðinna staða, eða eftir óskum. Munu tvær flugvélar 4ra og 7 manna verða í því flugi. Þá hefur félagið einnig tvær flugvélar til kennsluflugs. Það eru fimm menn, sem að þessu félagi standa: Stefán Magnús son flugstjóri hjá Loftleiðum, Jón Júlíusson, vélamaður h.iá Loftleið um, Jón Magnússon vélamaður hjá sama félagi, Hörður Eiríksson, véla maður og Jón Þór Jóhannsson Hafa þeir ráðið til sín tvo flug- menn, sem munu annast farþega- flugið og kennsluna í sumar. Flug sýn mun einnig annast vöruflutn- inga með stærstu vél sinni. Félagið sótti fyrir nokkru um leyfi til farþegaflugs á minni staði, eða þangað, sem Flugfélag íslands hefur ekki áætlunarflug. Leyfi þessu var synjað, en í stað þess mun félagið fá að fljúga óákveðið farþegaflug til þeirra staða, sem væntanlegir farþegar óska eftir. Yfirlýsing Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að Kvenfélag Selfoss er ekki aðili að neinum framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna á Sel- íossi. Félagið er ópólitískt og meðlim ir þess úr öllum stjórnmálaflokkum og gæti þess vegna ekki skipað sér á lista með einum flokk eða fleir um á móti öðrum. Það hefur aldrei komið til orða, hvorki innan stjórnarinnar eða á félagsfundi, að félagið heföi minnstu íhlutun í þessum kosning um. , j f.h. Kvenfélags Selfoss. j 2 6. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.