Alþýðublaðið - 06.05.1962, Page 4

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Page 4
á verður opin næstu daga frá kl. 6 e. h. til kl. 9 e. h. Svona er það á bak við tjöldin VIÐ mundum ekki líta við, þótt við mættum honum á götu. Hann er ósköp venjulegur mað- ur, ungur maður, sem hæglega fellur inn í mannhafið í Reykja- vík, án þess, að eftir honum sé tekið. Samt hefur hann haft mikil áhrif á æðstu stjórnmál þjóðarinnar í vor. Þessi ungi Reykvíkingur býr í lítilli íbúð í einu af ytri hverf- tun bæjarins. Hann er fæddur og uppalinn utan borgarinnar, en hefur dvalizt hér árum sam- an — rétt eins og þúsundir. annarra Reykvíkinga. Hann hef- ur stundað ýmis konar almenna vinnu. Ef við ræddum við þennan unga mann um stjórnmál, mund um við þegar finna, að hann hef ur á þeim mikinn áhuga. En hann virðist óskýr í tali, það er ekki gott að. átta sig á, hvaða flokk liann aðhyllist. Helzt hef- ur síðustu árin virzt sem hann hallaðist langt til vinstri. Hafi kommúnistar talað við hann, hefur hann aftur á móti talað eins og ákafur kommún- isti. Hann hefur hallað sér að þeim flokki, kynnzt þar áhrifa- mönnum, mætt á fundum og starfað. Þannig hefur hann kom- izt nær og nær kjarna kommún- istastarfsins í Reykjavík, feng- ið að ganga um skrifstofur og ræða við trúnaðarmenn flokks- foringjanna. Svo fékk hann tækifærið, sem hann hafði lengi stefnt að. — Hann komst yfir fjölda af bréfum og skýrslum frá ungkommúnist- um í Austur-Þýzkalandi, Moskvu og víðar um járntjaldslöndin. Skýrslurnar voru flestar skrif-^ aðar á næfurþunnan flugpóst pappír — og hann stakk þeim í vasa sinn. Þegar hann fór að lesa skjölin, reyndust þau vera skýrslur frá íslenzkum ungkomm um um ástandið í Austur-Þýzka landi, skýrslur frá Árna Berg- mann og fleirum í Moskvu frá deildinni þar, gagnrýni stúd- entanna á starfinu hér Heima og persónulegar upplýsingar, sem sýndu, hversu. þaulskipulagt allt er, hj.á hinum alþjóðlega komm- únisma — netinu, sem piltarn- ir okkar hafa flækt sig í. Þarna blasti við á þunnum blöðunum sláandi mynd af því, hvernig ís- lenzkir kommúnistar eru á valdi hinnar alþjóðlegu flokksvélar. Ungi, maðurinn gekk með skjölin í vasanum nokkra daga, unz liann fékk tækifæri til að skila þeim. Sá, sem tók við þeim, er háttsettur maður í innra skipulagi Sjálfstæðisflokksins. Þar voru skjölin skoðuð og af- rituð. Og nú hafa tvö fyrstu þeirra verið birt í Morgunblað- inu, skýrslan frá Austur-Þýzka- landi og um SÍA. Það gefur að skilja, að menn sem stunda tafl stjórnmálabar- áttunnar eru forvitnir að vita, hvað foringjar hinna flokkanna hugsa og hyggjast fyrir. — Til skamms tíma var reynt að hlera með því að tala við andstæðing- ana sjálfa í þeirri von, að þeir segðu meira en þeir ætluðu sér — eða láta mann tala við ann- an mann, sem eitthvað kynni að segja. Allt þetta breyttist, þeg- ar kommúnistum óx fiskur um hrygg í stjórnmálum okkar. Þá urðu hinir flokkarnir fljótlega varir við, að tekin höfðu verið upp ný vinnubrögð. Kommúnistar höfðu síðan um 1930 byggt upp flokkskjarna með mjög ströngum aga. Þeir sendu menn til útlanda til að læra allar baráttuaðferðir, sem erlendir kommúnistar höfðu notað. Og nú fór að bera á því, sérstaklega á stríðsáranum og síðan, að kommúnistar vissu grunsamlega mikið, sem gerðist innan hinna flokkanna. Þetta kom fram í Þjóðviljanum og á annan hátt. Smám saman varð raunsýnum mönnum ljóst, að kommúnistar höfðu annað hvort gert út menn inn í hina flokk- ana eða komizt þar í tengsl. við menn, sem veittu þeim víðtæk- ar upplýsingar. Hins vegar var þá lítið um, að lýðræðisflokk- arnir fengju upplýsingar úr innri röðúm kommúnista. Þar var svo mikill agi og svo mikil tortryggni, að slíkt gerðist ekki. Nú hin síðustu ár hefur þetta mikið breytzt. Hinir flokkarnir eru varari um sig, þegar um trúnaðarmál er að ræða, og kommúnistar hafa ekki þau njósnasambönd, sem þeir áður höfðu. Til viðbótar er aginn innan raða kommúnista orðinn mun minni en áður var, svo að nú tekst hinum flokkunum að frétta margt úr innsta hring þeirra. Þannig hefur Alþýðu- blaðið til dæmis birt leynilegar ályktanir frá kommúnistaþing- um, sem Lúðvík Jósefsson lét samþykkja að birta ekki — til þess eins að hin blöðin ekkl næðu í þær. Og nú er Morgun- blaðið byrjað að birta skýrslar frá stúdentunum í Austur- Þýzkalandi. Þessi breyting hefur haft víð- tæk áhrif í röðum kommúnista. Þar er mikil gagnrýni á forust- una og hinir hörðu kommar sjá, að samstarfsbröltið við aðra að- ila og þátttaka í ríkisstjórn hef- ur stórspillt hinum gamla flokks aga. Það er heldur óskemmtilegt að segja frá svona málum. Við í lýðræðisflokkunum höfum yf- irleitt litlu að leyna og störfum fyrir opnum tjöldum. Sú litla leynd, sem notuð er, stafar af því, að við viljum ekki láta hina flokkana vita um mál okkar, fyrr en þau koma fram. Hins vegar er allt öðru máli að gegna um kommúnista. Þeir eru eins og bórgarísjaki, þar sem meiri- hluti jakans er neðansjávar og sést ekki. Þar er selluskipulag þeirra, áróðursþjálfun, bylting- aruppeldið og sambandið við kommúnista annarra landa. Þess vegna innleiddu kommúnistar nýjar starfsaðferðir í stjómmál- um hér eins og annars staðar. Hinir flokkarnir eru nú loks farnir að verja hendur sínar gagnvart kommunum á þessu sviði. MELAVÖLLUR hefst í kvöld kl. 8,30. Þá keppa: VALUR-ÞRÓTTUR Ðómari: Carl Bergmann. Á morgun (mánudag) kl. 8,30 keppa: KR-VÍKINGUR Dómari: Magnús Pétursson. Sjáið fyrstu kappleiki vorsins. Bílasýning Heklu að Laugavegi 170 — 172 verður opnuð í dag kl. 1 og verður opin til kl. 9 í kvöld 4 6. maí 1962 - ALÞÝ0UBLAÐIÖ l

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.