Alþýðublaðið - 06.05.1962, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Qupperneq 5
mWMMMWWWWWWMWWWWWWWWWWWWWW vantrausti „Það hlýtur að vekja mikla athygli í þeirri kosninga- baráttu, sem nú er hafin um skipun borgarstjórnar Reykja víkur, að meirihlutaflokk- urinn, sem vann svo mikinn sigur við síðusflu kosningar, hefur nú lýst vantrausti á sínum eigin meirihluta í stjórn borgarinnar á síðasta kjörtímabili.“ „Það hlýtur einnig að vekja athygli, að 'með þeirri „hrehis Un“, sem flokkurinn hefur gert á liðskosti sínum í hæj- arstjórn, hefur liann rutt úr vegi fulltrúa stærstu starfs- stéttar bæjarfélagsins, full- trúa iðnaðarins.” Óskar Hallgrímsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins við kosningarnar sagði þetta í viðtali við Alþýðublaðið í gær. i (,,‘Á síðasta kjörtímabilí hafði Sjálfstæðisflokkurinn sterkari aðstöðu í bæjarstjórn en nokkru sinni áður. Á síð- ari hluta þess markast stefnan fyrst og fremst af því, að flokkurinn gerir áætlanir um framkvæmdir eingöngu til þess að reyna að bæta úr van rækslusyndum á fyrri hluta kjörtímabilsins. Má í því sam bandi nefna hitaveitufram- kvæmdir o. fl. Þessar áætlan- ir byggjast að mestu leyti á þeim breytingum, sem orðið hafa á efnahagskcrfi landsins. en þær breytingar hófust með stjórn Emils Jónssonar — og þær hafa gert lántökur til nauðsynlegra framkvæmda mögulegar. Þannig, -hefur reynslan af hinum mikla sigri Sjálfstæðis- flokksins við síðustu kosning- ar, ekki orðið á þann veg, að líklegt megi teljast að borg- ararnir telji sér hagkvæmt að endurtaka þann leik. Það er hagur borgaranna, að áhrif flokksins verði í framtíðinni ekki eins mikil og þau hafa verið. Þeim er það Ijóst, að hann þarf að hafa aðhald ann- ars staðar frá. Það hefur og reynslan sýnt, að slíkt aðhald er óhugsandi frá kommúnist- um eða Framsókn. Reynslan af samstarfi Alþýðuflokksins; og Sjálfstæðisflokksins í rík- isstjórninni hefur reynzt goð. Þó að margt beri á milli hef- ur orkunni fyrst og fremst verið beint að brýnustu nauð synjamálunum — og árangur- inn er hverjum manni ljós. Alþýðuflokkurinn mun í borgarstjórn beita orku sinni til framkvæmda á eftirtöldum stórmálum fyrst og fremst: ★ Að tryggja öryggi atvinnu- veganna í borginni, og leggja þá mikla áherzlu á að búa vel að iðnaðinum, sem fyrir er og efla menn til þess að setja á stofn nýjan iðnað. Að bæta aðstöðu sjávarút- vegsins og þá fyrst og fremst með því að full- komna núverandi höfn, en einnig að hraða, eins og / hægt er, að staðsetja og á- kveða byggingu nýrrar hafnar. Að auka gatnagerð í bæn- um. Borgarstjórnin þarf að taka það mál til gagn- gerðrar endurskoðunar — og setja sér það mark, að efna til stórframkvæmda á þvi sviði. Að borgarstjórnin láti semja áætlun með hliðsjón af þeirri framkvæmda- áætlun, sem ríkisstjómin hefur með höndum, og á sú framkvæmdaáætlun borg arinnar að gilda fyrir nokk- ur ár fram í tímann. — Þetta eru aðalatriðin, en að öðru leyti mun stefnu- skrá Alþýðuflokksins verða birt í AlþýðublaðinU næstu daga.“ L m ■vbk asmt m r.m i og var jafnvel frost á köflum. En ef tíðin verður skapleg ætti vinnsla að geta hafizt hjá grasmjölsverk- smiðjunni eftir þrjár vikur. Erfið lega hefur gengið með herfingu hjá henni þó að það standi nú tli bóta. Undirbúningur er í fullum gangi, farið er að bera á og staðsetja tæki fyrir nokunina. Hjá grasmjöls verksmiðjunni vinna 10-20 manns, en 3-4 á veturna.. — Þ.S. AburðarfhitnEng- ar ganga illa Hvolsvelli 4. maí ÁBURÐARFLUTNINGAR ganga illa, og vegir í sýslunni eru slæmir. Fá vörubifreiðar ekki að flytja hámarksþunga af áburði. Tún eru farin að grænka. Hjá grasmjölsverksmiðjunni hefur gengið erfiðlega með herfingu, en það stendur þó til bóta. Fljótshlíðarvegurinn er slæmur og erfiður stórum bílum, hvað þá litlum, en hins vegar er vegurinn frá Hvolsvelli til Víkur í Mýrdal 6æmilegur. Vegna þess hve vegir eru slæmir hefur vegamálastjórnin ekki viljað leyfa bílum að flytja hámarks- þunga. Þannig fá bílar, sem geta flutt 8 tonn, ekki að flytja nema 3 tonn. Bændur voru búnir að fá nokkuð af áburði áður, en þeir þurfa mikið magn og helzt að fá óburðinum jafnóðum vegna húsnæðisleysis. Meðalbóndi mun þurfa 300 poka af áburði á ári en stærri bændur margfalt meira. í morgun kólnaði nokkuð í veðri syningu JÓN Jónsson, málarameistari, Iiefur opnað myndlistarsýningu í Ásgrímssafni við Freyjugötu. Sýningin er opnuð klukkan 2 í dag, -og verður opin fram í miðjan þennan mánuð. Þetta er tilkynningin, sem kemur í blöðunum, og fólk veitir lienni ef til vill ekki neina sérstaka athygli. Það heita margir Jón Jónsson, og það eru margir, sem sýna. En hér er um að ræða talsvert sérstakan Jón Jónsson, og þess vegna sendi Alþýðublaðið bæði Ijósmynd- ara og blaðamann til að hafa tal af Jóni, þegar hann var að ganga frá uppsetningu sýning- arinnar í gær. — Já, ég er bróðir Ásgríms Jónssonar. Hann er mikill lista- maður, — það verð ég að segja, þótt hann sé bróðir minn, og sumum kunni að finnast óvið- eigandi að hæla manni sér skyldum. — Þetta er fyrsta sjálfstæða sýningin yðar? — Já, en ég hef sýnt með öðr- um mokkrum sinúum. — Og þér lærðuð við kúnst- akademíuna eins og Ásgrímur? — Já, ég var þar þrjá vetur og var þá alveg búinn að fá nóg. Ekki þannig, að mér lík- aði illa við Danina. Nei, ég hafði ekkert nema gott af þeim að segja, vann svolítið hjá þeim við húsamálun, og þeir vildu meira að segja hafa mig Ieng- ur. — Þér eruð málarameistari að atvinnu? — Já, ég er titlaður sem það í símaskránni. — Hvers vegna hafið þér ekki sýnt fyrr? (Jón Jónsson er rúmlega sjötugur). — Nú, ég málaði þetta mest fyrir sjálfan mig. En svo var það Ásgrímur, sem var sífellt að hvetja mig. Hann uppörvaði mig afskaplega mikiff og sagði oft: „Hvernig er það, — ertu ekki að mála?” „Hvað hefurðu málað núna?” Svona hélt hann áfram. Ég lærði mikið hjá Ás- grími. — Hvað varð til þess, að þér liættuð námi? Fjárskortur? — Nei, ekki beinlínís. En ég var kominn um þrítugt, þegar ég var úti, — komst ekki út fyrr, þaff var ekki svo hægt mn vsk, stríðið sá um það. Svo kom spánska veikin og þá fór ég ekki heldur. Ég fór loks 1919. Þegar ég kom lieim lá á að fara að vinna. — Þá voruð þér löngu komn- ir hingað suður? - Já, ég kom 1906. Þá var ég rétt rúmlega fermdur. Ég var feginn að komast hingað. Ég harfði alltaf í vestur frá Rút- staða-Suðurkoti, í Flóa. Þar er ég fæddur. — Og svo fóruð þér að mála húsin, þegar þér komuð frá listanáminu í Höfn? — Já, og svo festist maður í þessu. Það er ekki svo gott að losa sig úr atvinnunni og fara að mála eitthvað annað. Maff- ur er cins og lilekkur í keffju, og þaff er ekki auðvelt að losa einn hlekk nema þá að höggva á hann. — Eru allar myndirnar hér til sölu? — Já, nema þrjár. Tvær eru seldar. Maðurinn sem hengdi hérna upp með mér, keyptl þær. Hin þriðja er af föffur mínum. Ég vil ekki selja hana. — Það eru nokkrar gamlar myndir hérna? — Já, sú elzta er frá 1914. — Þaff er Útsýn frá Laugavegi 24, þar sem nú er verzlunin Fálk- inn. — En myndin af unga drengn um? Það er ekkert verð á henni! — Ég kinoka mér viff aff selja hana. Hún er af syni Eiríks bónda á Ytri-Görðum í Staffar- svæit. Ég málaði hana - fyrir löngu. Hún hefur þótt góð þessi mynd. Og þarna er ein frá Þingvöllum. Ásgrímur hefur oft málað þetta mótív og fleiri málarar, en ég á heiðurinn af því að finna það. Nú, þarna er ein gömul frá Siglufirði, en fleiri eru nýjar. Mér hefur gef- izt meira tóm til þess aff mála á síðari árum en fyrr. En mér hef ur alltaf fundizt eitthvað vanta í tilveruna, ef ég er ekki meff eitthvað á grindunum. Washington, 4. maí. (NTB-Reuter). TALSMAÐUR sendiráðs Arab- íska Sambandslýðveldisins í Wash- ington neitaffi staðfastlega í dag þeim orðrómi, að Nasser hefffi ver- ið sýnt banatilræði. ALÞÝOUBLAÐIÐ - 6. maí 1962 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.