Alþýðublaðið - 06.05.1962, Síða 16

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Síða 16
ft ÞESSI mynd er tekin om borö í Óðni skömmu áður en þyrlan hóf sig til flugs til að sækja danska verk- frafe3úig;inn. Bandaríkja- tnéunirnir eru að búa hama tíl flugtaks. (Ljósm. Bagnar Snæfells, en liann tók einn. ig myndjna, sém ér á for- síðú). IvIvXv.vW'.;:. DÓMSMÁLAKÁÐUNEYTimT barst í gær bréf frá austur-þýzku flóttamönnunum tveim, þar sem þeir biðja um landvistarleyfi sem #»ólitískir flóttamenn. Þeir munu þó'. tanan tíðar fara til V-Þýzka- lands. Blaðið ræddi við ráðuneytið í gær, og fékk þær upplýsingar, að leyfið yxði þegar veitt. Austur-þýzka rannsóknarskiaið Eisenach, sem mennirnir flúðu af, var enn í Hafnarfirði um hádegið í gær. fær U MOSKVA, 5. maí (NTB-Keuter) Blað rússneska kommúnistaflokks- Jns, „Pravda“ hélt í dag upp á 50 ára afmæli sitt með því að gefa uí átta síðu blað, sem er mjög ejaídgæfí. Venjuiega er biaðið fjórar eða sex síður. Pravda, sem í gær fékk Lenín- ortJuna fyrir frábæra þjónustu I þSgu kommúnismanns, birti í dag margar heillaóskir, þar á meðal frá Gagarin geimfara og Castro írá Kúbu. " ! flfl íTóbak tekið f Lahgjökli , VI® leit, sem tollgæzlan . géíðif í Lángjökli í Reykja- víkurhöfn sl. fimmtudag, fundust sígarettur, er skip- verji nokkur ætlaði að fimygla í land. Samkvæmt upþlýsingum -tollgæzlunnar var hér um 25 , kartpn. af sígarettum að ræða.. Einn sldpverja á Lang ’ jökli játaði, að hann ætti sígaretturnar. 43. árg. — Sunnudagur G. maí 1962 — 102. tbl. Hefia Rússar J. • # • 5 tilraunirr MOSKVA, 5. maí. (NTB-Reuter). Vestrænir fréttamenn í Moskva tolja, að Krústjov muni í dag eða á morgun gefa til kynna að hve miklu leyti Sovét- ríkin búi sig undir nýjar til- raunir með kjarnorkuvopn. Þess er vænzt, að Krústjov haldi ræðu í tilefni 50 ára af- mælis flokksblaðsins Pravda og sennilega- tala um þetta mál. Til þessa hefur ekki verið gef- ið til kynna hvenær tilraunirnar verði hafnar að nýju, en nokkr- ir vestrænir fréttamenn telja víst, að þær verði gerðar. Viðbrögð Rússa við tilraunum Bandaríkjamanna á Kyrrahafi hafa verið tiltölulega væg. Hiiis vegar er talið, að Rússar viljl fullkomna sín kjamorkuvopn og hætta ekki á neitt í því efni. Glæsilegur A-lista fagnaöur í Lidó A-LISTINN hélt glæsilegan kjósendafagnað í Lidó í fyrra- kvöld. Var mikið fjölmenni og ræður þær, er fluttar voru hlutu *njög góðar undirtektir. Ríkti mikill sóknarhugur á fagnaðin- um og spáir það góðu um úrslit- Sin fyrir Alþýðuflokkinn í kom andi borgarstjórnarkosningurn i Reykjavík. Pétíur PéSursson, formaður Aiþýðuflokksfélags Reykjavikur, fimmti maður A-listans í Reykja- vík, setti fagnaðinn og sagði nokk ur hvatningarorð. En ávörp fluttu Soffía Ingvarsdóttir, sem skipar annað sæti A-listans í Reykjavík, Björgvin Guðmundsson, fjórði maður A-listans og Eggert G. Þor steinsson alþingismaður. Soffía Ingvarsdóttir sagði, að mikill hugur væri nú í stuðnings mönnum A-listans um að gera sig ur hans sem stærstan. Hún ræddi ýmis félagsmál, er úrbóta þyrftu við í höfuðstaðnum, svo sem nauðsynina á fleiri dagheimilum og leikskólum. Sagði Soffía að auka þyrfti áhrif Alþýðuflokksins í borgarstjórn til þess að koma fram nauðsynlegum úrbótum á félagsmálum, þar eð Alþýðuflokk- urinn hefði ætíð verið skelegg- astur á sviði félagsmála- og um- bótabaráttunnar. Björgvin Guðmundsson ræddi m. a. andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins við ýmis hagsmunamál Reyk- Víkinga fyrr og síðar eins og t. d. íbúðarbyggingar bæjarstjórnar Reykjavíkur, en Sjálfstæðisflokk- urinn mátti ekki heyra það nefnt er Alþýðuflokkurinn bar fram fyrstu tillögur sínar um íbúðar- byggingar bæjarins, að bærinn færi að vasast I íbúðabyggingum, slíkt væri í verkahring einstakl- inganna. Síðar hefði Sjálfstæðis- flokkurinn snúið við blaðinu í þessu máli, eins ög svo mörgum fleiri. Hið sama hefði verið uppi á teningnum er Alþýðuflokkurinn hefði flutt sínar fyrstu tillögur um Bæjarútgerð Reykjavíkur — Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki mátt heyra það nefnt, en síðan samþykkt tillögur Alþýðuflokks- ins um það efni. Þá ræddi Björg- vin starfsemi borgarstjórnar nú og benti á margt, er betur mætti fara, t. d. vantaði ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, leiguíbúðir fyrir þá, er ekki hefðu efni á því að byggja, fleiri dagheimili og leik- skóla og úrbætur í sjúkrahúsmál- um t. d. vantaði algerlega deild fyrir geð- og taugasjúklinga, sem yrðu snöggveikir. Eina húsið, sem i slíkir sjúklingar ættu í að venda! væri Farsóttahúsið gamla, en það 1 hefði verið dæmt óhæft sem far- sóttahús og væri að sjálfsögðu enn óhæfara sem deild fyrir tauga- og geðsjúklinga. Björgvin sagði, að aukin álirif Alþýðu- flokksins i borgarstjóm yrðu á- reiðanlega til góðs á sama hátt og aukin áhrif Alþýðuflokksins á landsstjórnina hefðu haft farsæl áhrif. Síðasta ávarpið flutti Egg- ert G. Þorsteinsson aiþingismað- ur og hvatti hann stuðningsmenn A-listans til þess að starfa vel fram að kosningum. Þá voru nokkur skemmtiatriði og dansað til kl. 1. TRELLU STOLIÐ TRILLUBAT var stolið úr Reykja- víkurhöfn í fyrrinótt. Bátur þessl lá við ból við Norðurgarö, og mnn honnm hafa verið stolið eftir kl. 11 í fyrrakvöld. Báturinn er eitt tonn að stærð, rauður að neðan og ljósgrár að ofan. í honum er benzínvél, og var geymirinn fullur af benzíni. Eigandi kom að bátnum kl. 11 í fyrrakvöld, jós hann og gekk að öðru Ieiti frá honum. í gærmorg- un ér hann ætlaði í róður, var báturinn horfinn og var hans leit- að í gærdag, en án árangurs. Þá var í fyrrinótt brotinn gluggi í. Radíóbúðinni við Klapp- arstíg 26, og stolið Philips-bíl- viðtæki. Þjófurinn hafði kastað steini í sýningarglugga verzlunar- innar, og í gegnum gatið náði hann í tækið. í fyrrinótt var einnig brotizt inn í Fiskhöllina, og þaðan stolið m. a. hákarli o. fl. Fréttir utan af landi: Áin gróf und- an stölpanum Blönduósi, 5. maí. Svartá hefur grafið undan vestari brúarstöpli yfir ána, svo að nú er ófær vegurinn milli Svartárdals og Blönduóss í Húna- vatnssýslu. Bílar, sem vilja aka Svínvetningabraut og yfir Blöndu brú geta því ekki komizt norð- ur, þar eð Svartárbrú er þar á veginum. Svartá rennur í Blöndu, sem nýlega ruddi sig með miklum vatnagangi og vorhlaup Svartar grófu undan brúnni, eins og áð- ur er sagt. — G. H. Flateyri, 5. maí. Mikið fjör er í skemmtana- lífi á Vestfjörðuin nú þessa dag- ana. AHs staðar er komið upp leikritum og standa að þeirri starf semi mörg félög. — H. H. HtMtMWWWMMMtWWMM Félagsfundur S.R. í dag ALMENNUR félagsfundur verður í Sjómannafélagi Reykjavíkur í dag klukkan 1,30 eftir hádegi í Iðnó, niðri. Rætt verður um húsa kaup félagsins, Karlsefnis- málið og fleira. Sjómannafé- lagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.