Alþýðublaðið - 06.05.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Blaðsíða 12
LEMMY ■ . v ':T; '•h*í JB$ FORST&R ABSOUIT ittKNTim af oer Hiie Ég skil alls ekki neitt í þessu! Það leit út fyrir að þér vissuð allt um þetta. Hvenær komust þér að því, að Colter er svindlari? Fyrir fimm mínútum, — og þegar Hick- man fór svo að skjóta á yður var ekki vandi að legrgja saman tvo og tvo. Allt í lagi. Það stendur víst ekki á mér að vanmeta yður og þér sneruð laglega á skálk inn. En hvenig náum við nú í Colter, áður en hann strýkur. KRULLi FYflfR-tlTLÁ FÓLKiÐ GRANNARNIR Sagan af Gunnu og gömlu ömmu í kofanum „Mér þykir voða gaman að þeirri sögu‘„ sagði amma og kinkaði kolli, gömlu augun ljómuðu af tilhlökkun. „Svona byrjaðu nú, og mundu nú að segja mér hana alla og skilja ekkert eftir“. Gunna settist niður við rúmið og tók í aðra litlu, grönnu höndina hennar ömmu, þar sem hún lá á rekkjuvoðinni. Svo hyrjaði hún. „Einu sinni fyrir langa löngu var risi og hann var með þrjú höfuð og hann lifði í koparhöll“. „Já“, sagði amma gamla. Það varð dálítil þögn og svo spurði hún: „Er sagan búin, Gunna?“ „Já, amma“. „Öll?“ • „Hvert einasta orð“. „Skildir þú ekkert eftir?“ „Ekki hið minnsta“. „Þetta var góð saga“, sagði amma. „Syngdu nú fyrir mig svo að ég sofni“. Og Gunna söng vísu, sem amma gamla (sem Það var alveg rétt, — ég gleymdi alveg að segja frá því, — þau hringdu og afþökkuðu boðið. Þau eru öll með influenzu ... reyndar var hún langamma hennar) hafði oft sungið fyrir son sinn og sonar-son sinn, sem var faðir Gunnu. Og langamma ömmu hafði sungið hana fyrir dóttur sína og hana sjálfa, þegar hún var smá angi, og sú langamma mundi vísuna cins og amma hennar hafði sungið hana, en vísan hafði verið gerð fyrir hana. Uss, uss, uss. LOGFRÆÐI Framhald af 7. síðu. mann nokkurn í miðbænum hér í Reykjavík. Svo lirottalega var handtakan framkvæmd, að vinstri handleggur mannsins brotnaði svo illa, að hann varð að liggja á sjúkrahúsi í nærfellt tvo mánuði. Hæstiréttur áleit handtökuna út af fyrir sig ekki ámælisverða, cn hins hefðu lög- reglumennirnir tekið manninn of hörðum tökum, en síðan segir rétturinn orðrétt: „Réttlátt þykir og eðlilegt, að þjóðfélagið beri óbyrgð á mistökum sem þessum að því leyti, sem þau teljast op- inberum starfsmönnum til ó- gætni, en vefða ekki rakin til háttsemi' þess aðila, sem tjónið bíður. Virðist sú meðferð máls og leiða til aukins öryggis þjóð- félagsþegnum og miða til varn- aðar”. Þessi dómur er gagnmerkur, þar sem Hæstiréttur dæmir rík- issjóð til fébótagreiðslu án sér- stakrar lagaheimildar eða sér- stakrar lögskýringar. Það væi’i freistandi að rekja niðurstöður fleiri dónia Hæsta- réttar, m. a. sýknudóma, en rúm leýsi kemur í veg fyrir slíkt. Full yrða má þó, að á síðustu áratug- um hefur gætt aukins frjálslynd- is hjá Hæstarétti í þeim efnum, að leggja fébótaábyrgð á ríkis- sjóð og aðra opinbera aðila. Einnig má benda á afstöðu lög- gjafans með samanburði á lögum nr. 27/1951 og lögum nr. 28/1893, en á þessi lög hefur áður verið minnzt. Sá samanburður miðar í sömu átt. Á norrænu lögfræðingamóti árið 1931 taldi Einar Arnórsson hæpið, að hið opinbera bæri al- mennt fébótaábyrgð vegna ólög- mætra embættisathafna án laga- heimilda. Líklegt er, að þessi skoðun prófessors Einars hafi verið rétt á þeim tíma. Með til- vísunar til réttarþróunarinnar siðar, myndi mjög vafasamt að halda þessari skoðun fram í dag. En þrátt fyrir þessar hugleið- ingar er það staðreynd, að ís- lendingar standa andpænis því vandamáli, að allt er í óvissu um réttarstöðu ríkisins og þjóðfé- lagsþegnanna í þessum efnum, því að engin föst fébótaregla hef ur verið lögfest hér á landi, og af úrlausnum dómstólanna er hæpið að draga almenna reglu. Til þess fjalla dómarnir um of sundurlaus viðfangsefni og sér- stæð. Á vegum Norðurlandaráðsins hefur mál þetta verið rætt, því að það virðist vefjast fyrir fleir- um en íslendingum. Væri vel, ef jókvæður árangur næðist þar í samstarfi norrænna þjóða. Hæstaréttardómari Gizur Berg steinsson ritaði stórmerka rit- gerð um framangreint efni árið 1940. í upphafi ritgerðarinnar fórust dómaranum orð á þessa leið: „Úrlausn þess. hvernig háttað sé fébótaábyrgð ríkisins á sviði opinberrar sýslu og gerðum opinberra starfsmanna, er eitt af mestu vafaati'iðum lögfræðinn- ar”. Enda þótt mikið vatn hafl runnið til sjávar frá árinu 1940, einnig á sviði lögfræðinnar, þá virðast orð hæstaréttardómar- ans eiga enn þá við. Hér er um að tefla viðfangsefni, sem krefst rækilegrar rannsóknar og úr- iausnar á einlivern hátt. Slík við leitni er í senn í þágu op- inberra hagsmuna og einkahags- muna. 12 6- maí 1962 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.