Alþýðublaðið - 06.05.1962, Page 3

Alþýðublaðið - 06.05.1962, Page 3
✓ „A morgun er mánudagur" VEGNA fjölda áskorana verður leikrit Halldórs Þor- steinssonar „Á morgun er mánudagur" lesið af sviði í Tjarnarbæ annað kvöld, mánudagskvöld kl. 8.30 á veg um leikfélagsins Grímu. Leikritið hefur verið tals vert umdeilt en þetta upp lestrarform hefur gefizt vel og margir haft gaman af því. Myndin sýnir leikarana eins og þeir koma fram við upplestur leikritsins. — í kvöld sýnir Gríma „Bieder- man og brennuvargana“ í Tjarnarbæ í síðasta sinn. tWWM* *^v>»WMW*WM«WW U THANT í SVÍÞJÓÐ Stokkhólmur, 5. maí. U Thant, aðalframkvæmda- stjóri SÞ kom í dag til Svíþjóð- ar í þriggja daga heimsókn. — Hann mun m. a. hitta Erlandcr forsætisráðherra að máli og leggja blómsveig á grafreit Dags Hammarskjölds í Uppsölum. Síðdegis í dag situr U Thant veizlu stjómarinnar. Hann verður í Uppsölum allan sunnudag, — ræðir m. a. við stúdenta og skoð- ar gamla bæjarhlutann. Sjálfsbjörg heldur Bingó SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík heldur BINGÓ í Ilá- skólabíó í kvöld 6. maí kl. 9. til ágóða fyrir starfsemi sína. Stjórnandi verður hinn lands- kunni leikari Gunnar Eyjólfsson. Spilaðar verða 12 umferðir og af vinningum. sem allir eru nytsöm heimilistæki, má nefna t. d. sófa- sett, ísskáp, segulband tauþurrk- ara, hrærivél og ryksugu. iVIeðal aukavinninga verða: armbandsúr, myndavél og fleira. Aðgangur er kr. 15.00 og hvert bingóspjald kr. 35,00. Sjálfsbjörg er ungt, og vaxandi félag, en skortir tilfinnanlega fé til starfsemi sinnar. Allir velunn- arar félagsins ættu að fjölmenna í Háskólabíó I kvöld og styrkja félagið um leið og þetr skemmta sér við bingóspil og hnittiyrði Gunnars Eyjólfssonar. Framh. af 1. síðu fyrir Freia/Marabou samsteyp- una, þ.e.a.s. Thorne-Holet, sem erj stjórnarformaður bæði í Freia og Marabou, og núverandi forstjóri | Marabou, Svíinn Lars Anderfelt, sem einnig verður forstjóri hins nýja félags. Það kom í ljós í blaðaviðtali við Throne-IIoIst, aö JVestlé hefði — áður en samningurinn var gerður — haft I huga að byggja fiskvinnsluver I Bretlandi, er byggði á hráefni úr togurum. Þá gat forstjórinn þess, að hin mikla verksmiðja Findus í Hammerfest yrði nú, eins konar „móðurskip“ meðal verksmiðja samsteypunnar, en sú verksmiðja er nú starfrækt með aðeins 2/3 af mestu mögu- legum afköstum, en vinnur þó úr 25.000 tonnum af fiski á ári. Hún verður nú rekin með fullum af- köstum. Forstjórinn gat þess enn fremur, að hið nýja fyrirtæki hefði í hyggju að leggja um GOO milljónir króna um 3,6 millj- arða ísl. króna) í framleiðslu og sölu djúpfrystra vara. Þess skal getið, að fiskur var aðeins þriðjungur af djúpfryst- um vörum Findus 1961, en þá framleiddi félagið og seldi 30.000 tonn af djúpfrystum matvælum. Neyzla djúpfrystra matvæla í Ev- rópu er nú aðeins um 1 kg. á mann á ári, á móti 14 kg. í Banda rílcjunum. Er gert ráð fyrir, að á næstu 10 árum muni neyzlan í Evrópu þre- til fimm-faldast. Skandinavíska hlutaféð í hinu nýja fyrirtæki verður um 20% og hefur sænska stjórnin þegar gefið samþykki sitt fyrir aðild, en norska stjórnin hefur enn ekki tekið afstöðu. Mun verða farið fram á, að 8 milljónir norski-a króna fáist yfirfærðar til hins nýja félags, en það er hlutarfjár- upphæð Freia og Maraþou í Findus. Það kom fram í fyrrnefndu við tali, að það var Ncstlé, sem átti upptökin að stofnun hins nýja fyrirtækis. Þess má geta, að Nest-| lé er mjög stórt fyrirtæki, eittl hið stærsta í heimi. Það á 200 verk smiðjur og hefur um 75.000 manns í þjónustu sinni. Sölukerfi þess nær um allan heim. Þáð á þegar dótturfélag í Noregi, De Norske Melkefabrikker, og framleiðir þar súkkulaði, Nescafé, Maggisúpur o.s.frv. Loks er tekið fram,= að engin breyting verði á starfsömi Findus í Noregi eða annars' staðar á Norðurlöndum, og Freía mun á- fram hafa söluumboð fyrirtækisins þar, og norska Findus mun starfa áfram sem fyrr. ÓÐINN KOM... Framhald af 1. síðu. upp undir ísinn á föstudagsmorg- un í birtingu. Þyrlan lagði af stað inn á ísinn klukkan 9.20 og var komin aftur um liádegi. Stór radar-flugvél af Keflavíkurflugvelli var þyrlunni til hjálpar, en erfiðlega ætlaði að ganga að finna stöðina. Er þangað kom, gat sjúklingurinn gengið að þyrlunni og leið honum sæmilega. Lcndingar og flugtak gekk vel, og lagði Óðinn af stað til Reykja víkur klukkan 1 og var réttan sól- arhring á leiðinni, 400 mílur. Var gott veður alla leiðina, og leið Dananum vel. Með í ferðinni voru 7 banda- ríkjamenn, þar af tveir læknar, og fylgdust þeir með líðan sjúkl ingsins. Voru þeir tilbúnir að skera hann upp ef þess þyrfti. Áð ur en Óðinn kom til Reykjavíkur voru tvisvar gerðar tilraunir að fljúga með sjúklinginn til lands, en það var ekki hægt vegna veð- urs. Hafði lendingarleyfi verið fengið á Landsspítalatúninu. Óðinn fer aftur út í kvöld. Bráðabirgða- ogin vitc - Greinargerð verkfr æðinga vegna nýju gjaldskrárinnar BLAÐINU hefur borizt grein- argerð og fundarályktun frá fundi verkfræðinga, þar sem harð lega er mótmælt og rök færð gegn rangindum í bráðabirgða- lögura þeim, er sett voru 2. maí á þeim forsendum, að verkfræð- ingar hefðu með nýrri gjaldskrá hækkað laun sín um allt að 320%. Hér á eftir verða birt fáein. atriði úr greinargerð verkfræð- inganna, og að lokum ályktun fundarins í heild. Verkfræðingar telja, að í for- sendum fyrir hinum nýju bráða- birgðalögum sé m. a. ruglað sam- an þóknun og launum. Auk þess sé villandi skýrt frá hækkunum samkvæmt hinni nýju gjaldskrá, þar sem að hin 320% hækkun nái einungis til verkfræðinga sem reka eigin rannsóknarstof- ur, og sé þá mikill hluti hækk- unarinnar beinlínis vegna mik- ils tilkostnaðar. Auk þess er á það bent, að bandarískir verkfræð ingar hafi starfað hér að verk- efnum, sem að íslenzkir hefðu verið fullfærir um, fyrir allt að 1075 kr. á klst. en næsti taxti ís- lenzkra verkfræðinga er 350 kr. á tímann. Hér er svo ályktun fundarins: „Fundur í Verkfræðingafélagi íslands lialdinn í 1. kennslustofu Háskólans föstudaginn 4. maí mótmælir harðlega bráðabirgða- lögunum frá 2. maí þ.á., um há- marksþóknun fyrir verkfræði störf, og krefst þess, að þau verði numin úr gildi. Fundurinn mótmælir forsend- um laganna sem röngum og vítir rangfærslur þær, sem þar eru hafðar í frammi. Fundurinn telur setningu þess ara laga furðulega móðgun við íslenzka verkfræðinga og van- mat á hæfni þeirra, þar sem vit- að er að íslenzka ríkið kaupir erlenda verkfræðiþjónustu fyrir þrefalt það verð, sem hin nýja gjaldskrá Verkfræðingafélags ís- iands gerir ráð fyrir. wwwwwwwwHvwwwwwm || Smygluðu || | sokkarnir || |i VEGNA fréttar okkar í <• J1 gær um nælonsokkasmygl J í !; og dreifingu smyglvörunn- J> j; ar, hefur blaðið verið beð- j > jí ið að geta þess, að sá, sem j; <: staðinn var að sölu sokk- ;J !: anna, sé ekki og hafi aldr- j i í; ei verið meðlimur í Félagi I; j; ísl. stórkaupmanna. Maður- j[ J; inn er ungur að árum og ; J !! hefur lítið fengist við j j !; verzlun. !; MWMMWWMMMMMWIHHW Fundurinn varar alvarlega við þeirri braut, sem hér er haldið inn á. Kunnátta íslenzkra verk- fræðinga er gjaldgeng hvar sem er, og óliugsandi er þvi með öllu að tii langframa verði unnt aS halda verðlagi á íslenzkri verk- fræðiþjónustu langt neðan vlð það, sem tíðkast annars staðar. Bendir fundurinn á, að það skilningsleysi stjórnarvalda á mikilvægi verkfræðiþjónustu, sem bráðabirgðalög þessi bera vitni um, muni smám samajt íeiða af sér afturkipp eða stöðn- un í tækniþróun hér á landi, — þjóðinni til óbætanlegs tjóns. AlþýSuflokks- félagar Utankjörstaðakjör UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er hafin. Þeir, sem ekki verða heima á kjördegi, geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfúgetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt a<S kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum sem tala ís- Icnzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGASKÓLA. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-12, 2-6 og 8-10. Sunnudaga kl. 2-6. REYKJAVÍK Kosningaskrifstofa Alþýðuflokks ins í Reykjavík er í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. Símar 15020, 16724 og 19570. Skrifstofan er op- in alla virka daga kl. 9-22. Álþýðu flokksfólk er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og veita upplýsingar, er að gagni mega koma. Einkum er mikilvæg vitn- eskja um þá kjósendur, er eiga að kjósa utankjörstaðakosningu, — jafnt þá, sem dvelja nú erlendis eða verða ytra á kjördag og hina, sem flutzt hafa milli byggðarlaga innanlands. — Kjósendur Al- þýðuflokksins eru hvattir til að ganga úr skugga um sem fyrst hvort þeir eru á kjörskrá eður ei með því að hafa samband við skrifstofuna. ★ IIVERFISSTJÓRAR eru minnt- ir á fundinn n. k. mánudagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. KEFLAVÍK ★ KOSNIN G ÁSKRIFSTOFA A- listans er að Ilafnargötu 62. Hún er opin klukkan 2—6 og 8—10 síð- dcgis. Sími 1850. Allt Alþýðuflokksfólk og aðrlr stuðningsmenn listans eru beðnlr að gefa sig fram til starfa. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. maí 1962 3 f. m

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.