Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 7

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 7
199 vegur þess nú eflaust orðinn annar en hann þá var. Höfnin er orðin full af sandi og því nær af, en þar eru nú á siðari tímum komin baðhús mörg, og mikil aðsókn að þeim. þar er gömul kirkja, mikið hús og einkennilegt, og hið eina á þeim stað, er minnir menn á fyrri daga. í þeirri höfn var nú allur skipafloti Vilhjálms saman kominn; liðið var i herbúðum um hálsana þar fyrir ofan og beið þess, að byrinn kæmi til að bera skipin norður yfir sundið. það er fagurt útsýni ofan af þessum hálsum. Til vesturs er landið flatt þangað til hæðir og hálsar taka við. Neðan undir hálsum þeim, er herbúðirnar stóðu, rann Dives í mörgum bugðum, var Dives þá vatnsmeiri en nú. Skammt fyrir vestan Dives rennur á sú, er Orne heitir, fram hjá klaustrinu við Caen, er þá var í smiðum. í land- norðri sjást klettarnir við Signu. Eftir þvi fljóti höfðu forfeður Vilhjálms einatt farið, og sýnt borgunum á Signu bökkum í tvo heima. Vilhjálmur beið lengi sunnanvindarins, eins og nafni hans beið austan vindarins mörgum öldum seinna, er hann einnig átti leið til Englands1. Flotinn lá fjór- ar vikur í Dives-ósi og komst eigi út, og lofa allir, er um það hafa ritað, þá góðu stjórn er Vilhjálmur hafði á mönnum sínum, eins og þeir voru ófúsir að sitja jafn lengi aðgíörðalausir á sama stað. Hertoginn galt hverjum manni fullan mála í ákveðinn tíma, og vistir lét hann þá eigi skorta. Enginn maður mátti fara með ráni eða gripdeildum, og þessu var strang- lega fylgt. Bygðamenn þar umhverfis fóru allra sinna ferða í næði, eins og ekki væri her í nánd, kvikfén- aður gekk ómakslaus um hagana, og kornið óx og I) Vilhjálmur III. fór árið 1688 frá Hollandi til þess að taka ríki á Englandi eftir tengdaföður sinn Jakob annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.