Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 23

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 23
215 náfrændur íbúanna i Vessex og' Austur-Angeln. Sumt af liði þessu hafði höggvopn, sumt hafði boga og örvar; allir voru þeir fótgangandi, flestir hlífarlausir, í treyj- um með hettur á höfði; en nokkrir voru búnir eins og meginþorri liðsmanna, bæði Vilhjálms manna og Har- aldar, höfðu hringabrynjur, er náðu ofan að knjám og fram á olboga, og uppmjóan hjálm á höfði með nef- björg á. Hestar riddaranna höfðu þá engar hlífar, þó svo yrði seinna. Riddarar báru hringabrynjur, hjálm á höfði, skildi síða, og löng spjót, er menn héldu á lofti en eigi undir hendi sér, eins og seinna varð. f>egar í höggorustu var gengið, höfðu þeir sverð, en axir höfðu Normenn ekki að vopni. f»að voru að eins tveir menn, segir sagan, í liði Vilhjálms, er höfðu járnkylfur að vopni. Kylfan var rétt nefnd voðaverkfæri. Annar þeirra var Vilhjálmur hertogi. Um hann er það sagt, og eflaust ekki orðum aukið, að um hans daga hafi enginn riddari í Norðurálfu verið honum hugprúðari, eður sterkari að afli. Enginn maður gat dregið ör fyrir odd á boga hans. þ>ann dag, sem orustan varð við Hastings, hafði hann kylfu að vopni, en hvorki sverð eða spjót. Með kylfunni einni þóttist hann geta mætt exi Haraldar. Um hálsinn bar hann töframen. Hinn maðurinn, sem kylfu hafði, var Otto biskup af Bayeux, hálfbróðir Vilhjálms. Hann reið á aðra hönd bróður sínum, og var hinn mesti orustumaður. Hann vildi eigi hella út blóði nokkurs manns með sverði eða spjóti, því að það var á móti kirkjunnar lögum, en að molbrjóta hjálma og höfuðskeljar með kylfu- höggum, það þótti honum alls eigi gagnstætt lögum kirkjunnar eða sinu kennimannlega embætti. þ>eir bræður voru í miðjum hernum, og Róbert bróðir þeirra með þeim; hann átti lendur miklar á Bretagne, og varð síðan jarl yfir Cornwall á Englandi. Með þeim bræðrum sóktu fram riddarasveitir Normanna. Riddar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.