Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 31

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.10.1884, Blaðsíða 31
223 hefir síðan verið byggt á. Alt til hans daga höfðu Englendingar verið sundurþykkir sín í milli, hver sveit- in að kalla upp á móti annari, og landið jafnaðarlega sætt árásum af útlendum þjóðum. En með Vilhjálmi hefst á Englandi hið volduga ríki, er vex út yfir ír- land og Skotland, þegar fram liðu tímar, og enskar nýlendur rísa á fætur hér og hvar um allar heimsálf- ur. Norrænir víkingar hætta alveg árásum á England, þegar Vilhjálmur er orðinn þar fastur í sessi. Fyrir daga hans hafði England verið eins og eitt sér og utan við almenn málefni Norðurálfunnar. En á hans stjórnarárum dregst það inn í málefni meginlands- þjóðanna; hin enska þjóð gjörist umsvifamikil, og kemur þá einatt til aflrauna með þeim nábúunum, Englum og Frökkum. Aður höfðu Englands konúng- ar því nær aldrei gjört samninga við annara þjóða konúnga, eða fengið sér drotningar af meginlandi; en nú lærðu Englendingar af Normönnum af hafa alls- konar samblendi við allar þjóðir í Norðurálfu. Verzlun höfðu Englendingar áður átt eingöngu við þjóðverja, nú varð sú breyting á því, að verzlunin varð mest milli Englendinga og kaupstaðanna á Nor- mandíi. Ollu fór að fara fram á Englandi: hús voru þar áður lítil og lág og flest af viði einum, nú urðu þau öllstærri, skrautlegri og af steini gjörð ; akuryrkju fór stórum fram, og efni manna vaxandi; nýtt og nyt- samlegt skipulag komst á ýmisleg þjóðmálefni (t. a. m. kviðdómar), er aðrar þjóðir hafa síðan tekið í lög hjá sér. Vísindi og fagrar listir tóku framförum, enda studdu eftirmenn Vilhjálms rækilega að því, að afreks- verk konúnganna og helztu viðburðir innanlands yrði ritað á bækur. Loks má geta þess, að sigur og yfirráð Nor- manna höfðu hin mestu áhrif á túngumál Englendinga. Áður en Vilhjálmur vann England var þar töluð túnga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.