Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1897, Side 15
95 Tobíasi var líka orðin fu.ll alvara. »Hann á bæði kotið og kofana.« Þá varð Marta Malvína uppvæg. »Heyrðu nú Tobías! Hjá hverjum færðu mjölið og síldina ofan í okkur? . . . Hjá hverjum, kaupmanninum eða hreppstjóranum? Þú hundfitnar ekki af því frá hreppstjóranum, skal jeg segja þjer. Kannske við getum jetið kofaveggina?« Hún stóð eins og merk'ikerti og veifaði til þeirn handleggnum, sem barnið sat ekki á. — »Láttu hann bara ala kúna og grísina þangað til þú ert búinn hjá honum, sem lætur okkur fá allan matinn. Eða það fer eins og áður, hann tekur það bara uppí skuldina! — Það er bæði synd og skömm að svikja kaup- manninn, eins og hann hefur æfinlega reynzt okkur. Hann hefur líka hnífinn og loforð frá þjer; manstu eklti eptir þvi Tobias?« Svona sterkum rökum gat Tobías ekki mótmælt; hann horfði um hríð beint niður i gólfið. Það varð að vera svo, að kaup- maðurinn sæti í fyrirrúmi, úr því hún var svona áköf með það. En í brjósti hans sat einhver stingandi broddur . . . hreppstjór- inn átti þó kotið. Hefði Tobías aðeins vitað, þar sem hann sat og sneri húfunni sinni og braut eigin tilfinningu á bak aptur til að geðjast konunni — hefði hann þá vitað eins og var um allan kritinn og ríginn milli kaupmannsins og hreppstjórans og hvað i húfi var, ef fyr var lokið sláturstörfum hjá hreppstjóranum en kaupmannskonunni, þá hefði hann ekið öðruvísi seglum eptir vindi. En honum var ekki gefin sú list, að sjá gegnum holt og hæðir. Flóð og íjara fossuðu daglega með stríðu straumfalli út og inn um mjóa sundið hjá Kevíkinni; og út i Skeri, mitt i straum- unum stóð Gabríel gamli i fjörunni, steingrár og brimsollinn og og mændi fram á sjóinn eptir fiskinum. Um langa hrið hafði ekki orðið vart við annað en kolkrabba og blekfisk, sem sveimuðu fram og. aptur milli þangs og þara. En loksins varð þó vart við smáfisk, sem betur fór; það var þó gott i soðið handa þvi í kot- inu; og nú bjóst Tobias í fiskiróður. Það var seinasti morguninn sem hann sat á miðinu innan við sundið og dró smáfisk. Elzti sonurinn, io vetra gamall, var

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.