Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 18

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 18
98 það var síður en svo, að þar væri fjevænlegt um að litast. Eins og öllu væri nýsópað burt. . . . »Sexæringur með árum, línu og segli og öllu tilheyr- andi,« skrifaði hann í bókina. »Báturinn okkar!« — Marta Malvína hló kuldahlátur og aug- un leiptruðu, — »sem hann er sjálfur á einhversstaðar út í hafi -— — það verður nú ekkert af því að þið náið honum.« »Lögin klófesta í lengstu lög, kerli mín,« — hann skrifaði í ákafa. Lögtaksgjörðinni var lokið. Það var einsog feikna bjargi væri ljett af brjósti konunnar. Sá langvaxni ræskti sig og stóð upp; báðir vottarnir stóðu líka upp, svo tók hann pappírsblað úr stóru bókinni. Marta Malvína lagði hendurnar í kjöltu sína og hiýddi með nokkurskonar fjálgleik á það, sem hann las; auðvitað gat hún ekki til fulls áttað sig á því, fyrri en hann til frekari útskýringar og eptirtektar sagði: »Hjer með er ykkur fyrir vanskil og samningsrof byggt út af kotinu í næstu fardögum . . . Sökum þriggja ára vanskila á af- gjaldinu!« bætti hann við í byrstum róm, þegar konan steinþagði. Marta Malvína kiknaði í knjáiiðunum, hún mátti til að setjast niður á stólinn aptur. Kofagarmurinn virtist fara að líða upp í geiminn, rjett eins og þau á næsta vetfangi mættu öll sitja eptir á köldum klakanum. Hjartað barðist og titraði iíkt og i sauð, sem leiddur er að sláturtrogi. Oðru hverju skaut logandi leiptri úr augunum; hún beit fast saman tönnunum og reyndi að byrgja inni bræðina; það var enn óvist, hvort þeir tækju geiturnar. Andrjes sneri sjer undan með ungbarnið og grjet, og svo hvert af öðru. Loksins hágrjetu þau öll. Húsfreyja spratt snögglega á fætur, munnurinn varð herpings- legur, meðan hún stóð og horfði ýmist á börnin eða gestina. Þegar rauðtrefill tók blekbyttuna af borðinu, rak hún upp hvinandi kuldahlátur. »Að hverju geturðu hlegið, kerling?« Hún vildi bara vita, hvað lengi þeir gætu kvalið þau! — Hvort ekki væri til lög og rjettindi fyrir aðra en kaupmanninn og hrepp- stjórann. »Lög og rjettindi, — eru þið kannske ekki í neinni skuld?«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.