Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 67
147 þeir borga hann með ávísan á verzlunarhús í Kaupmannahöfn, ef tollheimtumenn taka það gilt, og því miður eru flestir neyddir til að gjöra það. Eins og mörgum mun kunnugt, hafa flestir íslenzkir kaupmenn umboðsmenn i útlöndum, er hjálpa þeim með kaup á útlendri vöru og sölu á íslenzkri, og hlaupa þessir umboðsmenn opt undir bagga með kaupmönnum og lána þeim fje, þegar þeim liggur á; en auðvitað gjöra þeir það ekki nema þeir fái eitthvað fyrir snúð sinn. Fyrst og fremst taka þeir alloptast 6 °/0 árlega * vexti af þeim peningum, og því næst 2 °/0 af upphæðinni í um- boðslaun Þegar nú um tolla er að ræða, mun optast fara svo, að kaup- menn verða að fá peninga að láni hjá umboðsmönnum sínum, til þess að borga þá með; því fyrir það, sem þeir kunna að hafa átt inni hjá umboðsmönnum sínum um haustið eða veturinn, kaupa þeir vörur á vorin. Þau lán, sem kaupmenn fá á vorin eða sum- rin, geta þeir ekki borgað fyr en á haustin, er þeir hafa selt vörur sínar, og má áætla, að þeir borgi vexti af af peningum þeim, er þeir fá að láni til þess að borga tolla með, í hjerumbil x/2 ár, því flestir fá vörur sínar til Islands seint i apríl, eða snemma i maí, og í stað þess að borga tolla af þeitn strax, gefa þeir út ávísanir á verzlunarhús í Kaupmannahöfn, sem svo eru borgaðar út við framvísun; en frá þeim degi, er þær eru borgaðar, verða kaup- menn þeir, sem ekki eiga nóg fje inni hjá umboðsmönnum sínum, til þess að borga þessar ávísanir, að gjalda vexti af þeim, auk þeirra umboðslauna, er umboðsmaðurinn reiknar sjer. Af þessu fyrir- komulagi leiðir, að undanfarin ár hafa bæði kaupmenn, landsjóður og landið í heild sinni tapað töluverðu fje, sem runnið hefur sumpart í vasa umboðsmanna kaupmanna erlendis, en sumpart hvergi komið niður. Tap það, er kaupmenn verða fyrir, orsakast af hinum afarháu vöxtum, er þeir verða að gjalda umboðsmönnum sínum, en tap landsjóðs af vaxtamissi af tollinum, frá þeim tíma, er tollskyldar vörur komu á land á Islandi, eða útflutningstoll- skyldar vörur eru fluttar út úr landinu, til þess tíma, er Kaup- mannahafnar-ávísanirnar eru borgaðar út, sem opt getur dregizt alllangan tíma sökum samgönguskorts; og þó i rauninni miklu lengur, því ríkissjóðurinn, sem allar slíkar ávísanir eru borgaðar inn í, geldur enga vexti af því, er landsjóður á inni hjá honum. Landsmenn tapa einnig fje við það, að meira verður að borga fyrir hinar tollskyldu vörur, en þeir þyrftu, ef vextir af tollinum 10*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.