Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 54

Eimreiðin - 01.05.1897, Síða 54
134 Hann stundum sýnist sem hvelfing há, en stundum sem kytra lítil og lág. Hann stundum sýnist sem sólin björt, hann stundum þykir sem þokan svört. Og hvert þú lítur og hvert þú fer, ej sjóndeildarhringurinn samur er. Hve skiptar mjög eru skoðanir manns. Því veldur sjóndeildarhringur hans. Og öðrum sýnist allt blitt og bjart, en hinum sýnist allt hart og svart. Þeir standa ei sjálfsagt á sama stað; og miklu getur þó munað það. Einn úti stendur og horfir hátt, hinn inni situr og lítur lágt. Og annar lítur til austurs þá, er vestrið horfir hinn annar á. Og hvor um sig þykist satt eitt sjá, og hvor urn sig rjett eitt herma frá. En hvorugur opt þann sannleik sjer, að sjóndeildarhringurinn annar er. Svo margt er sinnið sem maðurinn er, því sjóndeildarhringinn sinn á hver. Já, hver eimi maður svo margan á, að enginn reikna það maður má.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.