Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.05.1897, Qupperneq 79
159 að geta metið gildi þessara kvæði verði menn því að lesa þau á frummálinu, og þá muni menn verða að játa, að í þeim sje sannarlega fólgin mikil list. En þessi list liggi vanalega því nær eingöngu í forminu, þó til sjeu þau kvæði, sem lika að efninu til sjeu sannarlegur skáldskapur. Þegar menn þýði íslenzkar sögur á útlend mál, geri menn því bezt i að sleppa algerlega öllum vísum og kvæðum, ef menn geti ekki búið þýðing sína á þeint ( líkan búning og frumkvæðin. Slíkt kosti reyndar mikla jÆrlegu, en það megi þó takast að öllu öðru leyti en því, er kenningarnar snertir. Til þess að sýna þetta enn ljósar, hefur Mr. Craigie nú þýtt nokkrar vísur með ýmsum bragarháttum (dróttkrætt, hrynhendu, runhendu o. fl.) og fylgir í þýðingunni nákvæmlega öllum braglistarreglum (bæði með stuðla og höfuðstafi, skothendingar og aðalhendingar o. s. frv.). Eru þýðingar þessar meistaralega af hendi leystar og ritgerðin öll yfir höfuð prýðilega samin. V. G. JARÐSKJÁLFTARNIR Á ÍSLANDI 1896. Urn þá hefur verið mikið skrifað í útlendum blöðum síðastliðinn vetur, einkum hjer í Danmörku. Meðal annara hefur cand. mag. Bogi Th. Melsteð skrifað langa grein bæði um þá og jarðskjálftana 1784 í sFyens Stiftstidende« (12. og 18.—20. nóv.), sem einnig hefur prentuð verið í 11 öðrum blöðurn. Er í þeirri grein einkum fróðlegur samanburður á ástandi landsins og hag manna þá og nú. Pá hefur og dr. porvaldur Thóroddsen skrifað alllanga grein um þá í »Geografisk Tidsskrift* (XIII, 7—8) og er í þeirri grein uppdráttur af jarðskjálftasvæðinu og suðvesturhluta landsins. Þar eru og ýmsar vísindalegar athugasemdir um orsakir jarðskjálftanna. Á Þýzkalandi hefur og M. phil. C. Kúchler skrifað grein um jarðskjálftana í »Das zwanzigste Jahr- hundert« (VII, 3, bls. 258—261) og skorar hann þar fastlega á landa sína að styrkja Islendinga með fjársamskotum. —Jarðskjálftasamskotin hjer i Danmörku vóru 20. apríl orðin um 116,000 kr., en þar í er þó talið töluvert fje, sem koniið hefur frá öðrum löndum, bæði Englandi (rúm 10,000 kr.), Noregi og Þýzkalandi. V. G. UM NÝÍSLENZKAR BÓKMENNTIR hefur cand. phil. Vilhjdlmur Jónsson ritað langa og lipurt skrifaða ritgerð í »Nordisk tidsskrift« (1896) og lýsir hann þar einkurn skáldskap hinna yngri höfunda, Hannesar Hafsteins, Bertels Þorleifs- sonar, Gests Pálssonar, Einars Hjörleifssonar, Þorsteins Erlingssonar, Jónasar Jónas- sonar og Þorgils gjallanda (Jóns Stefánssonar) og skýrir allýtarlega frá efninu í ritum þeirra. Um þessa ritgerð Vilhjálms hefur aptur dr. Georg Brandes skrifað i danska blaðinu >>Politiken«, og í sama blaði iiafði hann nokkru áður (29. jan. 1897) skrifað fjöruga grein um hina dönsku þýðingu á sögum Gests Pálssonar, er vjer gátum um í fyrra (EIMR. II, 160). Hælir hann Gesti mikið sem sagna- skáldi og segir, að dr. Valtýr hafi í formála sínum fyrir þýðingunni rjett og öflug- lega tekið fram, hvað væri aðalkjarninn í sögum hans. Mest þykir honum korna til sögunnar «Vordraumur«, þó allar hinar sjeu góðar. Þannig mundu hin frægu rússnesku sagnaskáld ekkert hafa á móti, að þeim væri eignað »Tilhugalífið«. Þetta er dómur hins mesta gagnrýnings á Norðurlöndum og þó víðar sje leitað, og kveður þar nokkuð við annan tón en í Sunnanfara í fyrra, er hann minntist á sögur Gests og dóm dr. Valtýs um þær. — í þýzka tímaritið »Das 20. Jahr- hundert* (VI, 11—12, Zurich 1896) hefur og M. phil C. Kúchler skrifað langa ritgerð um > hin þrjú helztu íslenzku sagnaskáld« (Die drei Heroen der neuisldn- dischen Novellistik), en að eins tveir fyrstu kaflarnir af þeirri ritgerð eru enn komnir út, um Jónas Hallgrímsson og Jón Thóroddsen, og er í þeim mjög ýtar- jeg lýsing á sögum þeirra. Þriðji kaflinn, um Gest Pálsson, hefur ekki enn orðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.