Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1897, Side 62

Eimreiðin - 01.05.1897, Side 62
þeir fæti sínum á Garö, en nauðugir-viljugir sögðu þeir skilið við hann, þegar tók að líða að prófinu og lífið birti þeirn kröfur sinar með fáurn orðum í fullri meiningu. Ekki hvað sizt hafa íslenzkir námsmenn í út- legðinni fjarri heimkynninu og ættingjunum tekið tryggð við hann og skoðað hann sem athvarf sitt og skjól á þessu fjalllausa fróni. Eeir hafa því fremur gert það, sem fæstir þeirra hafa að ráði haft nokkur mök við Dani og kenna því öðrum fremur einstæðingsskaparins. Utangarðs eiga þeir sjer að jafnaði ekki annað athvarf en »íslendingafjelag« og •tíFjelag islenzkra stúdenta i Kaupmannahöfn«, er koma saman á mánaðar fresti. Það er gamall siður á Garði, að þeir, er eptir sitja af Garðbúum, semja nokkurs konar grafskript yfir þá, er út flytja. fetta hefur við gengizt í mörg herrans ár, og eru grafskriptirnar letraðar á bækur, sem Garðbúar varðveita eins og sjáaldur auga sins, komandi kynslóðum til eptirdæmis og viðvörunar. Er þar stundum allófyrirleitlega að orði komizt og engin dul dregin á það, er athugavert hefur þótt i dagfari manna. Jeg er hálfsmeykur um, að ef sumir gamlir Garðbúar, sem nú eru orðnir gráir fyrir hærum og skipa ýms tignarsæti í þjóðfjelag- inu, rækju augun i grafskriptina sina, þá mundu þeir hnykla brýrnar og láta sjer fátt um finnast. Éótt margir sjeu, eru þó Garðbúar ekki nema litill hluti allra stú- denta i Kaupmannahöfn. Það úir og grúir af þeim um allan bæinn. feir, sem ekki finna athvarf á Garði, eiga annars staðar höfði sinu að að halla. Par eru 3 samkunduhús (Collegia), er veita stúdentum ókeypis húsnæði, og eru þau reist af 3 prívatmönnum fyrir mörgum herrans árum siðan. Enn fremur eru þar 2 fjelög, Stúdentafjelagið (Studenter- foreningen) og Stúdentasamkundan (Studentersamfundet), sem breiða opinn faðminn á móti öllum þeim, er bera stúdentsnafn. Stúdentafjelagið er vel efnum búið og á reisulega byggingu í námunda við y>Kóngsins nýja torg«, miðdepil bæjarins. Meðlimirnir gela fengið þar ódýran miðdegis- verð og eiga auk þess aðgang að bókasafni, blöðum, fyrirlestrum og öðrurn skemmtunum og njóta þar ýmsra hlunninda. Stúdentafjelagið hefur jafnast heldur þótt bera keirn af apturhaldsstefnunni, bæði að því er snertir almenn mál og andlegar hreyfingar, og sú verður gjarnast raunin á, að flestir embættismannasynir leita þangað. Kvennstúdentar era útilokaðir frá að gerast meðlimir þess fjelags. Stúdentasamkundan gengur aptur á móti í gagnstæða stefnu. Pað er andi Georgs Brandesar og framsóknarmanna, sem hvílir þar yfir vötnunum. Pangað leita þeir, er frjálslyndastir eru og framgjarnastir medal stúdenta. Þar er stundum djarfmannlega til orða tekið gagnvart stjórninni og hennar sinnum, og ómjúk orð eru þar látin dynja yfir allt það í bókmenntanna heimi, er hinum ungu oflátungum þykir crðið gamalt og úrelt. En jafnóðum og þeir finna að berserksgangurinn í þjónustu hinna nýju umturunnarhug- mynda tekur að renna af þeim, taka þeir sjer neðan í því til að sækja i sig kjark, til að geysast fram á ný og skekja burtstöngina i hinu and- lega turnimenti. Að Stúdentasamkundunni eiga kvennstúdentar aðgangs- rjett til jafns við karlmenn. Pessar lærðu drósir kynoka sjer ekki við, ef svo ber undir, að drekka tvimennnig við fjelaga sina meðal karl- mannanna eða kveykja sjer i vindilstúf. Stúdentasamkundan nýtur mun meiri hylli hjá bæjarbúum heldur en Stúdentafjelagið, og kemur það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.