Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 9

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 9
8g fullir tveir þriöjungar landsmanna; en eflaust er það nokkuð ýkt, því eigi eru dæmi til svo mikils manndauða í sögu annarra landa. Margar ættir dóu alveg út, en flestir, sem eftir lifðu, urðu stór- ríkir vegna erfða á jörðum og lausafé, og má geta nærri. að tölu- vert rifrildi og rekistefna hafi rísið út af eignum dáinna. Eftir að Svartidauði var um garð genginn eftir tveggja ára dvöl í landinu heyrist hvérgi í sögum né annálum getið um veikina á Islandi fyr en 1496. Pá fluttist pestin aftur hingað til landsins með enskum kaupmönnum og var nefnd plágan síðari. Enginn vafi er á að þetta var sama veikin og Svartidauði, því um aðra jafnskæða landfarsótt var eigi að ræða á þeim tíma. Plágan gekk um land alt að undanskildum Vestfjörðum, og virð- ist hún eftir sögunum að dæma að hafa verið jafnskæð fyrri plág- unni, þó fólksfjöldinn hafi þá hlotið að vera miklu minni en á undan Svartadauða. — Segir svo frá í gömlum handritum, að þá er sóttin kom á land í Hafnarfirði, hafi þótt »sem fugl kæmi úr klæði bláu«. Hjátrúin stóð í mesta blóma um þær mundir. P*ar segir og að sumstaðar hafi »ungbörn sogið mæður sínar dauðar, er til var komið«, ennfremur »að konur fundust dauðar með skjólur sínar undir kúm á stöðlum, eða við keröld í búrum«. Svipað er og sagt um þá, er báru lík til grafar í þessari sem fyrri plágunni: »Pá 6 eða 7 fóru með líki til grafar, komu aðeins 3 eða 4 aftur. Hinir dóu og fóru stundum sjálfir í þær grafir, er þeir grófu öðrum«. Eftir að þessi landfarsótt var um garð gengin, spyrst aldrei framar til pestarinnar á Islandi, og væri óskandi að svo mætti haldast. Hins vegar bólaði lengi á pestinni hingað og þangað úti um Evrópu og varð hún smámsaman hinn hvimleið- asti gestur. Pað var alment máltæki, að »ekkert hræddust menn jafnt og pestinaa og var þó um margt annað ilt að velja á þeim tímum, því milli þess sem stríð og styrjaldir eyddu löndin og röskuðu ró friðsamra borgara, komu hvað eftir annað landfarsóttir af taugaveiki, bólu, skyrbjúg og fransós, auk þess sem holds- veikin, er fluzt hafði á Krossferðatímunum frá Austurlöndum, breiddist meir og meir út í öllum löndum. En alt þetta fanst mönnum smáræði hjá pestinni. Á þeitn tímum voru borgir og þorp með öðru sniði en því, sem nú tíðkast. Til varnar gegn óvinaárásum voru flestir stærri bæir umgirtir háum hringmynduðum görðum með ýmsum köstul- um. En á þessum varnargörðum voru aðeins eitt eða fáein borgar-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.