Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 11

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 11
9' margir skrifað fróðlegar greinir um veikina og meðferð hennar. Einn af þeim allramerkustu, sem skrifað hefur um pestina, er Die- merbrock, og er bók hans talin fyrirmynd annarra um það efni. Hið bezta ráð, sem hann þekkir og framar öllu öðru gefur til að komast hjá pestinni, er »skyndilegur flótti með guðsótta og sein afturkoma«, og má af því ráða að fyrir pestveika menn hafi lítið verið að græða á bókinni. Peir sem næstum eingöngu stunduðu pestsjúklingana voru rakararnir, sem á þeim tímum og lengi fram eftir fengust við allar sáralækningar, þó flestir þeirra væru harla ómentaðir. í byrjun sóttarinnar gekst vanalega bæjarstjórnin eða sérstök nefnd, sem til þess var valin, fyrir ýmsum ráðstöfunum til að hamla útbreiðslu veikinnar. Ákveðinn fjöldi af rökurum var feng- inn til að gegna hinum sjúka, og af alefli reynt að einangra hina fyrstu sjúklinga. I'eim var safnað saman í sérstökum pesthúsum og vopnaðir verðir settir við allar dyr, en nákvæmar gætur hafðar með öllum nýjum tilfellum út um bæinn. Stundum voru þá bæði læknar og rakarar svo hræddir við veikina, að enginn þeirra þorði að snerta sjúklingana nema með glófum og verkfærum, og um suma er það sagt, að þeir létu sér nægja að standa álengdar og horfa á sjúklinginn í kíki og leggja síðan ráð á hvað gjöra skyldi. Pannig kom það fyrir, að hinir einangruðu sjúklingar urðu að liggja í einni þvögu í pesthúsunum svo að kalla hjálparlausir, og var kastað inn til þeirra mat og öðru, sem þá vanhagaði um, en þegar fór að grafa í bólguhnútum þeirra, er sagt að sumir rakar- arnir hafi kastað hnífum inn til þeirra, til þess að þeir gætu sjálfir skorið í kýlin og hleypt út greftinum. Vanalega fengust þó ýmsir góðfúslega eða fyrir háa þóknun til að hagræða sjúklingunum. Bæði læknar, rakarar og aðrir, sem umgengust sjúklingana, reyndu að verjast sýkingu með því að klæðast sérstökum fötum. Voru það vanalega skósíðar vaxdúkskápur með hettu, er huldi alt höfuðið að undanteknum augunum, sem gátu horft í gegn um lítil gleraugu, er saumuð voru í hettuna að framanverðu. En á hönd- unum höfðu menn vetlinga eða glófa. Petta virtist þó ekki hafa neina þýðingu, fremur en aðrar sóttvarnarráðstafanir og veikin breiddist óðfluga mann frá manni, úr einu húsi í annað, svo eng- inn fékk við ráðið. Fyrst framan af voru þau hús, þar sem pest var komin, merkt með rauðum krossi til viðvörunar og settur strangur vörður við; en eins og nærri má geta, var mjög óhlýðn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.