Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 25

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 25
io5 eða ef okkur leiddist, litlu börnunum, heima á sumrin. Höfðum hana þá fyrir brennivín og drukkum í vitleysu, því enginn hafði vit á að þetta var heilsuspillir. Mjólkin var aldrei síuð, en rjóminn var síaður í strokkinn gegnum tog-síl — prjónadúk úr togi gisinn. — A líkri síu var skyr og tólgur síaður. Smjöri var drepið í blauta, hreina skinnskjóðu, saumað fyrir opið, þegar fult var orðið, belgurinn pikkaður með skónál, settur undir farg, fergður og þurkaður á víxl, þangað til enginn deigur blettur sást á skinn- inu. Oft var tólgur látinn í smjörið, tólgarmoli var látinn í strokkinn, bulluhausinn smámarði hann sundur. Hans varð lítið vart, þegar smjörið var orðið súrt. — Ekkert vatn var látið í blóðmör, h'tið eitt af mjöli, en mikið af mör. Lifrarpylsa var sjaldan búin til, lifrin soðin heil og vambirnar tómar, alt vegna mjölsparnaðar. Lundabaggar langir og digrir. Aldrei búin til rullupylsa úr huppum. Ekkert súrdeig var haft í pott- brauðin, en oft bleytt í þeim með mysu eða sýrublöndu í stað vatns, og bökuð svo rauðseydd, lin og sæt. Það þótti okkur krökkum fengur, að fá brauð! Jólafögnuður okkar var mikill, þó föng væru lítil. Þá fengúm við mat svo mikinn, að við áttum hann til ígripa fram að nýjári. Mestur fengur var okkur að fá að smakka brauð. Þá var og ekki lítið gleði- efni að vakna við ilminn af brennivínskaffinu hans föður okkar á jóla- morguninn, fá svo sjálf flóaða mjólk, nývöknuð í rúminu, með kandís- sykurmola og 10 grjónalummum hvert. Þá vissu tölu vissum við að við fengjum, hvort sem blés með eða móti. Mest hlakkaði ég þó til að fá jólaljósið mitt: kúskelina. Okkur var gefin kúskel eða hörpudiskur, með bræddum tólg og fífukveiki, eins og skelin tók. Svo kveiktum við öll hjartans glöð, hvert á sinni skel og lýstum í hvert skot, ef ske kynni að við fyndum eitthvað fémætt: púkk — glerbrot — þorskhöfðakvörn eða eitthvað ámóta dýrmætt, sem við höfðum að leikfangi. Hvað Ijósið var lítið og bjart á skelinni minni! Ég hélt altaf á því og horfði hug- fangin á það, þangað til ljósmetið þvarr og ljósið mitt dó. Mér finst sem ég aldrei hafi séð eins bjart ljós, og aldrei þótti mér eins ósköp vænt um kertaljósið mitt, eftir það að prestskonan gaf okkur kerti um hver jól, og er orsökin auðvitað sú, að þá var ég eldri. Þau kerti voru steypt í strokki: bráðinn tólgur var látinn í strokk, heitt vatn undir, ljósarökin látin hanga niður úr þverspýtu, sem lögð var yfir strokkinn, mörg í senn, og svö smádýft niður í strokkinn og látið storkna á milli. Maður skagfirzkur hefir sagt mér frá vélindis-kerti — jólakerti sínu. — Þess hef ég hvergi annarstaðar heyrt getið. Það var svo til búið: Vé- lindi úr stórgrip var blásið upp og þurkað, gegnum það var svo mjórri spýtu stungið, utanum þá spýtu var línskafi eða fífu vafið, bráðnum tólg helt svo í vélindið fult og látið storkna. Það hafði þann góða kost, að kertið rann ekki niður, en smámsaman varð að klippa ofan af vélindinu, eftir því sem spýtan brann og tólgurinn eyddist. Nú er maður þessi menningarfrömuður hinn mesti og alkunnur sem prúðmenni, en altaf ann hann endurminningunni um vélindis-kertið sitt, eins og ég skelinni minni. Sumardagurinn fyrsti var annar árlegur uppáhaldsdagur okkar. Þá gekk móðir mín ávalt til fjárhúsa með bónda sínum, til að skoða skepnur og hey. Þá fékk hver krakki heilt brauð, á stærð við ofnbrauð,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.