Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 56

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 56
'36 Frá ferðamannaskrifstofunni hélt ég lengra áleiðis, sama megin ár- innar, til þess að skoða »Svissneska ljónið« fræga. það er minnis- merki yfir Svisslendinga þá, sem voru í lífverði Hlöðvis 16. Frakkakon- ungs og féllu þegar ráðist var á Tui 11 eri-höllina í París to. ágúst 1792. Konungur flúði sjálfur úr höllinni og á náðir þingsins, sem kunnugt er, en gleymdi að láta segja Svisslendingunum að vörninni væri hætt, svo þeir héldu áfram og féllu um 30 við afbragðs orðstír. Þeir voru allir frá Luzern, sem þá hafði orð á sér fyrir hrausta hermenn. Thorvald- sen hefir mótað Ijónið, en Svisslendingar sjálfir höggvið það út í stand- bergshamar. Liggur það þar dauðasært ofan á skjaldmerki Bourbon- ættarinnar; en á klettinum fyrir norðan standa nöfn þeirra, sem féllu. þetta minnismerki er orðlagt orðið um víða veröld. í nánd við minnismerkið eru stórir bazarar, með alls konar þjóð- legum munum, sem ætlaðir eru ferðamönnum til kaups; hugsunin, sem liggur þar til grund- vallar, er hin sama og sú, er Thorvaldsensfé- lagið í Reykjavík hefir nú um nokkur ár háð sigursæla baráttu fyrir, sem sé, að greiða fyr- ir þjóðlegum gripum í hendur' þeirra manna, sem einmitt vilja eign- ast þá. Alla ferðamenn langar til að eiga eitt- hvað til minningar um þá staði, þar sem þeir liafa komið. í bazar- búðitnum í Sviss ber langmest á tréskurðar- listinni, sern þar er gömul og þjóðleg — f>ar eru einnig stofn- anir, er sýna upphleyptar og málaðar myndir af orðlögðustu stöðum Alpafjallanna, með einstökum trúleik og nákvæmni, svo maður getur þar fyrir fáa aura fengið glögt og gott yfirlit yfir það, sem menn annars yrðu að verja miklu fé og fyrirhöfn tii að fá að sjá, og ágætan undir- búning undir hitt, sem maður ekki ætlar að láta sér nægja myndir af. — það hafði verið fyrirtaks veður. það sem af var deginum, en nú dimdi snögglega í lofti og eftir örstutta stund var komið þrumuveður. Regnið streymdi niður, svo ég átti fult í fangi með að komast undir þak, áður en ég varð gagndrepa, þrátt fyrir yfirhöfn og regnhlíf. Regninu fylgdu snarpar vindhviður, en blæjalogn var á milli, og eldingarnar blik- uðu um alt himinhvolfið, en skrugguhljóðið margendurkvað frá fiöllunum. Það var eins og náttúran ætlaði að sjá um, að ég ekki misti af að sjá neitt af því, sem Schiller lýsir í »Wilhelm Tell«, úr því ég var kominn á þessar stöðvar. — Þrumuveðrið stóð ekki nema rúma klukkustund. Eftir það kom aftur bezta veður og um kvöldið gafst mér færi á að 2. »SVISSNESKA LJÓNIЫ í Luzern.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.