Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 15

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 15
iS Eins og barni enn sem fyr alt mér vorið sýnir, þó séu bráðum botnlausir bernsku-skórnir mínir. í*ó að blessuð æskan öll óðum sé á förum, vorsins ljúfu ljósa-höll ég lít með bros á vörum. Kom þú blessað, blíða vor! bræddu ís frá hjarta; láttu oss taka trygða spor til hins göfga og bjarta. Læknaðu hulin hjartasár, heilsu sjúkum gefðu; þá, sem fella trega-tár, tryggum örmum vefðu. Fátæklingum færðu brauð, frið og yndi sendu; líka þeim, sem eiga auð, alt hið góða kendu. Gróður sendi um grund og höf geislar þínir ljósir; en þeim, sem hjá þér geyma gröf, gefðu á leiðið rósir. Blessað vor! þín blómdögg hlý bræðir klaka strindi. Hjá þér falla faðmlög í friður, von og yndi. GlSLI ÓLAFSSON. Náttúrulýsingar Jónasar Hallgrímssonar. (Ræða á ioo ára afmæli hans). Eftir STEFÁN S'l'EFÁNSSON. Enginn maður hefur haft jafnopið auga fyrir íslenzkri náttúru- fegurð og lýst henni jafnfagurlega og Jónas Hallgrímsson. Náttúrulýsingar hans eru ekki lausir drættir, engar yfirborðs- lýsingar, er gefi manni ófullkomna og óljósa mynd af því, sem lýst er. Nei —- þær eru nákvæmar myndir, þar sem engu — engu smáatriði er slept, sem útheimtist til þess, að myndin verði glögg. Og þessar myndir eru dregnar með þeirri snild og þeim andans yíirburðum, að þær verða algjört listaverk.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.