Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Side 68

Eimreiðin - 01.01.1909, Side 68
68 þess hefur hann ritað meir en nokkur annar íslenzkur biskup. Hin vísindalega starfsemi hans á yngri árum hefur ekki litla þýðingu á sínum sviðum, en aðalrit hans, hina iatneska kirkjusögu Islands 1740— 1840, ber þó, eins og kirkjusögu Finns biskups, fremur að skoða sem merkilegt safnrit, ómissandi sögufróðum mönnum, en sem eiginlega kirkjusögu, er skygnist djúpt í menn og málefni. Hin alþýðlegu rit- störf hans eru nátengd störfum hans i þjónustu kirkjunnar. Um þau hefur íb Th. ekki ritað mikið sjálfur, en fengið ónefndan prest til að segja álit sitt (bls. 258—69), og er sú grein vel samin og góð rök færð fyrir dómum; væri óskandi að hann hefði látið nafns sins getið, því ritgjörðin er honum til sóma, hver sem hann er. — Annars má það um alþýðurit og guðfræðisrit Péturs biskups segja, að þó hann líklega sjaldan sé frumlegur né ryðji nýjar brautir, þá er hann al- staðar þarfur, og yfir öllu er einhver hreinn og elskulegur blær, — að lesa beztu rit hans vekur samskonar tilfinningu, eins og að koma inn á heimili með gömlu og góðu sniði, þar sem heimilis-fólkið er vel mentað, alt í sinni röð og reglu og snyrtimenska í smáu og stóru, en prúðmannlegur hugsunarháttur eitthvað sjálfsagt. Hvaða áhrif þessi rit hans hafa haft á íslenzka alþýðu, er ekki hægt að segja með vissu, en ekki getur hjá því farið, að þau hafa hlotið að vera talsverð og góð. regar maður hugleiðir þetta, verða hinar svæsnu árásir, er tveir merkir prestar í Vesturheimi gerðu á Pétur biskup í elli hans, næstum því óskiljanlegar. því hann átti þær sízt allra manna skilið. Langri og merkri æfi hafði hann varið í þjónustu kristninnar og menningar- innar, sístarfandi að heill þjóðar sinnar af öllum þeim kröftum, sem honum voru léðir. Svo var honum brugðið um dugleysi, andleysi og hirðuleysi, stundum í orðatiltækjum, sem tæplega eru hafandi eftir. Sumt, sem afvega fór í kirkjunni, og hann hafði barist á móti eins vel og hann gat, var honum beinlínis kent um. — En þessar árásir voru of svæsnar, og gerðu Pétri biskupi sízt mein; hann virti þær ekki svars, en ekki gat hjá því farið, að honum gremdist þær. En hann hafði góða samvizku, og f’. Th. tilfærir fallega vísu, sem honum varð á munni eitt sinn, er hann sá, að síra Friðrik Bergmann hafði brugðið honum um að nota orðatiltæki, sem væru steingjörfingar: jÞegar hrynja háreistir hroka veggir þínir. standa munu stöðugir steingjörfingar mfnir«. Sumir íslenzkir prestar tóku ósleitilega svari biskups, eins og vænta mátti, bezt síra Þorkell Bjarnason. Það má telja víst, að einustu varanlegu áhrifin af árásum þessum hafa orðið þau, að margir, sem voru farnir að gleyma ágæti Péturs biskups á elliárum hans, mintust nú þess alls, sem hann hafði gert, og sannfærðust kröftuglega um verðleika hans. Þessu til sönnunar skal ég hér setja orð íslenzks merkisprests og gáfumanns, síra Arnljóts Olafssonar, sem Þ. Th. tilfærir. Arið 187 5 skrifar hann í »Norðling« um hugvekjur Péturs biskups, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.