Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 70

Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 70
70 Við höfum nú séð, hvernig Pétri biskupi hefur verið lýst í þessari bók, en þá er hitt eftir, hvernig hún er að öðru leyti og hvernig Þorvaldur Thoroddsen hefur leyst verk sitt af hendi sem höfundur. — Hann er áður frægur víða um lönd fyrir vísindastörf sín í öðrum grein- um, jarðfræði og landfræði. — En Landfræðisaga hans sýndi mönnum það, að hann mun flestum eða öllum núlifandi mönnum fremri í þekk- ingu og skilningi á sögu íslands á síðari tímum. Og þessi bók hans sannar það enn meir, ef þyrfti. Það er skrítið, en satt þó, að það sem kalla mætti aðalgalla bókarinnar, þegar hún er skoðuð sem æfisaga eins manns, er einmitt það, sem hvað mest eykur gildi hennar, þegar hún er skoðuð sem sagnarit. Höfundurinn hefur sem sé dregið saman ýmislegan fróðleik um hitt og þetta úr sögu íslands á 19. öld, sem eiginlega ekki kemur æfi Péturs biskups við, nema þá rétt óbeinlínis, en einmitt margt af þessu er stórmerkilegt, og sumt hefur aldrei áður komið fram. Og þessir kaflar eru margir hverjir svo fróðlegir og skrifaðir með svo miklu fjöri, að þeir gera bókina hreint og beint að skemtibók, ekki síður en fræðibók. Skal hér fyrst nefna lýsinguna á kennurum Bessastaðaskóla (bls. 19—23), og tekur Þ. Th. þar réttilega fram, að það er til þeirra, og einkum Sveinbjarnar Egilssonar, sem ber að rekja endurreisn íslenzkrar tungu á 19. öld, en starf Fjölnis- manna er fremur áframhaldið. fá má nefna hinar fyndnu lýsingar á kirkjusöng og siðsemi við kirkjur, sem höf. tilfærir ur »Ársriti presta í f’órsnesþingi« (bls. 47—51). Þá er og margt um Reykjavík og em- bættismennina þar (bls. 71—73, 106—107 og víðar), og ýmislegt nýstárlegt í þeim köflum. Höf. prentar þar ýmsa kafla úr bréfum Jóns Guðmundssonar, og er þar meðal annars lýst vel í fáum orðum þeim stiftamtmönnunum Rosenörn og Trampe. Má sjá það á mörgu, sem í þessari þók er tilfært, að Trampe hefur, að minsta kosti framan af, verið mjög hlyntur íslendingum og i ýmsu dregið þeirra taum; þannig er hann hinn fyrsti stiftamtmaður, er ritar embættisi)réf sín öll á íslenzku. Jón Guðmundssen segir um hann í bréfi til Jóns Sigurðssonar, dags. 25/í 1850 (bls. xoö): »Skrítnar þykir mér pólitiskar skoðanir Tr., hann vill ekki nema einn stjórnarann með ábyrgð, engan erlendis, það segir hann spilli, enga frjálsa verzlun að svo komnu, alla skatta directe etc.« . . . ]?. Th. bætir við: »Trampe virðist því hafa viljað svipað stjórnarfyrirlcomulag á íslandi eins og komst á 1904, en það fyrirkomulag fanst Jóni Guðmundssyni skrítið«. — En einsog kunn- ugt er, fór þó svo, að Trampe varð að fylgja fram skoðunum yfir- boðara sinna, og á þjóðfundinum hljóp hann illa á sig, Á kaflann um þjóðfundinn (bls. 96 —123) hef ég áður minst og hin merkilegu bréf Brynjólfs Péturssonar og Rosenörns, sem eru prentuð aftan við bókina. Það er annars leiðinlegt að fá ekki að vita meira um frum- varp það til stjórnarskipunarlaga fyrir Island, er Brynjólfur Pétursson bjó til, en ekki gat fengið stjórn Dana til að ganga að, og væri óskandi að einhver íslenzkur sagnfræðingur rannsakaði það mál ýtarlegar. Frum- varpið hlýtur að vera til enn í einhverju skjalasafninu. Brynjólfur hefur bersýnilega verið bæði skarpvitur og hagtækur maður. Annars verður afstaða Dana gegn sjálfstæðiskröfum íslendinga á þeim árunum skiljanlegri, þegar menn muna eftir því, að þeir áttu sjálfir um lífið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.