Skólablaðið - 01.02.1921, Side 2

Skólablaðið - 01.02.1921, Side 2
14 SKÓLABLAÐIÐ Febr. 1921 á innlendri reynslu, eða hún er að eins endurhljómur af danskri óánægju með yngri stúdenta, sem oft er vitnað í. Hallast jeg heldur að hinu síðara. Óánægjan með yngri stúdenta hefir ekki verið studd neinum þeim rökum, að búast hefði mátt við, að upp úr henni sprytti nokkur gagnbylting. Er þó nú orðin sú raunin á, og kemur það mjög á óvart. Mentamálanefnd, sem sett var fyrir ári síðan, gerir það að tillögu sinni, að mentaskólinn sje gerður að sex ára óskiftum skóla. Er hann þar með slit- inn úr samhengi við aðra skóla landsins. Nefndin gerir og tillögu um, að auka latínukenslu í skólanum, og hefjist hún í 2. bekk, í stað þess að hún nú byrjar í 4. bekk. Latínukensla í öllum skólan- um, og helst sem inntökuskilyrði, er þó eina sæmilega ástæðan fyrir óskiftum skóla, enda munu flestir fylgismenn nefndarinnar fylgja henni að málum með þeim fyrirvara, að latínunám kom- ist í sama horf og var fyrir siðaskiftin við lærða skólann. Tillögur nefndarinn- ar eru því sjálfum sjer sundurþykkar. I þessu máli verða það tvær stefnur sem eigast við: önnur sú, að mentaskól- inn verði óskiftur 6 ára skóli og latína gegnum allan skólann, hin, að menta- skóinn skiftist í tvær deildir, lærdóms- deild með 4 bekkjum, og gagnfræða- deild með 2 bekkjum, og latínukensla ekki meiri en nú er. það er fyrir bestu, að stefnurnar haldist hreinar. öll miðl- un væri tilgangslaus. Á miðöldum, og alla leið fram að 19. öldinni, var latína nauðsynleg hverjum mentamanni. Latínan var þá mál allrar skólamentunar, vísinda og bókmenta. þá var latínan hagnýt; hún var gagn- fræði. En nú eru breyttir tímar. Latín- an er löngu hætt að vera mál vísind- anna, og meginið af latneskum vísinda- ritum gengið úr sjer. Latínan verður því að fá einhver önnur rök að styðjast við. því er haldið fram, að hún ein gefi nægilegan þroska til vísindanáms. Leit- ið fyrst latínunnar og hennar rjettlætis, og þá mun alt annað veitast yður! En nú vill svo illa til, að klassisk menning og andlegur þroski hefir víða þróast þar sem latína hefir verið lítt þekt. Sjálfstæð hugsun og vísindi stóðu ekki á háu stigi með Rómverjum nje á mið- öldum. Grikkir voru meiri bókmenta- og vísinda-þjóð. Menning Islands stend- ur með mestum blóma meðan latína var nær óþekt, og hnignar jöfnum skrefum og miðalda-latína færist hjer í aukana. Væri því ekki ráð, að leggja höfuð- áherslu á íslensk fræði? Vjer íslending- ar stöndum í því betur að vígi en flest- ar aðrar þjóðir, að vjer getum samein- að hagnýta og klassiska mentun, með því að gera íslensku og íslensk fræði að höfuðnámsgrein í skólum vorum. En ef ekki er neins aukins þroska að vænta af latínunni um fram sumar hag- nýtar námsgreinar, er engin þörf á að hafa mentaskólann óskiftan og slitinn úr sambandi við alla aðra skólamentun í landinu. Að latínunni undantekinni eru flestar aðrar námsgreinar hinar sömu í gagnfræðaskólum, unglingaskól- um og mentaskólanum. Námsgreinar eru að vísu flestar í mentaskólanum, en engar þó, sem ekki verða taldar til gagnfræði, að latínunni undan tekinni — ef hún verður aukin. því nokkurt latínunám verður að teljast gagnfræði, því enn er latínan ekki vaxin fram af heimsmenningunni. En fyrst náms- greinar eru hinar sömu, ættu þessir skólar að geta fylgst að eitthvað á leið. það á að leitast við að hafa svo mjótt á milli þeirra, að stokkið verði á milli þeirra af greindum piltum, með lítilli aukafyrirhöfn. það væri geysilegt hag- ræði fyrir foreldra, að þurfa ekki að kosta börn sín í Reykjavík meir en 4

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.