Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 11
Febr. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 23 ZH ÚTLÖND =Z —0— Brackenhill-skólinn á Englandi. Hann er nefndur „frjáls heimilisskóli", og ætlaður börnum, sem eru vanburða, annað- hvort frá fæðingu, eða af illri meðferð. Hann er einnig fyrir börn,sem mist hafa for- eldra sína, annað eða bæði. Hjer er skólan- um lýst af nákunnugum: „pegar jeg lít til baka yfir 12 fyrstu mán- uðina, þá má heita, að þrír hinir fyrstu hafi gengið i það, að kenna börnunum, hvað sannarlegt frelsi er, og að rótfesta með þeim meðvitundina um, að þau eru meðlimir í fjelagi, og að allar athafnir þeirra hafa áhrif á fjelagið í heild, ekki síður en þau sjálf. Næstu þrjá mánuðina fóru börnin að finna sig sjálf, ef svo mætti að orði kveða. Óðum fór þá að koma í ljós þrá til þess að stjórna sjer sjálf. í mars-mánuði kusu þau þriggja manna nefnd í stjórnarráð, sem tók að sjer alla stjórn skólans, með aðstoð skóla- stjóra og ráðskonunnar, þar sem þörf gerð- ist. Hingað til hefir þetta gefist ágætlega, og frelsið er stöðugt aukið. það er leitast við að hlúa að heimilishug- myndinni eins og hægt er, á því eru heldur engin vandkvæði, því að ellefu af börnunum eru tveggja til sex ára að aldri. Eldri stúlk- urnar skiftast á um að klæða börnin á morgnana og afklæða þau á kvöldin, sjer til mikillar gleði. Mörg börnin eru mjög mikið á eftir í námsgreinunum, þegar þau koma í skól- ann, svo_ að nauðsynlegt hefir verið að verja fyrsta árinu aðallega til lestrar, skrift- ar og reiknings, og þeim hefir farið mjög vel fram. Venjulegar námsgreinar hafa þó ekki verið vanræktar, því að börnunum hef- ir einnig verið kend náttúrufræði, dráttlist og málaralist, trjesmíði, garðyrkja, söngur, grískir dansar, leikir og sænsk leikfimi. Litlu börnin hafa herbergi út af fyrir sig, kennara og fóstru. peim er kent eftir Mon- tessori-aðferðum. J>au borða í Montessori- herberginu, þegar þau geta ekki borðað úti. pau leggja sjálf á borð, ganga um beina og taka af borðum. Trúbragðakensla er ekki á neinum vissum tímum, heldur er hún einn hluti fjelagslífsins á hverjum degi. Börnunum eru fyrst og fremst kendar sög- ur úr sínum eigin trúarbrögðum, en þeim er einnig veitt fræðsla í meiri háttar trúar- brögðum heimsins, til þess að þau megi verða umburðarlyndari við þá, er aðrar skoðanir hafa en þau sjálf. IJndir vorið afrjeðu börnin að stofna bóka- safn. pau kusu nefnd og bókavörð, og sömdu nokkrar einfaldar reglur. pau söfn- uðu saman bókum víðsvegar að úr skólan- um, öllu því, er þeim fanst nothæft, og bættu svo við, því sem þau áttu sjálf. Góðir vinir sendu peninga til að kaupa meira af bók- um fyrir, og einnig bækur. pað besta var það, að börnin notuðu safnið reglulega. Á hverri viku ætla þau eina stund af skólatímanum til þess að gefa yfirlit yfir það, sem þau hafa lesið. Ráðlögðu þau hvert öðru hvað helst skyldi lesa, og höfðu um- ræður um það, sem þau höfðu lesið, og leit- uðu ráða kennarans. Eftir ráðum barnanna sjálfra hefir nú verkum Dickens og Scotts verið bætt við í safnið. Mörg barnanna þjást af ýmsum lasleika, þegar þau koma í skólann. Stafar það oft af skorti á heilnæmri fæðu og hreinu lofti. pess vegna er matarhæfi þeirra mjög vand- að. pau borða að eins jurtafæðu. Vísindaleg nákvæmni er viðhöfð. Heilbrigðisskýrslur okkar sýna ótrúlega framför. Rauðu kinnarnar og fjörlega yfirbragðið sýna, hvað hægt er að gera, þeg- ar náttúrunni er hjálpað, sjeð um góða fæðu, hreint loft og hreinlæti, og um fram alt, ástúðlega umönnun. Margir hafa reynst stórgjöfulir þessum skóla. En mikils þarf með, því að nokkru dýrari verður hann en tíðkast hefir um sams konar skóla, þar sem ekkert er spar- að til þess að hann verði sem best heimili. pó er leitast við að koma í veg fyrir, að eyðsla eigi sjer stað í nokkru." S. A. Færeyskir kennarar, nær 20, eru kaupendur Skólablaðsins, og hafa nýlega bæst margir í hópinn. peir eiga sjer ekkert fræðslumálarit sjálfir, og þykir þeim í mörgu þungur róðurinn við danska þingið, bæði um lífskjör og rjettindi. pað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.