Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 12

Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 12
24 SKÓLABLAÐIÐ Febr. 1921 var fyrst í haust eð leið, að færeysk tunga var gerð að skyldunámsgrein í fær- eyskum bamaskólum, en danskan er enn sem óður skólamálið. Úr hópi færeyskra kennara er nú einn nýlátinn, Theodor Dahl, kennari á Eiði, á fertugsaldri. H. Hjv. -----o---- = FRJETTIR ==- —o— Mentamálanefndin hefir nú lokið tillögum sínum um menta- skólann. Jieim er tekið all-misjafnlega, og má sjá þess nokkum vott af grein hjer í blaðinu. Álit sitt hefir nefndin samið með ráði allra kennara skólans, og þó lokið svo, að fáir eða enginn þeirra var ánægður. það er annars undarlegur dómur á nefndum hjer, að verk þeirra þyki að engu nýt, og er það vonandi meira að kenna gáfum al- mennings heldur en samvalinni fávisku nefndanna. pá er og nefndin að ljúka við álit sitt og tillögur um kennaraskólann, hversu sem úr rætist um viðtökurnar þar. Næst mun hún hugsa til að taka fyrir barnafræðslu- málin. H. Hjv. Kennaramál á þingi. Stjórnin flytur frumvarp til laga um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra, og er ætlast til að styrkt- arsjóði kennara verði breytt í sama horf og lífeyrissjóði, sem stofna á fyrir embættis- menn. pó er sá munur á, að ekkjum embætt- ismanna er ætlaður aukastyrkur úr ríkis- sjóði, og svo börnum þeirra uppeldisstyrk- ur, að feðrum sínum iátnum. En þessi hlunnindi eru ekki ætluð skylduliði kenn- ara. En vafalaust leiðrjettir þingið þetta ranglæti áður en það skilst við málin. Nón- ar verður frá þessu skýrt síðar. H. Hjv. Stjettarfjelag barnakennara. Eins og kennurum er kunnugt, beittist „Kennarafjelag barnaskóla Reykjavíkur" fyrir því um hátíðaleytið í vetur, að reynt væri að koma á fót almennu stjettarfjelagi barnakennara. það hefir leitað hófanna hjá kennurum, sem til hefir náðst víðs vegar um land, og málið fengið yfirleitt mjög góðar undirtektir. Nefnd í fjelaginu hefir málið með höndum, en hún hefir ekki lokið störf- um sínum enn. En fastlega er til þess hugs- að, að koma fjelaginu ó fót, og svo hins, að kennarar sem víðast af landinu eigi fund með sjer í Reykjavík í vor, til þess að skipa nokkuð nauðsynjamálum sínum. þessa er hjer getið sjerstaklega vegna þeirra kenn- ara, sem kynni að leiðast eftir frekari slcil- rikjum fró forgöngumönnum þessa máls. H. Hjv. Utanfararstyrkur barna- og unglingakennara þetta ór, 1921, 2500 krónur, er auglýstur til umsóknar, og sjeu umsóknir komnar til dóms- og kirkju- máladeildar fyrir 1. maí. LÍFTRYGGINGARFJELAGIÐ ANDVAKA. Jeg hefi þegar komist í samvinnu við nokkra kennara og ungmennafjelaga hing- að og þangað út um land, og hafa sumir þeirra þegar reynst ötulir starfsmenn. Hefi jeg nú 10—12 fasta umboðsmenn, og nokkra til re.vnslu. — Kennarar (helst fastakennar- ar), sem fúsir eru til að gerast umboðsmenn Andvöku, gefi sig fram við mig sem fyrst. Útvegi þeir t. d. 3 tryggingar, fá þeir f a s t u m b o ð með ákveðinni launaþóknun. Kennarar og aðrir, er vilja tryggja sig í Andvöku, geta brátt sótt um það skriflega, og verða þá að lóta getið aldurs síns og tryggingarupphæðar. Mun jeg þá senda þeim öll nauðsynleg skjöl og skilríki með næstu póstum. Helgi Valtýsson, (forstjóri íslandsdeildar Andvöku). SKÓLABLAÐIÐ kemur út einu sinni i mdnuði, 1 ‘/2 örk lesmdls hvert blað, 18 arkir d dri. Kostar 6 krónur, og greiðist fyrirfram, i janúar. Útgefendur: Ásgeir Ásgeirsson, Helgi Hjörvar og Steingrlmur Arason. Afgreiðslu o g innheimtu annast Hel g i Hjörvar, Tjarnargötu 18. Sími 808. Utandslcrift blaðsins er: Skólablaðið, Reykjavtk (Pósthólf 84). Prentsmiðjan Acta — 1921

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.