Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 6
18 SKÓLABLAÐIÐ Febr. 1921 hljóðlestur. I hljóðlestri snýst öll at- hyglin að efninu, sem lesið er. 1 radd- lestri snýst hún með fram að áheyr- endunum, að því, að beita raddfærunum á rjettan hátt, að því, að nema staðar við lestrarmerki, leggja áherslu á viss orð o. s. frv. pá ber lesandinn ábyrgð á hverju orði, sem hann fer með. í hljóð- lestri ber hann að eins ábyrgð á hugs- uninni í því sem hann les, og það að eins gagnvart sjálfum sjer. þar sem nú mestallur lestur fullorðna mannsins er hljóðlestur, þá virðist ekki úr vegi að honum sje nokkur gaumur gefinn á meðan barnið er í skóla, því þá er það á þeim aldrinum, sem það tekur áhrif- um og myndar venjur. Hljóðlestur er fljótlegri að- ferð en raddlestur. Aðalmunurinn á þessum tveimur að- ferðum er auðvitað sá, að þegar hátt er lesið, verður ekki harðara komist en orðin eru töluð. Heldur þetta aftur af lesaranum. Sje aftur á móti lesið lágt, er hægt að fara drjúgum hraðara eftir línunni, og á styttri tíma, heldur en raddfærunum mundi vinnast tími til, að framleiða öll þau hljóð, sem þar eru táknuð. Margar rannsóknir hafa verið gerðar, til þess að ákveða hlutfallslega hraða hljóðlestrar og raddlestrar. 1 tímariti, sem heitir „Elementary School Joumal“, 15. febr. 1915, var skýrsla á rannsókn á 1800 nemendum í þriðja til áttunda bekk. Sýnir hún hraða þessara bama í hljóðlestri og raddlestri. Niðurstaðan er sýnd í tölu orðanna, sem lesin voru til jafnaðar á sekúndunni. Bekkur Raddlestur Hljóðlestur 3 2,1 2,3 4 2,3 2,6 5 2,4 3,1 6 2,8 3,9 7 3,1 4,7 8 3,9 4,8 þessar tölur sýna glögt, að hljóðlest- ur er mikhim mun fljótlegri en radd- lestur, og að framförin í hljóðlestri yfirgnæfir framförina í raddlestri. þannig verður reynslan, jafnvel í þeim skólum, sem hafa lagt alla áhersluna á raddlestur. I öðru tímariti (Journal of Educatio- nal Psychology) eru tvær skýrslur um sams konar rannsóknir; önnur gerð af Mead árið 1915. Rannsakaði hann 100 nemendur í 6. deild; reyndust nemend- umir í öllum bekkjum fljótari að lesa lágt, að einum bekk undanteknum. Hina rannsóknina gerði Pinter á 23 4. bekkj- ar nemendum. Lásu þeir að jafnaði 20 línur hátt á sama tíma og þeir lásu 28 línur lágt. Maður að nafni Judd rannsakaði 44 skóla, og eru skýrslur hans prentaðar í „Measuring the work of the Public Schools“. Er reynsla hans samkvæm því, er hjer hefir verið sagt frá. Sk i 1 n i ngurinn er vanalega meiri á því, sem lágt er lesið, en hinu, sem lesið er hátt. pví hefir oft verið haldið fram, að lesarinn skildi betur það sem hann fer með, ef hann læsi upphátt, því að þá tæki hann við áhrifum bæði í gegn um auga og eyra. Rannsóknir á þessu sviði hafa þó samt sem áður sannað, að hljóð- lestur veitir meiri skilning á efninu. Mead gerði rannsóknir í 6. bekkjum, og höfðu endursagnir á því, sem lágt var lesið, nokkra yfirburði yfir endursagn- ir úr því, sem lesið hafði verið upphátt. Pinter rannsakaði 4. bekki. Niður- staða rannsóknanna var, að af hljóð- lestrinum mundu börnin 40%, en af raddlestrinum 34%. Pinter og Gilliland hjeldu rannsókn- unum áfram í mörgum skólum og mörg- um deildum, og jafnframt > alþýðuskól- um og háskólum. Niðurstaðan varð sem hjer segir:

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.