Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 5
Febr. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 17 lestrinum, og leyfa þeim að lesa það sem eftir er. Einhver öflugasta starfshvötin fæst með því, að finna út einhverja þörf eða þrá hjá einstaklingi eða bekk, benda svo á að hægt sje að uppfylla þörfina með því að lesa grein eða kafla í bók. Bam langar t. d. til að búa til flugdreka eða annað leikfang, það tekur með feg- inshendi grein, sem segir því hvernig það eigi að fara að því. 1 matreiðslu, allri handavinnu, blómrækt o. s. frv. mætti fá börnunum stuttar og ljósar lýsingar á því, sem þau langar til að gera, og lofa þeim að lesa þær. það vek- ur sjálfstæði þeirra og sjálfsvirðingu að finna, að þau eru fær um að afla sjer sjálf þeirrar hjálpar, sem þau þurfa, til þess að ná mikilsverðu takmarki. pá mundi það ekki vekja litla starfs- hvöt, að leyfa börnunum að finna góð- an leik í leikjabók, læra hann og kenna hinum börnunum, og stjórna svo leikn- um. það er ágæt aðferð, að leyfa börnum að safna einhverju til fróðleiks og skýr- ingar á námsefni, sem bekkurinn hefir með höndum. ITvöt til að verða heildinni til hjálpar, eflir góðan fjelagsskap. Ef saga eða lýsing einhvers lands er num- in, þykir flestum nemendum ánægja að því, að geta komið með grein, mynd, hlut o. s. frv., sem eykur þekkinguna á landinu. Sumstaðar tíðkast sú aðferð, að börn- in keppast við að flytja heiman að sög- ur og kvæði, skrítlur, gátur o. fl. Lesa þau svo þetta upphátt í bekknum; eflir það ánægju skólalífsins og hvöt til starfa. Önnur aðferð til þess að hvetja böm- in og vekja áhuga á að flytja mikils- vert námsefni utan úr lífinu inn í skól- ann, er bygð á ýmsum viðburðum, sem allir hafa áhuga á. Við vorkomuna mætti t. d. nota þetta viðfang: Hvaða breytingu gerir vorið? Af hverju elsk- um við það mest allra árstíða? Eftir áhugaríkt samtal í bekknum má svo leyfa bömunum að koma næsta dag með greinar, sögur og ljóð um vorið. Sams- konar aðferð má nota fyrir jólin og ýmsa merkisdaga á skólaárinu. IV. Hljóðlestur. Sparnaður á tíma og fyrirhöfn við nám byggist mjög á því, að þremur eft- irfarandi atriðum sje fram fylgt: 1. að sjeð sje fyrir óskiftri, vakandi eftir- tekt á mikilvægum námsatriðum; 2. að áhersla sje lögð á hvert atriði námsins, þegar bamið er á þeim aldri, sem það er móttækilegast fyrir það; 3. að náms- efni og kensluaðferðir sje valið með til- liti til fastákveðins takmarks, sem reynsla og athugun hefir sýnt, að er ákjósanlegast. Hjer á eftir verður talað um hljóð- lestur í samræmi við þessi atriði, og ályktanir dregnar út af reynslu þeirri, sem fengist hefir með víðtækum og ítarlegum rannsóknum víða í Banda- ríkjunum. Hljóðlestur er besta aðferð- in til að afla sjer hugmynda. Mikil áhersla hefir jafnan verið lögð á að lesa upphátt. Annar lestur hefir ekki þekst í skólunum en raddlestur. Brýna margir kennarar fyrir nemend- um, að lesa einnig upphátt heima fyr- ir. þessi lestraraðferð hefir reynst ágæt meðan barnið er að læra að lesa reiprennandi; en brátt lærir það að lesa, til þess að afla sjer hugmynda, og í stað raddlestrar tekur það þá upp hljóðlestur. Framför nemenda í flestum bekkjum barnaskóla er komin undir því, hve fljótt og vel hann getur aflað sjer hugmynda frá prentuðu máli. Sá er les hægt og áhrifalítið, dregst aftur úr. þegar lesið er upphátt, er margs að gæta, sem ekki kemur til greina við

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.