Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 7
Febr. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 19 í þriðju bekkjum virðist á sama standa, hvort barnið les lágt eða hátt. pað aflar sjer svipaðs fjölda hugmynda, hverja aðferðina sem það notar. þegar kemur upp í fjórðu bekki, er munurinn greinilegur, hve þeir eru fljótari, sem lágt lesa. Margfaldast svo þessi munur alt af eftir því sem ofar dregur, alla leið upp í háskóla. Svo mikill munur sem er á flýtinum, þá er þó langt um meiri munur á, hve betur er skilið, það sem lágt hefir verið lesið. Að endingu bentu þeir á það, að hljóðlestur er hagkvæmari í starfslífi manna. Beindu þeir loks þeirri spurn- ingu að leiðtogunum á uppeldissviðum, hvers vegna megináhersla væri lögð á raddlestur í skólunum, þar sem hljóð- lestur er þó svo langt um happasælli. (Meira). Stgr. A. ----o---- Lestur. það er ekki aðalatriðið, að muna alt sem maður les. Flest sem lesið er, eru að eins tröppur, sem stigið er á til að komast hærra. það er engin þörf á að muna alt, sem lesið er, til að hafa gagn af því. En sá sem les, verður að hafa augun opin. Ef svo er lesið, þroskar lesturinn dómgreindina, og sá þroski varir, þótt alt gleymist. Hafi maður einhverntíma sjeð gott málverk, með þeim árangri, að manni hefir skilist munurinn á list og fánýtu handverki, þá hefir smekkvísin þroskast í eitt skifti fyrir öll, og hnígur vart aftur í sitt forna far. Ef spurt er: Hvaða gagn er að því sem gleymist, svara jeg: það hefir þroskað dómgreindina og dýpkað skilninginn. Eykur mentunin hamingju okkar? Hún leysir okkur frá ýmsum þjáning- um, það er ekki að efa, en af auknum þroska leiða þjáningar, sem áður voru óþektar. það er margt, sem hinn óment- aði tekur nærri sjer, en hinn mentaði lætur sem vind um eyrun þjóta, en svo er líka margt, sem þjáir þann einan, sem mentaður er. Ef það er hamingja, að verða hluttakandi í sorg og gleði í göfgari myndum, þá ber sönn mentun vissulega hamingju í skauti sínu, en ef menn kalla það eitt hamingju, að leys- ast frá öllum þjáningum, þá liggur mentavegurinn ekki að takmarkinu — og vart heldur nokkur annar vegur. Alt er mentandi, sem skerpir hug- skotssjónir þínar, lyftir sál þinni og styrkir hana, alt, sem eykur samúð og hlýleik hjartans. Mjer liggur við að segja: Lestu það, sem gerir þig meiri alvörumann, því í því er allur þroski fólginn. En það hvílir eitthvert sorgar- myrkur yfir alvörunni, segja menn. Nei, ekki í augum hinna vitru, því þeir skilja, að gleðin er um leið alvara. þeir sjá, að þegar augun ljóma af ánægju, þá er það alvaran, sem býr inst inni, sem gefur ljómann. Lausungargleðin glitrar eins og glerbrotið í sólskininu, en það er einhver sorti bak við glit hinnar sönnu gleði, regindjúp undir spegilfleti gimsteinsins. Alvaran varð- veitir gleði hinna vitru, og þeir leggja hana ekki við hjegóma. Alt, sem í sann- leika er gleðilegt, er líka alvarlegt. Lestu það, sem gerir þig meiri alvöru- mann! En jeg get eins sagt: alt, sem gefur þjer dýpsta gleði, skaltu lesa! þýtt. Á. Á. ---o---- Sendiherrar. (Gaman og alvai-a, flutt á skemtikvöldi um kosningarnar í Reykjavík). Háttvirtir kjósendur! Jeg hefi ekki getað komist á neinn kosn- ingalista, auk heldur að mjer hafi auðnast

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.