Skólablaðið - 01.02.1921, Page 3

Skólablaðið - 01.02.1921, Page 3
Febr. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 15 ár, enda mun það ærinn kostnaður. Jlað yki og rjettæti í landinu og jafnrjetti landsmanna, að koma unglingaskólun- um í sem nánast samband við lærdóms- deild mentaskólans. Skólar landsins þurfa að mynda samfelt kerfi, svo að auðratað verði í gegnum þá, og sem minst starfstjón verði að tvíverknaði eða öðrum töfum. Fyrst koma barnaskólarnir, þú ung- lingaskólar, og má telja með þeim 2 neðstu bekki mentaskólans og gagn- fræðaskólans á Akureyri. Á unglinga- skólunum byggjast svo sj erskólarnir, kennaraskólinn, stýrimannaskóli, bún- aðarskólar o. fl., og auk þess lærdóms- deild mentaskólans. Mentaskólinn er aftur gagnfræðaskóli háskólans; þar skiftast stúdentar síðan í deildir, eftir því hvaða sjerfræði þeir leggja stund á. það væri hið mesta tjón skólament- un vorri, ef nokkur einn skóli er slitinn úr samhengi við skólakerfi landsins. pað er því nauðsyn, að berja niður þá gagnbylting, er nú hefir verið gerð, og byggj a aftur á þeim grundvelli, er lagð- ur var með hinni nýju reglugerð mentaskólans, sem er hið fyrsta spor, er stigið var í áttina til að koma öllum skólum landsins í samfelt kerfi. Á. Á. ----o--- Móðurmálið. III. Sjónleikir í skólum. öll heilbrigð böm þrá starf og hreyf- ingu, öll hafa þau hvöt til að fram- kvæma í verki það er þau sjá og heyra. þau hafa unun af að látast vera einhver annar en þau eru; gera ástandið veru- legt á þann hátt að ganga í gegnum það með hreyfingum. þessi hvöt er notuð víða í löndum, til þroska og fram- fara á mörgum sviðum skólalífsins. Óhlutkend hugtök eru oft ofvaxin skiln- ingi bamsins, en fái það að snúa þeim í verknað, verða þær að veruleika. Sjeu þau misskilin, kemur það í ljós í fram- kvæmdinni. Böm læra meira af að starfa en hlusta. Sumstaðar eru börnin látin leika í öllum bekkjum, til þess að gera námsefnið lifandi og áþreifanlegt. I efri bekkjum búa þau oft til heil leik- rit í fjelagi, læra þau á því móðurmálið, bæði að lesa það og rita. Efnið er oft tekið úr sögu landsins. Verður sá kafli ógleymanlegur; má þannig glæða þjóð- rækni og ættjarðarást meira en á nokk- urn annan hátt. Einörð framkoma og eðlilegur framburður lærist oft fyrst, þegar barnið fer að leika eitthvert hlut- verk, þótt öll önnur ráð hafi brugðist. þessi aðferð er ein hin besta til þess að kenna samvinnu, og síðast en ekki síst fyllir hún skólalífið gleði, en hún er börnunum sama og sólskinið jurtunum, án hennar verður lítið um þroska. Skólahátíðir, sem undirbúnar em af börnunum sjálfum, eru ágæt uppeldis- meðul. þá búa þau sig undir í nokkrar vikur að sýna sjónleik. þá er ekki dreg- ið af kröftunum. Alvaran og áhuginn knýja þá fram eins gott og mikið starf og unt er að inna. Sá er kostur við þessa aðferð, að al- staðar má nota hana í einhverri mynd, og án kostnaðar. Sje um reglulegan sjónleik að ræða, hefir hann auðvitað allmikinn kostnað í för með sjer. Búa börnin þá til búninga, skreyta leiksvið eftir því sem við á, o. s. frv. En þá er gert ráð fyrir, að fje komi inn, þegar leikurinn er sýndur. En víðast hvar í skólanum er takmarkið hvorki að semja nje sýna fullkominn sjónleik. Takmark- ið er þroski barnanna. Verður þá að gera sig ánægðan með hverja þá til- raun, sem gerð er af alúð og áhuga, og verðlauna hana með maklegu lofi, hve barnaleg sem hún kann að vera. Leið-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.