Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.02.1921, Qupperneq 8
20 SKÓLABLAÐIÐ Febr. 1921 það eftirlæti, að tala á einkafundum með kvenfólki. Jeg ætla þess vegna að nota þetta hátíðlega tækifæri til þess að setja hjer of- urlítinn þingmálafund. Jeg ætla þá að minnast á sendiherramál- ið. Bæði af því að það er fyrirsjáanlegt, að hjer í landi muni rísa upp mörg blómleg ríki í nánustu framtíð, og svo hins vegna, að mörg okkar, sem hjer erum, munu inn- an skamms komast í sendiherrastöður. — Jeg skal skýra þetta nánar um ríkin. — Reykjavík ætlar að höggva af sjer halann, sveitimar allar, eða sveitarómagana, og eiga ríkissjóðinn sinn sjálf. Norðurland lýsir yfir fullveldi sínu, eins og vera ber — og svo Eyrarbakki. þar hafa nú lengi gengið inn- anlandsstyrjaldir, sem bera vott um alveg sjerstakt þjóðerni. Og loks eru tvö tungumál í landinu. Öðrumegin eru þeir, sem bæði þekkja e og i, en hinumegin þeir, sem bara segja e-e, og úr þessu verða tvö ríki, með sínum háskólanum fyrir hvort málið. þá skal jeg skýra þetta nánar um sendi- herrastöðurnar. —- Jeg á þess því miður ekki kost, að halda sjerstakan fund með þeim, sem eru nýkomnir á kjörskrá, þó að slíkt þyki nú mest kurteisi,*) enda er minna í húfi fvrir mig en þingmannaefnin okkar, þó að jeg geti ekki, eins og þeir, skift læri- sveinunum í deildir eftir þroska og skiln- ingi. En jeg skal reyna að krydda mál mitt líkingum og dæmisögum, að viturra ma'nna róði, til þess að ofbjóða engum. Skagfirðingur, sem jeg var einu sinni samtíða, sagði mjer það, að Hríseyingar væru lang-heimskastir allra manna á ís- landi. Hann hafði aldrei komið í Hrísey, og ekki sjeð nema einn einasta Hríseying. En sá eini var heimskasti maður, sem Skag- firðingurinn hafði fyrir hitt. þess vegna vissi hann þetta um Hríseyinga. En aldrei síðan *) þingmannaefnin í Rvík hjeldu sjer- staka þingmálafundi með konum, sem flest- ar voru nýkomnar á kjörskrá, sbr. orð post- ulans: „Svo er komið fyrir yður, að þjer hafið þörf á mjólk, en ekki megnri fæðu. ... En megna fæðan er fyrir fullorðna, þar sem leiknin hefir tamið skilvitunum að greina gott frá illu“ (Hebr. 5, 12—14). heyri jeg svo á Hrísey minst, að mjer detti ekki þetta fyrst í hug, sem Skagfirðingur- inn fræddi mig um. Og þó að jeg yrði sjálf- ur Hríseyingur, mundi þetta sitja í mjer. það varðar miklu hvernig sendiherrar eru valdir. þegar jeg var sendiherra, kom jeg einu sinni á fjölmennan kennarafund í Svíþjóð, og var hafður þar til sýnis. Nú hafa allir sína visku úr einhverjum kennara, og jeg veit, að næsta dag var íslendingum lýst fyrir þúsundum nemenda, og að þeim voru lagðir til lýta allir þeir gallar, sem berlega voru í mínu fari. En það var líka, að ein kenslukonan kom endilangan salinn „til þess að hafa þó tekið í hendina á íslend- ingi“. Jeg skal taka það fram, að gefnu til- efni,að hún var bæði ung og fríð, þessi kenslukona, og hún sagði: „Eruð þið svona fallegir þar?“ — Nú er það einhver brýnasta nauðsyn hverjum sendiherra, að kunna að haga orðum sínum sæmilega, og vildi íslandi það til, að karlmenn hlera það einna fvrst í framandi landi, hvernig tala megi við ungar konur. Og sendiherranum varð það fyrir, að hann jós yfir jómfrúna þeim faguryrðum, sem hann kunni og hæfileg mættu þykja. En það þykist jeg vita, að hún hafi ekki daginn eftir ráðlagt sínum böm- um, ef þau hittu fyrir íslending, að reyna að gcra hann orðlausan eða koma honum í bobha. — Hún ympraði á því, að víst hefði langhesti maðurinn verið valinn til að koma þar, sem jeg þá var, og hjalaði við hana. Jeg býst við, að hún hafi ekki sjeð neinn Islending síðan, og þá heldur hún víst enn í dag, að jeg sje laglegasti maðurinn í þessu landi. þaÖ væri nú ekki efnilegt fyrir þjóð- ina, ef slík skoðun næði að festa rætur, og mun þá ekki annað fangaráð en að velja nýjan sendiherra til þessarar borgar. En hver er nú sjálfum sjer næstur, eins og kunnugt er, og er þá fyrst og fremst að líta á það, hvað hægt er að hafa upp úr sendiherrastöðunum fýrir okkur sjálf, sem væntanlega verðum sendiherrar. Ekki em eftirlaunin, og ekki verður vegsemdin í ask- ana látin. — það er ekki að óreyndu litið upp til kotungssonarins, eða þess manns, sem kemur meðal framandi manna frá

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.