Skólablaðið - 01.02.1921, Side 9

Skólablaðið - 01.02.1921, Side 9
Febr. 1921 SKÓLABLAÐIÐ 21 fámennri og skuldugri þjóð. En kotungs- sonurinn hefir eitt um fram aðra menn: Hann veit, að hann verður sjálfur að afla sjer alls, sem honum á að falla í skaut. Og því minni fyrir sjer sem foreldrarnir eru, því miður mega þau við því, að nokkuð verði á fvrir barninu, sem þau sendu út í heiminn. — það er þó mest um vert, að sá sem á sig einan að annast, slær fremur slöku við en hinn, sem meiri ábyrgð hefir. það mun fara svo hverjum dugandi dreng, ef hann er settur í vanda, að þá vex honum ásmegin að hálfu. En varla fær meiri kjör- grip með að fara en sóma þjóðar sinnar, og því fáliðaðri sem sendiherrasveitin er, því meiri verður hlutur hvers af ábyrgð, og má vera af þreki og viti til að rísa undir ábvrgðinni. Og þetta munu vera helstu hlunnindin við þær sendiherrastöður, sem okkar kynnu að bíða. þeim sendiherrum, sem ríkisstjómir út- nefna, eru fyrirfram ákveðnar virðingar, enda er af þeim mikils krafist, og verði á fyrir þeim í nokkru, er það þjóðarhneisa. Okkur íslendingum er það og ljóst, ef stjórn okkar gerir út sendiherra, að þeim manni er vandi mikill á höndum. þess væri mjög óskandi, að okkur væri hitt ekki miður ijóst,, hverjum einum, hver vandi þeim mönnum er á höndum, sem sjálfir útnefna sig til sendiherra fyrir þjóð sína. Einu sinni var íslenskan ekki ríkari en það, og ekki glysgjarnari, að hún átti ekki til orð eins og ættjarðarást, þjóðerni og þjóðrækni, sem við nú berum svo mjög í munni. En þá bar það við, sem mörgum er kunnugt, að tveir íslenskir bændasynir voru í förum austur í Noregi, og er frásagn- arefnið ekki veglegra en svo, að þeir urðu ósóttir út af grautarkatli. þeir voru Snæ- fellingar báðir, þorleifur kimbi úr Álfta- firði og Arnbjörn frá Kambi, og segir Eyr- hyggja svo frá: „þorleifr kimbi hlaut búðarvörð, ok skyldi gera graut. Arnbjörn var ó landi ok gerði sjer graut; hafði hann búðarketil, þann er þorleifr skyldi hafa síðan. Gekk þorleifr þá á land upp ok bað Arnbjörn fá sjer ketil- inn, en hann hafði þá enn eigi þafðan sinn graut ok hrærði þá enn í katlinum; stóð þorleifr yfir honum uppi. ])á kölluðu Aust- menn af skipinu, at þorleifr skyldi matbúa, sögðu þorleif mjök íslenzkan fyrir tómlæti sitt. þá varð þorleifi skapfátt, ok tók ketil- inn, enn steypti niður grautinum. þorleifr sneri á brott síðan með ketilinn. Arnbjörn helt á þvörunni, ok laust með henni til þor- leifs, ok kom á hálsinn; þat var lítit högg; enn með því grautrinn var heitr, þá brann þorleifr á hálsinum. Hann mælti: „Eigi skulu Noregsmenn at því hlæja, með því at vit erum hér komnir tveir íslenzkir menn, at þeir þurfi at draga okkr í sundr sem hunda, enn minnast skal þessa, þá er vit erum á íslandi". Arnbjörn svarar engu". þorleifur kimbi varð mæðumaður. Honum er synjað göfugrar konu með hrópyrðum um grautardílana, sem ógrónir væru á hálsi hans. Honum mistekst hefndin, og verður sjálfur örkumlamaður. Hann ljet fót sinn á Islandi, en bar loks beinin vestur í milli Grænlandsjökla. En á þeirri stundu, sem hamingjan sneri baki við honum og ógæfan tók hann, þá var honum þetta ríkast í hug, að tefla ekki sæmd þjóðar sinnar í meiri tvísýnu en orðið var. Islendingar eiga margs að minnast úr út- löndum, sem karlmannlegra kann að þykja. það sópar að Agli, þegar hann rekur flótt- ann á Vínuheiði, eða flytur Höfuðlausn; það eru biturlegar eggjarnar hjá þorgilsi skarða, þegar hann gengur fram í móti Knúti jarli í Niðarósi með brugðið sverðið, og biður jarl þar undir ganga, ef hann eigi eftir nokkur- um að sjó þar í sveit fslendinga. þorleifur kimbi gerði það sem þyngst var, og tók sví- virðunni með þögn og ró, til þess að íslend- ingar yrðu ekki að athlægi fyrir erlendum mönnum. Jeg hygg, að hans hugrekki og hans metnaður væri okkur gott á þessum dögum. H. Hjv. ----0---- -== BÆKUR ZZZ Passíusálmarnir eru nýkomnir út í 45. útgáfu. Bráðum ná þeir hálfu hundraðinu. ísafoldarprentsmiðja gefur út, í sálmabókarbroti, frágangur hinn prýðilegasti og verðið ekki hærra en biiast mátti við,á þessum síðustu og verstu tímum.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.