Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 2
I eimsfréttir sidastlidna nótt ★ VÍN: Franz Jonas Austurríkisforseti féllst í gærmorgun S iausnarbeiðni dr. Josef Klaus kanzlara og samsteypustjórnar hans en fór þess á leit við stjórnina að hún sæti áfram við völd til bráðabirgða unz unnt verður að efna til nýrra kosninga, senni- lega í lok marz nk. Stjórnin baðst lausnar vegna ósamkomulags um fjárlög íyrir næsta ár og sá að lokum enga aðra leið en þá að slíta stjórnarsamvinnunni, sem staðið hefur í 20 ár, að því er haft er eftir góðum heimildum í Vín. ★ MOSKVU: Moskvublaðið „Pravda” nefndi ekki í gær Kínverja meðaí þeirra þjóða heims, sem taldar eru til vinaþjóða Rússa, og ýmislegt bendir til þess að sovétstjórnin hyggist svara gagnrýni kínverskra leiðtoga. í fyrsta sinn er ekki minnzt á „órjúf- andi vináttu Kínverja og Rússa” eins og ætíð hefur verið gert í sambandi við byltingarafmælið. Jafnvel þegar hugkerfideilan stóð sem hæst 1961 var minnzt á hina „eilífu og órjúfandi vináttu”. ★ HAYNESVXLLE, Alabama: Ku Klux Klan-maðurinn Col- lie Leory Wilkins hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa myrt hvítu konuna Violu Liuzzo, sem stóð framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti blökkumanna, 25. marz sl. Kviðdómur, sem ein- göngu var skipaður hvítum mönnum, sýknaði Wilkins og dómin- um var klappað lof í lófa í réttarsalnum. < ★ ACCRA: Kasavubu forseti Kongó hefur skýrt frá því á j fundi Afríkuleiðtoga í Accra að hann liyggist leysa upp her er- I fendra málaliða, sem Tshombe :fv. forsætisráðherra kom á fót til I að berjast gegn uppreisnarmönnum. Ákvörðuninni hefur verið j fagnað á ráðstefnunni. ★ NEW YORK: Sendinefnd Pakistans hjá SÞ hefur beðið | Öryggisráðið um að koma saman til funda um Kasmirmálið og j ráðið heldur scnnilega fund um málið á mánudagskvöld. U Tliant • framkvæmdastjóri hefur lagt tU, að brasiliski liershöfðinginn Sy- 1 .reno SarmentD, yfirmaður gæzlusveita SÞ í Miðausturlöndum, { lijálpi stjórnum Indlands og Pakistans að leysa deiluna. Hershöfð- i 4nginn á að ræða við liðsforingja frá báðum löndum um brott- ) flutning hersveita frá vopnahléslínunni. ★ PEKING: Kínverjar hvöttu til þess i gær að fundi æðstu { *nanna Afríku og Asíu, sem ráðgert er að lialda í Algeirsborg 5. i «ióvember, yrði frestað þar eð ráðstefnan yrði vatn á myllu heims | valdasinna vegna alvarlegs ágreinings, sem riki í svipinn. ANN ARBOR. Michigan: 36 stúdentar við Ann Arbor-háskóla j 4 Michigan vom í gær dæmdir í tiu daga fangelsi og 65 dollara j sekt fyrir þáíttöku í ólöglegum mótmælaaðgerðum gegn stefnu -k<fcandaríkjamanna í Vietnam. Stúdent við lowa-háskóla var hand- tekinn fyrir að hafa brennt herskyldukort sitt í mótmælaskyni við striðið í Vietnam. Að undanförnu hefur verið efnt til nokk- iirra mótmælaaðgerða gegn Vietnam-stefnunni, einkum við háskóla « miðvesturríkjunum, en önnur stúdentasamtök hafa efnt til „gagn- «nótmæla”. ★ MADRID: Óttast er að a. m. k. 16 verkamenn liafi beðið toana í miklum flóðum við Torrejon-stífluna á Vestur-Spáni. Dagur Sameinubu lanna er í ,. í dag, 24 október, eru 20 ár lið Infrá stofnunSameinuðu þjóðanna Félag Sameinuðu þjóðanna á ís -•andi mitmist dagsins m.a. með -r+ví að á mánudag, 25 október, verða fluttir fyrirlestrar í skólum - ♦orgarinnar, en jafnframt hefur -~4ræðsluefni um SÞ verið sent I flesta skóla landsins. f Eftirtaldir menn munu lialda . -ðyrirlestra í skólum borgai'innar: *4Elín Páimadóttir, blaðakona (í jhévvennaskólanum)Gunnar Schr i am, ritstjóri (í Verzlunarskólan- -MBmfc Hannes Þ. Sigurðsson form. t'Æskulýðssambands ísl.. (í Gagn- 4-ínæðaskóla Austurbæjar.) Sigmundur Böðvarsson, lögfræð ingur í Hagaskóla), Þór Vilhjálms son, borgardómari (í Menntaskól anum),- Þórarinn Þórarinsson rit stjóri fí Kennaraskólanum). í fréttaauka nikisútvarpsins S sunnudaginn 24 október, ræðir Sig urður Bjamason, ritstjóri um.Sam einuðu þjóðimar. Þá verða gluggasýningar, þar sem dagsins er minnzt, í Morgun- blaðsglugganum og sýningarglugga S.Í.S. í Austurstræti. Þess er vænzt, að kennarar um land allt minnist dagsins i skól- um. Frá félagi Sameinuðu þjóðanna á ? íslandi. Rannsókn lokið í máli landhelgisbrjótanna Reýkjavík — OÓ RANNSÓKN í málum skipstjór- anna á Hallveigu Fróðadóttur og Þorkeli mána er lokið og hafa bæði málin verið send saksókn- ara ríkisins sem tekur ákvörðun um málshöfðun. Skipstjórinn á Hallveigu Fróða dóttur véfengdi ekki mælingar varðskipsins, en eftir þeir var tog arinn að veiðum 3 mílur innan við gömlu fjögurra mílna mörkin, en íslenzkir togarar mega nú veiða allt að þeim á þessu svæði. Rad- ar togarans var ekki í gangi þeg- ar varðskipsmenn gerðu sínar mælingar. Afli og veiðarfæri skipsins hafa enn ekki verið met- in. Skipstjórinn á Þorkeli mána mótmælti mælingum varðskips- manna og bar það fyrir réttinum að hann hefði verið rétt á mörk-1 dufl. Togarinn var þá með veiðar- um landhelgislínunnar. Skipverj-' færin úti. Fram kom í réttinum að ar á Albert bera aftur á móti að Þorkell máni hafði verið að veið- togarinn hafi verið 0,6 mílum um miklu innar þegar varSskips- innan markanna þegar að honum menn urðu fyrst varir við hann og var komið og þar var sett út gerðu sínar fyrstu mælingar. Almenningshlutafélag um fiskirækt stofnað MWWWWWWtVWtMWWV Klukkunni seinkað KLUKKUNNI var seinkað í gær á fyrsta vetrardag: eins og venja er til, um eina klukkustund. wvwwwtwwwwwwww Undirbúningsfundur að stofnun hlutafélags um lax- og silungs- ræktarstöð í Lárvaðli var hald- inn í Oddfellowliúsinu sl. þriðju- dagskvöld. Fundarboðendur, þeir Jón Sveinsson og Ingólfur Bjarna son, gerðu grein fyrir framkvæmd unum í Lárvaði m. a. stíflugerð við ósinn. Kom fram í framsögu þeirra, að kostnaður við fram- kvæmdir er nú þegar orðinn 4.8 millj. kr. að meðtöldum jarða- kaupum og eldisseiðum en heild- arkostnaður samkvæmt áætlun myndi nema um 7 millj. kr. Væri hugmyndin að ljúka öllum fram- kvæmdum við ræktunarstöðina þegar á næsta sumri. í framsögu Jóns Sveinssonar kom fram að miklir möguleikar JT Rússar fundu upp sjónvarp ff Moskvu 23. 10. (NTB-Reuter.) Sovézka fréttastofan Tass hélt því fram í dag, að það hefðu ver ið Rússarnir Ivan Beljanski og Boris Gravbivski sem fundið hefði upp sjónvarpið. Fréttastofan sagði að yfirvöldin í Uzbekistan í Mið- Asíuhluta Sovétríkjanna hefðu sæmt þá heiðurstitlinum „nytsam ,ir uppfinningamenn.” . Að sÖgn Tass gerðu Beljanski og Grabovski fyrstu tilraufciina með sjönvarpssendingu á götu í Tasjkent 261 júní 1928. Á Vesturlöndum er Skotinn John Logie Baird hins vegar talinn upp finningamaður sjónvarpsins. Hann sýndi brezkum vísindamönnum Handknattleikur kl.8,15 íkvöld í kvöld kl. 8,15 heldur meist aramót Reykjavikur í handknatt leik áfram að Hálogalandi. Þá fara eingöngu fram leikir í yngri flokkunum, 2. flokki kvenna og ; 2. og 3. flokki karla. _ uppfinningu sína þegar á árinu 1926. Árið 1928, þegar Rússarnir gerðu tilraun sína hafði John Baird tek izt að senda sjónvarpsmyndir yfir Atlantshaf til Bandaríkjanna, að því er sagt er i London. GóÖ aösókn að Menntskælinga Reykjavík, — ÓR. Sýningin á sjávarmyndum meist ara Kjarvals, 6em undanfariff hef ur staffiff yfir í sal nýja mennta skólahússins ,hefur veriff mjög vel sótt og henni verið vel tckiff í alla staði. Listafélag Menntaskólans í Reykjavík stendur fyrir sýning unni og mun henni Ijúka í kvöld, sunnudagskvöld. Ættu þvl sem flestir aff nota tækifærið I dag og skoffa hinar sérstöku myndir sem þarna er aff sjá. eru tengdir við stöð þessa og fjár hagslega mundi hún gera miklu betur en að bera sig að þrem ár- um liðnum. í Lárvaðli er góð að- staða til sjóblöndunar vatns en samkvæmt tilraunum erlendis hef ur árangur fiskiræktar orðið mun betri þar sem hægt er að koma siíkri blöndun við. Á fundinum gerði Svavar Pálsson, endurskoð andi groin fyrir kostnaði við fram kvæmdir í Lárvaðli svo og rekstr aráætlun fyrir tímabilið 1965 til 1969. Er gert ráð fyrir að tekjur á árinu 1969 verði 2.8 millj. kr. en reksturskostnaður 1585 þús. kr. Hafstein Sigurðsson hrl. gerðl grein fyrir drögum að stofnsamn ingi og samþykktum væntanlegs hlutafélags en gert er ráð fyrir 5 millj. kr. hlutafé sem heimilt væri að auka. um aðrar 5 millj. Þegar hafa komið fram loforð fyrir lilutafé að upphæð 2.9 millj. kr. Á fundinum var kosin undir- búningsnefnd. Áskriftarlistar fyr- ir lilutafjárloforð liggja framml í sportvöruverzlunum borgarinn- ar. K>0000<X>000<XX>0< Getnaðarvarnir fyrir karlmenn Dönsk blöð' birtu nýlega fregnir af því, aff búiff væri aff finna upp getnaðarvamar pillur, sem karlmenn eiga að taka, og eru pillurnar fundn ar upp I Ameríku. Danir telja pillúnum það til foráttu aff eftir aff þær hafa veriff gleyptar má viff komandi karlmaffur ekki bragða áfengi því aff þá verff ur hann fárveikur og kastar upp, og er taliff aff þetta muni verffa þcss valdandi aff pillan nái aldrei verulcgri útbreiffslu. Annars er þessi margumrædda pilla talin full komlega örugg getnaffarvörn hún er ódýr og á aff vera algjörlega hættulaus. Búizt er viff aff hún munl ná tals- verffri útbreiffslu í löndum múhameffstrúarmanna, en þeim er bannaff aff neyta á- fengis. OOOOOOOOOOOOOOOO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.