Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 3
Glæsilegt og f jöl- mennt afmælishóf Reykjavík — EG Sjómannafélag Reykjavikur minntist fimmtíu ára afmælis síns með glæsilegu afmælis- hófi að Hótel Sögu föstudags- kvöldið, var afmælisfagnaður- inn fjölsóttur og fór einstak- lega vel fram. Jón Sigurðsson formaður Sjómannafélagsins sagði Al- þýðublaðinu í gær, að hófið hefði verið fjölsótt, þótt það hefði nokkuð dregið úr að- sókn, að á fimmtudag og föstu dag létu fjögur farskip, Gull- foss, Esja, Hekla og Tungu- foss úr höfn, og ennfremur hefði allmargt sildarsjómanna verið komið suður, en eftir afi- ann í fyrrinótt hefðu margir þeirra verið kallaðir austur. Þrátt fyrir þetta, sagði Jón, var fjölmenni þarna samankomið og fór afmælishófið í alla staði mjög vel fram. Meðan setið var undir borð- um rakti Jón Sigurðsson sögu félagsins í stórum dráttum. Fjölmargir kvöddu sér hljóðs, er Jón hafði lokið máli sínu og fluttu félaginu kveðjur og árnaðaróskir. Meðal þeirra voru Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra,, Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ, Kjartan Thors, formaður Vinnuveitendasambandsins, Sverrir Júiíusson, formaður LÍÚ, Jónas Jónsson, varafor- maður Félags botnvörpuskipa- eigenda, Sverrir Guðvarðar- son, formaður Stýrimannafé- Iags íslands og Eðvarð Sig- urðsson, formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnai’, sem jafnframt tilkynnti, að Dagsbrún hefði ákveðið að færa Sjómannafélaginu funda- að gjöf. Sj ómannaf élaginu barst mjög mikið af heillaóskum frá sjómönnum á hafi úti, einstaklingum í landi og ýmsum félagasamtökum. Þrír menn voru heiðraðir sérstaklega í afmælishófinu, Hilaríus Guðmundsson, mat- sveinn, sem lengi var til sjós og tók virkan þátt í félagsstörf- um sjómanna. Hilaríus er nú 84 ára gamall og sat hann af- mælishófið þar til því lauk klukkan tvö um nóttina. Garð ar Jónsson, sem í 18 ár átti sæti í stjórn Sjómannafélags- ins og var formaður þess í 10 ár, og Jónas Jönsson frá Hriflu, fyrrverandi ráðherra, sem á sínum tíma átti mikinn þátt í að tókst að stofna félagið, og hann átti ásamt fleir um aðild að því að semja fyrstu lög félagsins. ooooooooooooooo<x yegna fasteignamats FRÆÐSLUSTARFSEMI Hins fsl. náttúrufræðafélags veturinn 1965—1966 er nú í þann veginn að hefjast og verður með svip Uðu sniði og undanfarna vetur. Það verða samkomur í 1. kenn slustofu Háskólans síðasta mánu dag livers mánaðar, nema des ember, og liefjast bær kl. 20.30. Á hverrí samkomu verður flutt erindi náttúrufræðilegs efnis, venjulega með skuggamyndum, og frjálsar umræður um efni þess á eftir. Öllum er heimill aðgang ur að samkomum félagsins með an húsrúm leyfir. Fyrsta samkoma vetrarins verð ur mánndaginn 25. október kl. 20.30 í 1. kennslusiofu Háskólans Þá flytur Haraldur Sigurðsson B. Sc. erindi með litskuggamyndum. 'Um iarðfræði aiistánvérðrar Eyr arsveitar á Snæfellsnesi. Blaðinu hefur borizt eftirfarandi I yfirlýsing frá Húseigendafélagi I Reykjavíkur og mun hún einnig liafa verið send Alþingi: í tilefm af framkomnu frum! varpi til laga um breytingu á lög um nr. 19 frá 10 maí 1965 um Húsnæðismálastofnun ríkisins, þar sem lagt er til í 2. gr. frumvarps ins að miða skuli eignarskatt við fasteignamat ,,sexfaldað“, í stað þrefaldaðs áður, leyfir stjórn fé | lagsins sér að benda á, að lög boðin fyrirheit eru um hið gagn stæða, því að í lokaákvæðum laga nr. 28 fr. 29. apríl 1963, um fast eignamat og fasteignaskráningu segir svo: „Áður en nýtt aðalmat fasteigna samkvæmt lögum þess um gengur í gildi, skal fara fram endurskoðun á gildandi ákvæðum laga,. sem fasteignamat hefur . á hrif á, og miðist endurskoðunin við, að skattar á facteí?num hækki eldii almsnnt vegna hæld:. . . .ar fast eignainntsins.“ Verður því að telja eignarskatts hækkun þá, sém varð á gjaldárinu 1965 vegna þreföldunar fasteigna matsins harla vafasama að laga gildi, og þó ennþá fremur tillög una um sexföldun matsins. í.tilefni þessa skorar stjórn Hús ejgendafélags Reykjavíkur á flytj endur frumvarpsins að taka þetta Atriði til endurskoðunar og aftur köllunar og leyfir sér jafnframt að benda á, að þróunin í nágranná löndunum hnígun í þá átt, að íbúð Nemar í vélvirkjun, rennismíði og plötusmíði geta komizt að hjá oss. Hf. Hamar Úthlutun öryrkjabifreiða f lögum um tollskrá segir svo: Heimílt er: ,,Að lækka eða fe'la niður gjöld á allt að 250 bifreiðum árlega fyi'ir ; fólk með útvortis bæklanir eða lamanir, ennfremur fyrir 1 fólk með lungnasjúkdóma og aðra hliðstæða sjúkdóma og loks fólk, sem þjáist af afleiðingum slysa, allt á svo ; 1 háu stigi, að það á erfitt með að fara ferða sinna án farartækis. Lækkun gjalda á hverri einstakri bifreið má þó aldrei nema meiru en 70 þús. kr. Ennfremur er ráðu- ncytinu heimilt að lækka eða fella niður gjöld á allt að , fimmtíu bifreiðum árlega, fyrir sama fólk og um getur ( ; í fyrstu málsgrein, til endurveitinga á áður veittum; eftirgjöfum.” Þeir, sem hafa í hyggju að sækja um lækkun eða ’ niðurfellingu aðflutningsgjalda af bifreið á árinu 1966, þurfa að senda umsókn til Öryrkjabandalags íslands, á þar til gerðum eyðublöðum, fyrir 1. febrúar 1966. — -Eyðúblöðin fást hjá héraðslæknum og Öryrkjabandalagi \ íslands, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík, ÚTHLUTUNARNEFND. * Osta- og smjörsalan sfi, —-----------------------—±. arhúsnæði til eigin afnota sé ekki skattstofn til eignarskatts og eign arútsvars, Reykjavík 19. okt.1965, Stjórn Húseigendafélags Reykja-; víkur. ifíinnmqarsrrkílx SJ.ilS. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. okt. 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.