Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 6
HEIMSÓKN í NOKKURINNLEND FYRIRTÆKI UNDANFARIÐ hefur regnið foss- að úr loftinu og runnið um göt- urnar í stríðum straumum. Þar sþm að holuí’ eru í göturnar hafa rpyndast pollar, sums staðar stórir (Jg þeir eru þegar orðnir að úthöf um að minnsta kosti í hugmynda heimi litlu strákanna, sem láta skipin sín sigla á þessum mó- rauðu höfum. Sumir eru með seglskútur, sumir með vélknúin skip, sem bruna um í stóru poll- unum. Og svo er auðvitað vaðið út í á eftir skipunum og þá verða náttúrlega allir að vera í háum gúmmístígvélum, því að ekki mega fæturnir vökna. Svo þegar mömmurnar koma að sækja litlu strákana sína, þar sem þeir eru í skipaleik í drullupollunum, þá eru þær lika í gúmmístígvélum, því að nú eru þær líka farnar að ganga í stígvélum, o;g þa5 er mjög hyggilegt af þeim. Gúmmí- stígvél eru í raun og veru eini fóta búnaðurinn, sem gagn gerir, þeg- ar mikið rignir, og þar fyrir utan er það nú samkvæmt nýjustu tízku að ganga í þeim. Nú eru gúmmístígvél í rauðum, svörtum eða hvitum lit það allra fínasta, sem stúlkur geta gengið í, þegar eitthvað er að veðri, þó að einu sinni hafi engin stúlka látið sjá sig í stígvélum nema í fiskvinnu eða síldarsöltun. En örugglega gíeðjast allar stúlkur yfir því að geta nú gengið í háum stígvél- um og öslað í pollunum, án þess að eiga á hættu að skórnir þeirra eyðileggist eða sokkarnir verði allir íjslettum. Hinpr sífelldu rigningar undan- farinná daga eða jafnvel vikna orsak^ það, að fólk verður að klæða sig í hentug regnföt og þá helzt regnföt, sem eru regnheld, en það er ekki hægt að segja um allar kápur, sem kallaðar eru regnkápur. Ef mikið rignir verða þær gegnblautar og fötin, sem innan þeirra eru jafnvel líka. — Þess vegna er mjög ánægjuleg sú tízka, sem ríkir nú í regnfatnaði, en hún er sú að regnfötin eru úr regnheldum efnum, og það virðist auðvitað eðlilegt að álykta að slík efni séu heppilegustu efnin í fatn að, sem nota á til hlífðar gegn stór um og þungum regndropunum, til þess að hindra óþægindi sem rennblaut föt geta orsakað og eyðileggingu á fötunum sjálfum. Rigning getur samt verið mjög skemmtilegt veður, ef við erum úti í henni klædd góðum regnföt- um og þá er bara dásamlegt að finna stóra, svalandi regndropa á andlitinu. Um leið og við erum rétt klædd í rigningu, hættir hún að vera óþægileg og leiðinleg, en verður frekar það veður, sem við viljum gjarnan vera úti í. Og rign ingin er nú einu sinni þannig gerð, að henni finnst gaman að heimsiekja okkur öðru hverju. Og þá er ekki annað að gera en að taka á móti henni með þeim beztu vöpnum, sem okkur eru tiltæk. , Margar íslenzkar fataverksmiðj . ur framleiða hentug regnföt og þar sem þau eru ehgu síðri én þau crlenúú, þótti okkur forvitnilegt 'að hyimsækja nokkur íslenzk fyrirtæki ög forvitnast um fram- leiðslu, og sjá, hvaða vörur þau hefðu að bjóða. Ormar Skeggjason. Við hittum að máli sölustjóra Verksmiðjunnar Varar, Ormar Skeggjason og hann svarar nokkrum spurningum um verk- smiðjuna og vörurnar sem hún framleiðir. — Hvar er Verksmiðjan Vör staðsett, er hún í Reykjavík? — Nei, verksmiðjan er í Borg- arnesi. Hún var stofnuð um ára- mótin 1963 — 1964. — Og hvað framleiðir verk- smiðjan helzt? — Hún framleiðir regn- og sjó- fatnað. Einnig leðurjakka, leður- pils og leðurvesti. Við sjáum á sýnisborðinu hjá Ormari falleg barnaregnföt úr köflóttum efnum, bæði rauðköfl óttum og bláköflóttum, sem sagt blátt fvrir drengi og rautt fyrir stúlkur, eða eftir því, sem hver vill. — Ormar, í hvaða stærðum eru , þessi föt? — Þau eru í stærðunum 2, 3, 4 og 5, en það á að samsvara aldri barnanna nokkurn veginn. Fötin eru regnkápa, síðan buxur úr sama efni með teygju um;öklá og hattur, sem er fóðraður innan. Fötin eru mjög heiitug, þar sem í þeim er plasthúðað efni, sem þol- ir vel regn og fötin eru mjög sterk ög endingargóð. — Og þar sem ekki er nóg að lesa aðeins um fötin án þess að sjá þau þá fengum við lítinn dreng til þes& að máta ein. bláköflóttu föt in, svo að lesendur síðunnar gætu einnig fengið að ,sjá þau. ; ☆ Á Skúlagötu 51 í Sjóklæðagerð íslands hittum við Sverri Sigurðs son, og hann segir ökkun frá framleiðslu Sjóklæðagerðarinnar. Sjóklæðagerðin framleiðir allan regnfatnað á karlmenn, konur og börn, einnig sjófatnað, sem auð vitað er mjög nauðsynlegim fatn aður á okkar landi, þar sem mik ill hluti landsmanna eru sjómenn Og sjóstakkarnir og sjóhattarnir eru ómissandi fyrir livern einasta sjómann. Auk regnfatnaðar og sjó fatnaðar framleiðir Sjóklæðagerð in ýmsan annan fatnað t.d. kápur og frakka. Sverrir segir okkur, að aðalframleiðslan núna sé í vetran fötum, því að nú er veturinn kom inn, þó að veðráttan gefi það ekki til kynna, og við verðum að viður kenna, að þó að mikið rigni, þá er veðrið hlýtt og víða eru blóm enn þá í skrúða í görðum. Sverrir tekur fram sýnishorn af kvenjökk Sverrir Sigurffsson. um, en þeir eru ný framleiðsla' sem bráðlega kemur hér í búðir. Þetta eru mjög fallegir jakkar, auk þess að vera hlýir og hentugin fyrir íslenzka veðráttu. Jakkarnir eru saumaðir í saumastofu Sjó klæðagerðarinnar, þar sem margar konur vinna við að sauma og ganga frá fatnaði. En af þvi að nú er rigning, þá spyrjum við Sverri um regnkápur. — Vinsæl ustu regnkápurnar rulna, segir Sverrir. eru svartar lakkkápur með hét‘11. Káournar eru smelltan að framan. Eftirspurn eftir þessum kánum er svo mikil, að þær selj ast íafnóðum og þær koma fram Ra"ðar lakkkápur eru einnig nokk uð "insælar. en þó er sala í þeim hvei-fondi minn' en í þeim svörtu. Annars- -brevtist tízkan alltaf og nv snið og ný efni koma með hverri árstíð. — £ AL-ÞÝÐU&tíAÐlB- - 24. okt. 1965 • M Zi. t)kt. I' ■■'•) ý1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.