Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.10.1965, Blaðsíða 7
T ízkuverzlun óskar eftir húsnæði, 30—60 fermetra, á góðum stað í bænum. Tilboö merkt : „TÍZKUVERZLUN” óskast send til Alpýðublaðsins fyrir 6. nóvember. Nýkomið Fallegt úrval af DRALON-gluggítíjalda- efnum. — Breidd: 1,50. .’S : • -V TJ. Gardínubúðln Ingólfsstræti. Vinnuvélar til sölu Höfum til sölu eftirtaldar vinnuvélar: Jarðýtu International T. D. 14 og Quick Way krana cub. á Reo Studebaker bíl. Góðlr greiðsluskilmálar gætu komið til greina. Upplýsingar í síma 32-480. JARÐVINNSLAN SF. Járnsmiðir, rafsuðumenn og verkamenn óskasf H/F • SIMI 24-400. Góð kaup Odýrt Sængurver einíit Sængurver röndótt Koddaver einlit Koddaver röndótt fer. 190.00 ‘V ; — 38.00 — 40.00 r — 1IVLO0 ; '■ Guðrún Þórðardóttir, verzlu narstjóri í Regnhlífabúðinni. ÞEGAR mikið rignir er ekki nóg að vera í góðum regnkápum, þá rignir á töskuna og hárið, sem kannske stendur fram undan hett unni og fer allt úr skorðum. Þá er auðvitað bezta ráðið að nota regn- hlíf og það er hlutur, sem flestir eiga í fórum sínum og jafnvel karlmenn eru farnir að nota regn- hlífar. Og. því skyldu þeir ekki nota regnhlífar alveg eins og kon- urnar? í Regnhlífabúðinni á Lauga- vegi er mikið úrval regnhlífa í öllum regnbogans litum. Þar hitt um við verzlunarstjórann, Guð- rúnu Þórðardóttur og spyrjum hana nokkurra sþurninga: — Guðrún, hvenær var Regn- hlífabúðin stofnuð? — Hún var stofnuð árið 1937. Frú Lára Siggeirsdóttir stofnaði verzlunina og hefur rekið hana alla tíð. Verzlunin hefur starfað óslitið, en hér á Laugavegi 11 hefur hún verið í 5 ár. — Þið saumið allar regnhlíf- arnar, sem þið seljið, sjálfar? — Já, verzlunin hefur verk- stæði og þar eru regnhlífarnar saumaðar. Efnin og grindurnar fáum við erlendis frá. — Og hvaðan koma efnin aðal- lega? — Frá Ítalíu og Þýzkalandi. Stálgrindurnar í regnhlífunum koma frá Þýzkalandi. Stálgrind- urnar eru mjög sterkar og ending- argóðar, en við notum beztu teg- und af grindum, þar sem íslenzka veðráttan reynir oft mjög á regn- hlífarnar, þá þýðir ekki að nota annað en sterkar grindur. — Er nú ekki mikið keypt af regnhlífum, þegar rignir svona mikið? — Jú, kaupin fara oft mikið eftir veðráttu. — Hafið þér starfað lengi hér í regnhlífabúðinni, Guðrún? — Já, það er víst óhætt að segja það. Ég hef unnið hér næstum eins lengi og búðin hefur starfað, það er að segja, ég byrjaði að vinna hérna mánuði eftir að búð- in hóf starfsemi sína. Þegar við komum út úr> regn hlífabúðinni, göngum við niður Laugaveginn og niður á Hverfis götu. Yfir styttunni af Ingólfi Arnarsyni er himinninn blár en regnský liggja þó enn yfir borg inni. Sólin gægist niður úr skýja gluggum, og yfir höfninni hvelf ist regnbogi. óoooooooooooooooooooooooooooooooo Texti og myndir: Anna K. Brynjúlfsddttir OOOCOOOOOOOObOOOOOOOOOOOOOOOOOÓÓO r ALÞÝÐUBLAÐtO •— 24. okt. }965 J:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.