Tölvumál - 01.01.1987, Síða 8

Tölvumál - 01.01.1987, Síða 8
FÉLAGSFUNDUR - AÐALFUNDUR Skýrslutæknifélag íslands boðar til fundar í Noræna húsinu, fimmtudaginn 29.janúar n.k. kl. 14.30. Stefán Ingólfsson heldur fyrirlestur um UPPLÝSINGAÞJÓÐFÉLAGIÐ Fyrir "stóra bróður" eða "litla manninn11 Stefán Ingólfsson hefur undanfarin ár stjórnað tæknimálum Fasteignamats ríkisins. Stefna stofn- unarinnar i upplýsingamiðlun hefur verið nokkuð sérstæð og haft mikil áhrif á umræðu um hús- næðismál undanfarin ár. Erindi Stefáns, sem mun fjalla um samband tölvu- tækrar upplýsingavinnslu og upplýsingamiðlunar til aðila i þjóðfélaginu býggist einkun á reynslu hans sjálfs á þessu sviði. Nútíma upplýsingatækni og öflug fjölmiðlun veita mikla möguleika á opinni upplýsingamiðlun i litlu þjóðfélagi. Borgarar landsins geta notið góðs af nútímatækni og tekið beinan þátt í umræðu um þau mál sem þá varðar og haft áhrif á stefnumörkun ráðandi afla. En þessa tækni má einnig nota i þágu aukinnar miðstýringar og forræðishyggju. Koma má upp miklum tölvuskrám með upplýsingum um þegna þjóðfélagsins og ráðandi öfl geta einokað þekkingu á ýmsum sviðum. Hvar stöndum við og hvert stefnir í okkar þjóðfélgi? AÐ FÉLAGSFUNDI LOKNUM VERÐUR HALDINN AÐALFUNDUR SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGSINS. SJÁ AUGLÝSINGU Á NÆSTU SÍÐU. 8

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.