Tölvumál - 01.01.1987, Síða 11

Tölvumál - 01.01.1987, Síða 11
ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ H.í. í janúar og febrúar verða haldin þrjú námskeið á vegum endurmenntunar Háskóla íslands, sem félagar Skýrslutæknifélags íslands kynnu að hafa áhuga á. 1. Námskeið um UNIX-stýrikerfið, sem þeir Magnús Gislason og Marius ólafsson, sérfræðingar hjá Reiknistofnun halda 26. - 30. janúar n.k. 2. Námskeið um Undirstöðuatriði í hugbúnaðargerð fyrir tæknimenn, sem Oddur Benediktsson, prófessor heldur 3. - 5. febrúar. 3. Námskeið Upplýsingatæknin og stefnumótun, sem Guðjón Guðmundsson, cand. merc og stunda- kennari i H.í. heldur 26. febrúar. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu endur- menntunarstjóra H.i. i síma 23712 eða 687664. - RightWriter - í nýútkomnu fréttabréfi íslenskrar forritaþróunar sf eru góðar fréttir fyrir þá sem þurfa að skrifa mikið af enskum viðskiptabréfum eða öðrum enskum texta. Þar segir frá forriti, sem ÍF fékk nýlega sent eintak af, og kallast RightWriter. Forritið les ritvinnsluskjal (sem skrifað er á ensku) og kannar innihald þess. Forritið finnur ekki aðeins vélritunar- og stafsetningarvillur, heldur eru gerðar tillögur að breyttu orðalagi, bent á málfræðivillur, athugað hvort orðaröð sé rétt, varað við of löngum eða flóknum setningum o.fl. fslensk forritaþróun hefur þegar pantað nokkur eintök af RightWriter. Forritið getur lesið skjöl allra helstu ritvinnsluforrita, sem seld eru hérlendis, s.s. Orðsnilldar (WordPerfect), Microsoft Word, Multimate, Hugrita, Ritstoðar (Assistant Writer) og Ritvinnslu II (Easywriter II). Væntanlegt verð er kr. 5000. -kþ. 11

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.