Tölvumál - 01.01.1987, Side 17

Tölvumál - 01.01.1987, Side 17
arnar voru valin af handahófi en þátttaka varð minni en búist hafði verið við og er þess vegna hæpið að draga of almennar ályktanir af niður- stöðum könnunarinnar. Þrátt fyrir það komu fram fróðlegar upplýsingar um þetta efni. Mikil aukning Það hefur greinilega orðið mikil aukning i öflun búnaðar hjá fyrirtækjum þessi árin. Eins og allir vita, kom mikið stökk i tölvukaup árið 1985. Einnig er greinilegt að fyrirtæki eru mjög misjafnlega á vegi stödd i tölvuvæðingunni. Athyglisvert er að 14% fyrirtækjanna hafa ekki tölvur. Spurt var um áform aðila um tölvuvæðingu næstu tvö árin. Svörin gefa þó ekki nægjanlega góða vísbendingu um þróunina. Ástæðan fyrir þvi er einfaldlega sú að fæst fyrirtækin svöruðu þessu atriði og þeir sem það gerðu áætluðu mjög varlega miðað við aukninguna siðustu árin að greinar- höfundar mati. Þetta vekur spurningar um hvort áætlanir um rekstur og uppbyggingu fyrirtækja almennt fram i timann séu yfirleitt til. í framhaldi af þessu velti höfundur fyrir sér mörgum fleiri spurningum varðandi tölvuvæðingu fyrirtækja. Nefna má árlegan kostnað, mannafla, öryggi, upplýsingamagn og verðmæti gagna á tölvudiskum o.s.frv. Könnunin var takmörkuð og ekki var spurt beint um kostnað, enda var talið liklegt að fyrirtækin hefðu alls ekki svarað slikum spurningum. Auglýsingar Iéttvægar? Fróðlegt var að skoða svörin við spurningunum um val á tölvubúnaði. Við val á vélbúnaði vegur kostnaður og þar á eftir gæði. Auglýsingar vega minnst og siðan meðmæli annara. Kom það nokkuð á óvart. Áherslur fyrirtækja við val hugbúnaðar eru nokkuð aðrar en þegar vélbúnaður á i hlut. Þar vega mest gæði, samræming búnaðar og sérstök útfærsla. Hér virðast auglýsingar vega 17

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.