Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 3
V1 S IR Mánudagur 8. október 1982 „Bremsulaus" Vegurinn um Kamba var áð- ur fyrr illræmdur. Ekki sízt á fyrstu árum bílaaldar á íslandi, þegar sjálfur vegurinn var ófull kominn og tækni bifrciðanna ekki lengra komið en svo að öryggistækjum var oft ábóta- vant. Bilamenn þeirra tíma höfðu oftast á takteinum hárreisandi sögur um baráttu sína við Kamba á bremsluiausum bílum. Við þessar gömlu hetjusögur bættist það jafnvel að reimt þótti á staðnum og kom það ó- sjaldan fyrir, einkum í hinni þykku Heiiisheiðarþoku, að Kambadraugurinn gerði mönn- um grikk. • Það má þó heita mesta mildi, hve fá siys urðu í Kömbum. Gamli vegurinn var sannarlega ekki árennilegur. Hann var lagður eftir norskri fyrirmynd í 20 hlykkjum og viða snarbratt niður frá hinum kröppu beygj- um. Á stríðsárunum, þegar full- komnari vinnuvélar komu tii var Kambavegurinn lagfærður, þannig að sléttað var úr öllum beygjum, en vegurinn lagður að mcstu í einum stórum sveig niður hlíðina. Þrátt fyrir þessar lagfæringar er hluti vegarins all ægilegur, sérstaklega cfsti hluti hans, en þar liggur hann niður sem ein- stigi í mjög brattri brekku og allt að því hengiflug öðru meg- in. • Það var einmitt á þessum hættulegasta stað vegarins, sem sá atburður gerðist s.I. laugar- dagsnótt, að „bremsan fór af“ stórum vöruflutningabil, sem var á leið niður Kamba. Er myndsjáin í dag frá þessu at- viki. Það er ægilegt að hugsa sér það ástand, sem þarna var. Afgamali vörubíll með þungan farm að leggja í Kamba. Bíl- stjórinn reynir að skipta um gir, til þess að fá meiri vélar- mótspyrnu í brekkunni, en rétt f þvf drepst á vélinni. Hann reynir þá að hemla og stígur á bremsuna en þá brestur hún. Nú rennur bíllinn algerlega stjómlaust niður brekkuna og hraðinn eykst. Á hægri hönd er hengiflug. Beint fyrir framan á veginum er lítill fólksbíll, sem reynist vera bill læknisins í Hveragerði. Bilið styttist óð- fluga milli þeirra. Bilstjórinn á vörubilnum veit varla hvað gerist, rekst hann á fólksbílinn eða kastast hann út af klettun um? Honum tekst með herkjum au beygja fram hjá litla fólksbíln- um og áfrain eykst hraðinn nið- ur brekkuna, þangað til bílstjór anum tekst að beygja út af veg- inum vinstra megin, yfir lágan rana. Þar hvolfir bílnum og hann fer heila veltu, kernur aft- ur niður á hjólunum en hlassið sem liggur við hlið hans og skemmt stýrishús sýnir hvað gerzt hefur. 9 Mennirnir tveir í vörubílnum eru slasaðir, en eftir þennan ó- trúlega atburð eru þeir þó sem úr helju heimtir. / /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.