Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 8. október 1SI>2. Jón Kjartansson sýslu maður látinn Jón Kjartansson. Á laugardaginn andaðist í Land- spitalanum Jón Kjartansson sýslu- maður í Vík. Hann var fæddur 1893. Jón Kjartansson var um langt skeið ritstjóri Morgunblaðsins, og gerð- ist sýslumaður Skaftfellinga er hann lét af því starfi. Alþingismaður Vestur-Skaftfell- inga var hann fyrst árin 1923— 1927. Aftur var hann kosinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í /.-Skaftafellssýslu 1953 og átti þar ^æti til 1959. Síðan var hann fyrsti araþingmaður Sjálfstæðisflokks- ns í Suðurlandskjördæmi og sat i. a. á síðasta þingi um skeið '.væntur var hann Ásu Sigurðar- Ittur Briem. Þessa merka manns verður | minnzt hér í blaðinu síðar. vill lög gegn einokun Á fundi sínum á föstu-1 in8ar' Talið var nauðsynlegt að atvinnufyrirtækjum, sem hliðstæð an rekstur hafa með höndum, einkafyririækjum, samvinnufyrir- tækjum og fyrirtækjum ríkis og bæjarfélaga sé gert að greiða skatta og útsvar eftir sömu regl- um, þannig að þau starfi i þessu efni við jöfn skilyrði. dag samþykkti Verzlunar-, ráð íslands nokkrar álykt- anir m. a. um viðskipta- og verðlagsmál. Fundurinn mæltist til þess við rikisstjórnina að undirbúin verði í samráði við V.í. lög er verndi frjálsa samkeppni og sporni við viðleitni stórfyrirtækja og hringa til að skapa sér einokunaraðstöðu á íslenzkum markaði". Þá fól aðalfundur V.í. stjórn Verzlunarráðsins að vinna í sam- ráði við stjórn Verzlunarbankans að undirbúningi að myndun stofn lánadeildar er gegni því meginhlut verki að lána fé til stofnsetningar nýrra verzlana. Fundurinn beindi því til ríkis- stjórnar og borgarstjórnar Reykja- víkur hvort ekki muni hagkvæmt að draga úr hinum mjög víðtæka rekstri sem hér tíðkast á opinber- um fyrirtækjum og einkasölum. Jafnframt verði athugaðir mögu- leikar á að almenningshlutafélög leysi opinber fyrirtæki af hólmi. Þá var í skattamálum m.a. gerð ar nokkrar tillögur um skattbreyt- HvaKjörður Framhald af bls. 1. fram á þessum stað, sem allir vegfarendur þekkja. Vegagerðin sendi um hádegið menn á vettvang. Svo vel vildi til að ýta var stödd I Brynjudal og auk hennar fóru tveir veg- heflar á stað. Nær tveggja metra aurlag var á veginum á 20 metra kafla sagði ýtustjór- inn blaðamanni Vísis, er blaða- maður kom á vettvang. Var þá verið að enda við að hreinsa veginn. Sjaldgæf eru skriðuföll á þessum stað en fyrir nokkru hrundi hluti stuðlabergsins efst í fjallinu og olli skemmdum á girðingu sem nær upp undir fjallsbrún. "-Tvndina tók Ijósm. Vísis, þeg ar Vegagerðin var að ljúka við . að gera veginn greiðan fyrir umferðina. “.•.■.V.V.V.V.V.V.V.V.Vj'.W.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V Dregið í áskrifendahappdrættinuj; | Það var dregið um Axminster gólfteppin i gær. Vinninginn hlaut frú Guðrún Guðmundsdóttir, «, | Lindargötu 21 og hún átti það sannarlega skilið. Frú Guðrún hefur nefnilega keypt Vísii siðustu .J 1 tuttugu árin, og vel það. .| ! Axminsterteppin voru vinningur í áskrifendahappdrætti Vísis, en vinnandi mátti velja sér teppi '. l fyrir kr. 10.000,00. \ Frú Guðrún var í sjöunda himni þegar hún sótti vinning sinn og var myndin tekin við það jl \ tækifæri. „Axminsterteppin koma sér sannarlega vel, og ég er bæði glöð og undrandi yfir þessu •“ 1 övænta happi. Það hefur vissulega borgað sig að kaupa blaðið*. .| Frú Guðrúnu Guðmundsdóttur óskað til hamingju með vinninginn. EBE-máiið á þingi BSRB: Tillögu umþjóSar ■ Launastigi — Framh. at 16. síðu: þingfulltrúar hefðu á framfæri við launamálanefndina. En hann hvatti j til þess að þingfulltrúar sýndu j fulla samstöðu við hina endanlegu atkvæðagreiðslu um málið. Aðrir ræðumenn voru Sverrir Júlíusson, framsögumaður launa- og kjaramálanefndar, Jóhannes Kolbeinsson, Kristján Jakobsson, Baldvin Sigurðsson Páll B<»rgþórs- son og Gunnar Halldóisson, Jón Þórðarson, sr. Jakob Jónsson, sr. Jónas Gíslason, Haukur Jóhannes- son og Arinbjörn Kolbeinsson. Ræðumenn voru flestir fylgjandi tillögum kjararáðs. Þeir hvöttu til þess að svo yrði búið um hnútana að starfsmenn hins opinbera þyrftu ekki að stunda aukavinnu til að geta séð fyrir sér og sínum. Flutt- ar voru fáeinar breytingartillögur um orðalag í launamálaályktuninni m.a. frá sr. Jónasi Gíslasyni. í ályktunartillögu Iauna- og kjaramálanefndar sagði m.a.: Þing- ið metur að verðleikum það mikla starf, sem kjararáð hefur innt af hendi við undirbúning kjarasamn- inga. Þingi ðtelur launastiga þann, sem Kjararáð hefur lagt ram til umræðu á þinginu hæfan sem grundvöll, þegar setzt verður að j j samningaborði" Siglufjörður — j Pramh at 16 síðu: Siglufirði keypt m.b. Særúnu og verður hún gerð út til hráefnisöfl- unar fyrir frystihús ísafoldar og enn fremur verður m.b. Hringur gerðu út frá Sigiufirði til hrá- efnisöflunar fyrir frystihús Síldar- ' verksmiðja ríkisjns. Á þingi BSRB í gær var vísað frá ályktunartillögu menningar- málanefndar um að þingið hvetji til að látin verði fara fram þjóðar- atkvæðagreiðsla áður en Alþingi og ríkisstjórn taka endanlega af- stöðu um aðild íslands að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Tillagan var svohljóðandi: 22. þing BSRB telur hin íslenzku við- horf til Efnahagsbandalags Evrópu svo mikilvæg, ekki einungis frá efnahagslegu heldur og frá hinu þjóðfrelsis- og þjóðmenningarlega sjónarmiði að Alþingi og ríkis- stjórn beri ekki að taka ákveðna afstöðu í því máli nema að undan genginni þjóðaratkvæðagreiðslu, 1 loknum lýsti próf. Guðni Jónsson prófárangri kandidatsins fyrir hönd kennara við íslenzkudeildina, og kvað hann Arnheiði hafa stað-' izt próf sitt með einkunninni ad- missa. Meistaraprófsritgerð hennar fjallaði um híbýlahætti ísiendinga á miðöldum. Arnheiður Sigurðardóttir frá Arnarvatni er önnur konan,1 sem iýkur meistaraprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, hin fyrri er Nanna Ólafsdóttir, og lauk hún prófi fyrir fjórum árum. sem óháð yrði öðrum þjóðmálum". Sr. Bjarni Sigurðsson framsögu maður nefndarinnar kvað nefndina hafa reynt að sneiða hjá öllum flokkspólitískum sjónarmiðum í orðun tillögunnar. Próf Ólafur Björnsson, Páíl Haf- stað og Sæmundur Símonarson fluttu tillögu um að málinu yrði vísað frá þinginu til stjórnarinnar. Var það samþykkt eftir nokkrar umræður með 56 atkv. gegn 30. Virtist meirihluti fundarmanna á þeirri skoðun að ekki bæri að fjalla um annað en bein hagsmuna mál á þinginu, og væri farið út fyr- ir það svið með tillögu nefndar- innar. Dagsbrún Fvrirlesfur um Gröndal Á laugardaginn kl. 17 flutti Arn- heiður Sigurðardóttir opinberan fyrirlestur í 1. kennslustofu Há- skóla íslands, og var það lokaþátt- ur í meistaraprófi hennar í ís- lenzkum fræðum. Það er fastur lið- ur í meistaraprófi, að kandidatinn flytji opinberan fyrirlestur um eitthvert ákveðið efni, sem honum er úhlutað t kennurum við ís- lenzkudeildina, og skal sá fyrirlest- ur haldinn viku eftir að síðasta prófinu lýkur. Tilgangurinn með slíkum fyrirlestri er sá að ganga úr skugga um, að kandidatinn geti fiutt frambærilegan fyrirlestur um yfirgripsmikið efni án þess að hafa langai tíma til undirbúnings. Fyrirlestur Arnheiðar fjallaði un -;törf Benedikts Gröndals Svein- bjarnarsonar að islenzkum fræð- um Eins og mönnum er kunnugt er helzta verk Gröndals i þágu ís- lenzkra fræða fyrst og fremst orðabók hans Clavis poetica, sem enn er grundvallarrit á sínu sviði. Auk þess skrifaði Gröndal all- margar greinar um íslerizkar bók- menntir í fornöld svo og um ís- lenzka tungu. Nokkuð hefur hann fengið misjafna dóma fyrir þessi skrif sín, eins og fram kom í fyrir- lestri Arnheiðar á laugardaginn. Benti hún á, að allar greinar hans hefðu einkennzt af miklu hugar- flugi og baráttugleði, þess hefði alla jafna gætt, hvað Gröndal var feikilega víðlesinn og hafi hann af þeim sökum oft og einatt átt erfitt með að takmarka sig. En þótt greinar Gröndals standist ekki all- ar vísindalegar kröfur nútímans, eru þær engu að síður merkilegur "kerfur þágu íslenzkr fræða. Áheyrendur Arnheiðar voru : ölmargir og var 1. kennslustofa háskólans að fullu setin, meðan á fyrirlestrinum stóð. Að honum Framhald af bls. 1. auður og tveir reyndust ógildir Við stjórnarkosninguna, sem fram fór fyrr á þessu ári fékk listi lýðræðissinna 693 atkvæði, en kommúnistar fengu þá 1443 atkvæði. Kommúnistar hafa því tapað hvorki meira né minna en 192 atkvæðum á þessu stutta tímabili, hluta úr þessu ári og mundu þeir sannarlega kalla það hrun, ef menn sneru svo baki við andstæðingum þeirra. Við stjórnarkosninguna á slð asta ári fengu lýðræðissinnar 664 atkvæði, en kommúnistar 1584, og er því munurinn á fylgi þeirra í þessum tveim kosningum einnig 140 atkvæði. Frá þvf að stjórnarkjörið i fyrra hafa kommúnistar þvi tapað hvorki meira né minna en 331 atkvæði eða sem næst fimmta hverjum manni. Á s.l. ári var atkvæðamunur Iist- anna 920 atkvæði en nú að- eins 602. VerzKunnrskélmii •••• Framhald af bls. 1. tíma eða allt þar til byggingu hins nýja húss er að fullu lokið. í vet- ur eru fleiri nemendur í Verzlunar- skóla íslands en nokkru sinni fyrr, eða um 400. Myndin var tekin í kennslustund hjá 4. bekk A, sem þreyta mun verzlunarpróf á vori komanda. Nemendurnir voru bros- mildir á svip og einkar ánæg&ir, enda fá þeir nú hið veglegasta húsnæði, rúmgott og skemmtilegt í alla staði. _—i _. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.