Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 08.10.1962, Blaðsíða 8
8 V I S 1 R . Mánudagur 8 október 1962. Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinssqn. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði. { lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hagstætt efnahagsárferði Sú yfirlýsing, sem viðskiptamálaráðherra gaf í fyrradag um að ekki væri nauðsynlegt að breyta geng inu, hefir vakið mikla og almenna athygli. Þrátt fyrir 12% almennar kauphækkanir á árinu hefir tekizt að afla svo gildra gjaldeyrissjóða og reisa efnahaginn svo vel við að ekki þarf að grípa til þess neyðarúrræðis sem gengislækkun er. Við það bætist að aflabrögð hafa verið óvenju góð og afurðir okkar farið hækk- andi á erlendum mörkuðum og nemur sú hækkun um 4%. Fyrir einu og hálfu ári áttu sér stað 15% kaup- hækkanir. Afleiðing þeirra var sú að ekki var hjá því komizt að lækka gengið. Það er óhjákvæmilegt að þessi tvö ár séu borin saman og margir hafa ekki gert sér ljóst fyrr en nú hví gengisbreytingar er ekki þörf. Ástæðan er sú að nú uppskerum við ávexti þeirrar viturlegu efnahagsstefnu, sem fylgt hefir verið í tvö og hálft ár. Þjóð, sem enga gjaldeyrissjóði á, lítið sparifé til fjárfestingar og er skuldug upp fyrir höfuð, er illa við því búin að mæta óeðlilegum kauphækkunum. En þjóð sem stendur jafn vel að vígi og við íslendingar í dag — þrátt fyrir undangengna erfiðleika, fær klofið þá kaup- spennu og verðlagsþenslu, sem undanfarið hefir átt sér stað, án þess að grípa til neyðarúrræða. En rétt er að hafa í huga að öll eru þessi mál þó á fremstu nöf. Þótt efnahagshorfurnar séu sæmilega góðar í dag, eftir tveggja ára viðreisn, þarf ekki mikla umbyltingu til þess að árangurinn verði eyðilegður. Aflabrestur getur ráðið því að aftur sígur á ógæfu- hlið. Sama er að segja um nýja kaupskriðu. Því verð- ur að viðhafa alla gætni og nauðsynlegar hömlur, svo ekki verði þjóðinni hrundið aftur út í það kviksyndi, sem hún var sokkin í, þegar núverandi stjórn tók við völdum. Raunveruleg laun Hér hefir þeirri skoðun hvað eftir annað verið haldið fram að raunhæfustu kjarabæturnar væru þær kauphækkanir, sem héldust í hendur við framleiðslu- aukningu þjóðarinnar. Launahækkanir sem nema 15—20% líta vel út á pappírnum og á kröfuspjöldum. En þær eru gagns- lítil kjarabót ef dýrtíðarormurinn étur meira en helft þeirra. Á það verður seint of mikil áherzla lögð. Framleiðsluaukning þjóðarinnar er nú 4—5% á ári. Launahækkun í samræmi við þá tölu er mun hagstæð ari launastéttunum, ef verðlag helzt óbreytt, en miklu meiri hækkanir í skugga dýrtíðarskrúfunnar. Þar ern sunnudag- arnir dauflegir Það er alkunna, að fátt má aðhafast af því, er til skemmtunar telst hjá ýmsum þjóðum á sunnudögum, svo sem Bretum, en þó mun löggjöf í þessu efni hvergi eins ströng og í Kanada. Það er til dæmis' ekkert á móti þvl, að maður, sem á fimm eða hver veit hvað marga syni, taki sig til eldsnemma á sunnu- dagsmorgni og byrji að smiða viðbyggingu við hús sitt með hávaða miklum. Grannarnir geta ekkert sagt, þótt þeir hafi ætl- að að sofa fram eftir. En allt annað er uppi á teningnum, ef maðurinn hefir erlendan starfs- mann — eða kannske vinnu- konu — og ætlar að Iáta hann vinna kyrrláta vinnu á helgidegi gegn greiðslu. Þá geta báðir að- ilar átt von á að fá sekt — ef þeir eru búsettir í Albertafylki. Sunnudagalöggjöfin — eða The Lord’s Day Act, eins og hún heitir á ensku — gildir i öllum fylkjum Kanada, en það er verkefni fylkisstjórnanna að framfylgja henni og refsa brot- legum. Sumar loka a. m. k. öðru auga í sambandi við fram kvæmd þessara laga, 'rir þykj ast bókstaflega ekki sjá neitt, en svo er fylkisstjórnin í Al- berta þannig, að hún virðist hafa fjögur augu og öll gal- opin til allra höfuðátta. Dauflegir dagar fyrir einhleypa. Borgararnir í Alberta mega ekki skemmta sér við neitt, sem þeir verða að greiða fé fyrir. Þess vegna mega þeir ekki fara í kvikmyndahús eða leikhús, sækja danssali eða veitingastof- ur. Þar er yfirleitt engar skemmt anir að fá, sem kosta peninga, og fyrir bragðið verða sunnu- dagarnir ósköp daufir fyrir ein- hleypinga, sem eiga hvorki vini né ættingja. Menn geta vitan- lega sótt kirkju, enda mun sér- staklega til þess ætlazt, og kirkj urnar eru með mismunandi blæ, því að í fylkinu eru hvorki meira né minna en 160 mismun- andi söfnuðir og kirkjufélög. 1 Edmonton, höfuðborginni i Al- berta, er meira að segja bænhús handa Múhammeðstrúarmönn- um, og var það til skamms tíma hið eina í Norður-Ameríku, unz öðru slíku var komið upp í sjálfri Washington vegna allra þeirra Múhammeðstrúarmanna, sem eru í hinum ýmsu sendi- nefndum, er búsettar eru í borg- inni. Hvað er nauðsynlegt? En þegar kirkjugöngu er lok ið, geta menn ekki skemmt sér neitt nema í faðmi fjölskyld- ¥ íbúar Alberta ¥ í Kanada mega 4 ekki skemmta 4 sér við neitt ú ¥ sunnudögum, 4 sem þeir verða 4 að borga fyrir unnar, því að lög mæla svo fyr- ir, að einungis nauðsynlegustu fyrirtæki megi starfa um helgar, það er að segja sjúkrahús, mat- sölur, lyfja,búðir, samgöngufyrir tæki og þar með punktur. Eða nokkurn veginn punktur, þvl að menn eru alltaf að þjarka um, hvað sé nauðsynlegt, og menn deila sýknt og heilagt um, hvemig rétt sá að túlka þessi lög. Er til dæmis nauðsynlegt, að menn geti keypt benzfn á sunnudögum? Er nauðsynlegt að hafa sjálfvirku þvottamiðstöðv- arnar opnar eða er það alger óþarfi? Þess má geta, að yfirvöldin töldu sjálfsagt I upphafi, að sjálfvirku þvottahúsin ættu að vera lokuð, en svo kom á dag- inn, að það virtist eftirlætis- vinna fjölda manns á sunnudög- um að þvo af sér, og þá var það Ieyft. I Kvikmyndir eftir miðnætti. Tveim mínútum eftir mið- nætti, þegar sunnudagurinn er um garð genginn, byrja kvik- myndasýningar i öllum kvik- myndahúsum fylkisins, og einn- ig eru þá haldnar sýningar á svokölluðum „drive-in“ svæð- um, þar er risavaxið kvikmynda tjald undir berum himni og al- menningur ekur inn á svæðið í bílum sínum og horfir á mynd- irnar, en hátalari er svo að segja við hvern bíl, svo að enginn tónn fari framhjá mönn um. Þarna skemmta menn sér svo fram á morgun, og ekki er grunlaust um, að sumir hafi með sér einhverja lögg eða slfkt fáist jafnvel hjá leynivínsölum. Menn sætta sig nokkurn veg- inn við þetta, en skörin þykir færast upp í bekkinn, þegar gamlársdagur kemur upp á sunnudag, eins og nú slðast, svo að óheimilt er að drekka og dansa á veitingastöðum. Þá nær „eymdin" og leiðindin hámarki, en ýmsir veitingastaðir gerðu sér lítið fyrir og höfðu bannið að engu, en urðu að gjalda fyrir með því, að þeir voru sviptir veitingaleyfi um nokkra hríð. Lagabreytingar algengar. hugull skattborg:ri, að yfir- völdin brjóta sjálf helgidags- lögin með þvf að krefjast inn- gangseyris að sundlaugum og höllum, sem eru yfirfull þegar heitt er í veðri. Þá koma lögin fyrir' þingið og mikið rætt um breytingar á þeim — margar raddir krefjast lagafyrirmæla, sem fýlgjast betur með tfman- um — en alltaf hljóma þær árangurslaust, og víða — eink- um f Albertafylki — er sunnu- dagurinn eins konar vandræða- bam í vikufjölskyldunni. En stundum uppgötvar at- Ráðhúsið f Edmonton á sunnudegi — bílastæðin auð og hinn vinsæli veitingastaður á efstu hæð iokaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.