Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 6
Rafræn viÖskipti Það sem vegur þyngst í hinum tækni- lega þætti nelvæð- ingarinnar er að- gengi að Internetinu þar sem við stöndum líklega framar en allir aðrir Sú skilgreining sem hér er stuðst við er að rafræn viðskipti séu hver sú aðgerð í við- skiptum sem fram- kvæmd er með að- stoð tölvutækni voru í mannvirkjum atvinnuveganna fór 1 milljón í tölvutækni. Netvæðing hagkerfisins Þessi mikla fjárfesting í tölvutækni hefur skapað frjóan jarðveg fyrir ýmis konar Undirstaða vaxtar og ávöxtunar (hagvaxtar) byggir á uppbygg- ingu grunnþátta og aukinni skilvirkni feria. Vöxtur byggður á þessum forsendum leiðir af sér stigvaxandi ávöxtun fjármuna fyrirtækis eða stofnunar. tölvutengda þjónustu og tölvunotkun. í nýlegri könnun sem framkvæmd var af Harvard háskólanum um hæfi þjóða til að taka upp hagkerfi sem byggir á netvæð- ingu viðskiptaaðila reyndist Island vera í öðru sæti, næst á eftir Bandaríkjunum. Þessi könnun heitir á frummálinu „The Networked Readiness Index: Measuring the Preparedness ofNations for the NetworkedWorld". Könnunin gefurþjóð- um einkunn fyrir annars vegar umfang og þróunarstig nettenginga og hins vegar hæfi þjóðarinnar til að nýta sér og þróa frekar þá tækni með efnahagslegan ávinn- ing í huga. Það sem vegur þyngst í hinum tækni- lega þætti netvæðingarinnar er aðgengi að Internetinu þar sem við stöndum líklega framar en allir aðrir, en könnunin náði yfír 75 þjóðir sem hafa yfir að ráða 80% af fólksfjölda heimsins og 90% af fram- leiðslu hans. Við mat á hæfi þjóða til að nýta sér þessa tækni til netvæðingar hag- kerfisins voru einkum fjórir þættir skoðað- ir, þ.e. aðgengi að netinu, innri gerð sam- félagsins, möguleikar og tækifæri sem bjóðast á þessu sviði og rafvæðing við- skipta og stjórnkerfis. Eins og áður segir reyndist Island í öðru sæti í samanlögðu mati, næst á eftir Bandaríkjunum. Forsendur og markmið Ljóst er að á íslandi bjóðast nú kjörað- stæður til net- og sjálfvirknivæðingar hag- kerfisins, þ.e. uppbyggingu rafrænna við- skipta. Tölvubúnaður er af nýjustu gerð, netkerfi útbreidd, innri gerð samfélagsins hagstæð, stjómvöld jákvæð, menntunar- stig hátt og vitund notenda um eðli og notkunargildi Internetsins þroskuð. Mark- miðið sjálft er e.t.v. augljóst, þ.e. hámörk- un viðskipta- og samskiptaferla með skil- virkni og arðsemi að leiðarljósi. Rafræn viðskipti Hugtakið rafræn viðskipti hefur verið töluvert mikið notað í umræðunni, án þess e.t.v. að merking þess hafi verið skil- greind. Rafræn viðskipti fyrir einum felast í því að panta bækur og geisladiska á vefnum, fyrir öðrum að greiða fyrir vörur með greiðslukorti og enn öðrum samteng- ing upplýsingakerfa viðskiptaaðila sem gerir flæði upplýsinga og viðskipta að verulegu leiti sjálfvirkt, „frá bókhaldi í bókhald“. Fyrir okkur sem skrifum þessa grein eru rafræn viðskipti allt þetta og miklu meira til. Sú skilgreining sem hér er stuðst við er að rafræn viðskipti séu hver sú aðgerð í viðskiptum sem framkvæmd er með aðstoð tölvutækni, einungis sé um stigsmun á umfangi að ræða. Með hliðsjón af þessari skilgreiningu þá felst efling rafrænna viðskipta í aukinni notkun ýmissa upplýsingakerfa, stórra sem smárra. I upphafi eru lausnirnar ein- faldar og sjálfstæðar en flótlega kemur fram þörf fyrir að tengja þær saman, flytja gögn á milli kerfa og bjóða upp á víð- tækara aðgengi að þeim. Eftir því sem fleiri vilja hafa aðgang að þessum lausn- um vex þörfin fyrir samræmingu á milli notenda, samræmingu á innihaldi og teng- ingum, skilgreiningu á ábyrgð og hlut- verkum þeirra sem umgangast lausnimar. Skilvirkni i rekstri Meginmarkmið rafrænna viðskipta eru að auka skilvirkni í rekstri með sjálfvirkni ferla, auknum hraða aðgerða og með samnýtingu upplýsinga. Með sjálfvirkum 6 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.