Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 8
Rafræn viðskipti SARÍS, Samráð um rafrænt Island, er myndað af fjórum að- ildarsamtökunum; ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, EAN á Islandi, Skýrslu- tæknifélagi Islands og Staðlaráði/FUT okkur í gegnum þvöguna. Það sama á við um rafræn viðskipti, ef það eru engar regl- ur eða merkingar þá verða fyrstu viðbrögð þeirra sem reyna þau að fórna höndum og taka upp gamla lagið, eða finna einhvem sem hefur nægilega reynslu til að berjast í gegnum „þvögu“ óstaðlaðra viðskipta- hátta, heimatilbúinna EDI skeyta og sér- sniðinna staðarneta. SARIS, Samráð um rafrænt Island, er myndað af fjórum aðildarsamtökunum; ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, EAN á íslandi, Skýrslutæknifélagi fslands og Staðlaráði/FUT. Áheymarfulltrúi til- nefndur af Verkefnisstjóm um upplýsinga- samfélagið situr fundi SARÍS. Markmið samráðsvettvangsins er að stuðla að stöðl- un og samræmingu á sviði rafrænna við- skipta. Á ráðstefnu SARÍS „Rafrœn við- skipti - Tœkifœri eða tálsýn “ sem var haldin á Grand Hótel 17. apríl s.l. að við- stöddum iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru kynntir samstarfshópar sem ætlunin er að virkja á næstu mánuðum. Hóparnir era fjórir og hafa verið nefndir Þekkingar- hópurinn, Laga- og stöðlunarhópurinn, Lausnahópurinn og Óryggishópurinn. Markmiðið með myndun þessara hópa er fyrst og fremst að efla tengingar SARÍS við þá aðila innan fyrirtækja og stofnana sem hafa áhuga á málefnum hópanna, sem vilja hafa áhrif á þróun rafrænna viðskipta en era ekki tilbúnir til að setjast í e.k. stjómir, nefndir eða ráð. Reiknað er með því að hóparnir hittist reglulega og ræði tiltekin mál sem annað hvort hafa komið upp á vettvangi SARÍS eða innan hópsins. Ályktanir hópanna verða síðan hafðar til hliðsjónar við stefnumörkun og ákvarðan- ir SARÍS. Lausnarorðið Til að ná árangri í nýtingu á upplýsinga- tækni til framþróunar og hagræðingar í ís- lensku atvinnulífi þurfa allir að leggjast á eitt og mikilvægt að allir hugi að eftirfar- andi þáttum: • Samræma þarf meðhöndlun viðskipta- tengdra upplýsinga af sama toga. Sem dæmi þá gengur ekki að gúmmíslöngur séu ýmist mældar í metrum eða kíló- grömmum. • Mikilvægt er að upplýsingakerfi þróist jafnt og þétt þannig að bæði innri sam- skipti milli tölvukerfa innan fyrirtækis og ytri samskipti byggi á samræmdri meðhöndlun upplýsinga til að auka notagildi þeirra. • Mikilvægt er að styðja þróun þar sem viðskiptakerfi fyrirtækja verða sífellt hæfari til að miðla upplýsingum á sam- ræmdan máta sem allir geta móttekið og meðhöndlað. • Miðlægir þjónustuaðilar þurfa að styðja uppbyggingu rafrænna viðskipta með þjónustuþáttum sem gera miðlun við- skiptaupplýsinga mögulega. Þeir þurfa að bjóða aðgengi að miðlægum upplýs- ingabrunnum, miðla viðskiptaskeytum og bjóða miðbúnað (e. middleware) sem gerir mögulegt fyrir fyrirtæki að nýta sér samræmda miðlun milli tölvu- kerfa, hvort sem þau era innri eða ytri kerfi. Fyrirtæki verða að líta á rafræn við- skipti sem lykilþátt í þróun upplýsinga- kerfa sinna en ekki sem tímabundið átaks- verkefni. Þau þurfa að samræma markmið viðskiptanna og útfærslu rafrænna lausna og viðhalda sífelldri endurskoðun á við- skiptaferlum sínum. Stjórnendur fyrir- tækja mega búast við að öll starfsemin muni þróast í átt til aukinnar sjálfvirkni viðskipta- og samskiptaferla. Tími ritvél- arinnar og leiðréttingarborðans er liðinn, tími samtengdra viðskiptakerfa er runninn upp. Rúnar Már Sverrisson er tækni- og viðskipta- fræðingur og formaður SARIS - Samráðs um rafrænt Island. Arnaldur F. Axfjörð er rafmagns- og tölvuverk- fræðingur og situr í stýrihóp SARIS - Samráðs um rafrænt Island. 8 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.