Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 20
Þekkingarsetur Islendingar eiga að s/álfsögðu ekki að finna upp hjólið held- ur horfa til reynslu annarra okkur sem skyldi á þessu sviði á undan- fömum árum, eins og samanburður við nágrannaþjóðir okkar sýnir. Huga þarf vandlega að hagsmunum einstaklings- ins og væntanlegra fjárfesta þannig að nægur hvati sé til frumkvæðis. • Uppsprettur sákorns- og vaxtarfjár- magns. Smæð fjármálamarkaðarins krefst þess að aðilar starfi saman, svo tryggja megi greiðan aðgang að nægi- legu fjármagni. Ekki aðeins til að koma nýsköpunarverkefnum úr höfn, heldur einnig til eftirfylgni á síðari stig- um þroskaferlisins, en slík fjárþörf get- ur verið á stærðargráðunni hundrað til þúsundfalt það fjármagn sem þarf til að starta. Mörg nýsköpunartækifæri hafa farið í súginn einmitt vegna þess að skrúfað var fyrir peningastreymið á röngum tímapunkti. Mynda þarf skil- virkt og opið samstarf á þessum vet- vangi til að aðgengi og áhættudreyfing verði nægileg. • Aðgengi að þekkingu og netverki hvers einstaklings. Hver og einn starfsmaður fyrirtækis eða stofnunnar er hluti ósýni- legs netverks þekkingar. Hver og einn námsmaður er hluti hluti ósýnilegs net- verks þekkingar. Hver og einn sem hef- ur góða hugmynd á eldhúsborðinu er einnig hluti þessa sama netverks. Takist að skapa skipulagt form, aðgengi og hvata milli aðila þessa netverks er full- víst að nýta megi betur þekkingu hvers og eins með arðbærum hætti. • Hœfilegt skatta- og reglugerðarum- hverfi. Yfirvöld gegna að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki. Aðgerðir þeirra á þessu sviði auka ekki aðeins áhuga er- lendra fyrirtækja til fjárfestinga eða staðsetningar hérlendis, heldur einnig hvata fyrir íslensk fyrirtæki að halda starfsemi sinni á íslandi. Hér hefur ís- lenska ríkið stigið skref í rétta átt með nýlegum aðgerðum sínum á þessu sviði og vonandi að haldið verði áfram á þeirri braut. 3. Lært af reynslu annarra: Islendingar eiga að sjálfsögðu ekki að fínna upp hjólið heldur horfa til reynslu annarra, sem lengra eru komnir í þessum efnum. Þar má m.a. horfa til eftirfarandi svæða: • Finnland - Veikleikinn getur orðið tceki- fœri. Hvers vegna hefur hinum „in- trovert" Finnum tekist að skapa sér sess sem leiðandi aðila á sviði þráðlausra samskipta ? Vissulega eru margar ástæður þar að baki, en segja má að þeim hafi tekist að sigrast á veikleika sínum, sem einangraðri þjóð í land- fræðilegu, menningarlegu og tungu- málalegu samhengi og orðið leiðandi á sviði samskipta. Á sama hátt getum við íslendingar snúið veikleika okkar yfir í styrkleika , sigrast á landfræðilegri ein- angrun og smæð og selt þekkingu okkar óháð staðsetningu. • Bandaríkin og Bretland - Reynsla hinna bestu. Að sjálfsögðu skal litið þangað sem bestur árangur af samþjöppun þekkingar hefur náðst, þó forsendur kunni að vera aðrar á þeim stöðum. Harvard, Stanford og Cambridge eru al- þekkt dæmi um árangur hinna bestu og til þeirra ber að sjálfsögðu að horfa. • Italía - Fjölbreytni ogflóra. Blanda ólíkrar starfsemi fyrirtækja, stofnanna og einstaklinga geta fætt af sér nýjung- ar. Mörg slík dæmi má finna á Italíu og má nefna t.d. í Emilia Romagna hér- aðinu á Norður Ítalíu þar sem vel hefur tekist til við slíka blöndu. • Noregur - Sambœrileiki og reynsla. Mikilvægt er að rýna ekki of langt, þeg- ar leitað er út fyrir landsteinanna eftir reynslu annara. Vegna náins samstarfs greinarhöfundar við Norsk Investorfor- um, aðstandendur IT Fornebu þekking- armiðstöðvarinnar í Oslo, langar mig að rökstyðja nánar þá skoðun mína að hafa beri samstarf við Noreg í þessum efn- um. Að baki IT Fornebu þekkingarmiðstöð- inni liggur margra ára undirbúningsstarf sem nú hefur litið dagsins ljós með opnun IT Fornebu Technoport og flutningi höf- uðstöðva Telenor til Fornebusvæðisins. Urn leið hefur orðið til dýrmæt reynsla vegna framkvæmdarinnar þar sem farið hefur verið í gegnum langt ferli í svipuðu umhverfi og hérlendis sem getur stytt lær- dómskúrfu og fyrirbyggt vandamál sömu gerðar og þar hafa komið upp. Umhverfið er líkt og hérlendis og má þar td. nefna eftirfarandi: 20 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.